Fjölrit RALA - 20.03.1995, Page 20
SIGURÐUR H. MAGNÚSSON OG BORGÞÓR MAGNÚSSON
Fléttur voru í öllum tilfellum óverulegur hluti
gróðurþekjunnar og var lítill munur á blásnu og
óblásnu landi og sömuleiðis á ábomum og
óábornum svæðum (9. mynd).
Við rannsóknirnar var þekja þeirra þriggja
háplöntutegunda sem mesta þekju höfðu metin í
hverjum reit en aðrar tegundir ekki metnar til
þekju. Því var ekki hægt að fá upplýsingar um
þekju einstakra tegunda í öllum reitum og ekki
hægt að reikna meðalþekju þeirra. Til þess að fá
tölulegar upplýsingar um ríkjandi tegundir há-
plantna var fundið í hve mörgum reitum
viðkomandi tegund hafði hæst þekjugildi og
síðan reiknað út í hve mörgum prósentum reita
tegundin v£ir ríkjandi. Ef tvær eða allar þrjár
tegundirnar höfðu sömu þekju töldust þær jafn-
gildar og ríkjandi.
Niðurstöður þessara útreikninga sýndu að á
óábomu, blásnu landi voru túnvingull og lamba-
gras ríkjandi tegundir (5. tafla). Þar sem borið
hafði verið á þessa landgerð vom grastegundirnar
blávingull, vallarsveifgras og túnvingull þekju-
mestar og var túnvingullinn langsamlega öflug-
astur en hann var ríkjandi í meira en helmingi
allra reita á þessari landgerð. A óblásnum,
óábomum svæðum hafði krækilyng mesta þekju í
68% reita en fjalldrapi kom næstur í röðinni með
18%. Áburður á þessa landgerð breytti þessu
mynstri ekki verulega en þar voru krækilyng og
túnvingull ríkjandi tegundir.
Uppskera eftir beit
Tekið skal fram að þær uppskerutölur sem hér
5. tafla. Ríkjandi tegundir á rannsóknasvæðunum. Reitum
hefur verið skipt í fjóra flokka eftir Iandgerð (blásið -
óblásið) og áburðargjöf (áborið - óáborið). f töflunni em
einungis sýndar þær tegundir sem voru ríkjandi í meira en
10% reita í hverjum flokki. Sjá einnig skýringar í texta.
Tölur innan sviga sýna fjölda reita í hverjum flokki.
Reitir þar sem tegund var ríkjandi %
Blásið Óblásið
Óáborið (30) Áborið (137) Áborið (28) Óáborið (54)
Blávinguil 13 11
Geldingahnappur 27
Lambagras 37
Túnvingull 30 54 35 11
Vallarsveifgras 13
Bláberjalyng 17
Fjalldrapi 13 18
Grasvíðir 11
Grávíðir 19
Holtasóley 13 1 1
Kornsúra 11
Krækilyng 39 68
Loðvíðir 13
eru gefnar sýna ekki heildaruppskeru af landinu
heldur einungis þær leifar sem skildar hafa verið
eftir við beit búfjár og fugla. Uppskeran var mjög
breytileg, sem einnig kemur fram í hárri staðal-
skekkju (10. mynd). Uppskera var mismunandi
eftir landgerðum og áburðargjöf en yfirleitt var
lítill munur milli svæða þegar bornar voru saman
sömu landgerðir. Uppskera á óábornu, blásnu
landi var að meðaltali 0,03 tonn/ha. Á sömu
landgerð með áburðargjöf var uppskera nánast
tífalt hærri, eða að meðaltali 0,39 tonn/ha. Upp-
skera á óblásnu landi án áburðar var 0,33 tonn/ha
en með áburði var hún 0,63 tonn/ha. Rétt er að
benda á að hér er um fáar mælingar að ræða.
« 1,0 r
1 0,8
I 0,6
u
M
(S>
&
O,
P
0,4
0,2
0
0,03
039
0,63
033
iga | | ESl | He Lu Sa Öf 1« £'■> ■■■# FS- M 1 He Lu Sa Of l l l .. l He Lu Sa Óf lcaiaa'i H-h He Lu Sa Óf
(4) (5) (0) (8) (8) (9) (3) (15) (2) (10) (0) (0) (1) (3) (0) (7)
Óáborið Áborið Áborið Óáborið
Blásið land
Óblásið land
10. mynd. Meðaluppskera þurrefnis eftir beit (±staðalskekkja) á rannsóknasvæðunum. He = Helgufell, Lu = Lurkur, Sa =
Sandá, Öf = Öfuguggavatnshæðir. Ofan við stöpla eru sýnd meðaltöl reita á öllum svæðum í viðkomandi flokki. Tölur innan
sviga sýna fjölda reita á hverju svæði.
18