Fjölrit RALA - 20.03.1995, Side 23

Fjölrit RALA - 20.03.1995, Side 23
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG EYVTNDARSTAÐAHEIÐI Blásið land Óblásið land • Óáborið n Áborið f. nokkru o Áboriðnýlega Ás 1 ÁS 1 13. mynd. Niðurstöður DCA-hnitunar fyrir reiti á blásnu og óblásnu landi (A). Hringir hafa verið dregnir um reiti af ábornu og óábornu landi (sama grunnmynd og sýnd er á 11. mynd). A neðri myndunum er sýnd lega þungamiðja áburðarflokkanna þriggja (B). Örvar sýna helstu breytingar sem verða á gróðri við áburðargjöf. áburðargjöf eru staðsettar ofarlega til vinstri á hnitunargrafinu (12. mynd) en það eru hnúska- krækill, vallarsveifgras, túnsúra, Leik-túnvingull og mosar af ættkvíslunum Ceratodon og Bryum. Samanburður á tíðni tegunda á ábornu og óábornu landi gefur einnig vísbendingar um við- brögð einstakra tegunda við áburði (14. mynd). Við áburðargjöf á blásið land dró t.d. mikið úr tíðni lambagrass en mikil aukning varð á vallarsveifgrasi, Leik-túnvingli og klóelftingu og mosum af ættkvíslunum Ceratodon og Bryum. Á óblásnu landi dró aftur á móti mest úr tíðni klóelftingar við áburðargjöf, sem er gagnstætt því sem gerist á blásnu landi, en mest aukning var á vallarsveifgrasi, músareyra og grasvíði (15. mynd). Samanburður á gróðri svæða Niðurstöður hnitunarinnar sýna að á blásnu landi (melum, moldum, grjóti og sandi) er tegunda- samsetning í stórum dráttum svipuð á öllum svæðunum (16. mynd). Gróður íHelgufelli og á Öfuguggavatnshæðum er þó að því leyti frá- brugðinn gróðri á Lurk og við Sandá að á fyrr- nefndu svæðunum er í allmörgum reitum meira af fjallasveifgrasi, skeggsanda, melskriðnablómi, melanóru og blávingli, en þessir reitir eru allir neðarlega til vinstri á grafinu (16. mynd). Gróður á óblásnu landi er aftur á móti ólíkari að gerð á svæðunum. Öfuguggavatnshæðir skera sig töluvert frá hinum þar sem reitir þaðan liggja lengra til hægri á grafinu en reitir annarra svæða og eiga lítið sameiginlegt með gróðri á blásnu 21

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.