Fjölrit RALA - 20.03.1995, Síða 29
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG EYVINDARSTAÐAHEIÐI
Flokkun lands - upphafsástand
Eitt af markmiðum rannsóknanna var að kanna
landgerðir á uppgræðslusvæðunum. Niður-
stöðurnar sýndu að í Helgufelli, við Sandá og á
Öfuguggavatnshæðum hefur örfoka land verið
langstærsti hluti uppgræðslusvæðanna (5. mynd).
Þær benda hins vegar til að meira en helmingur
(56%) áborna svæðisins á Lurk sé óblásið land
(5. mynd) sem hefur verið allvel gróið þegar
uppgræðslan hófst. Flatarmálsútreikningar á
gróðurkorti RALA sem gefið var út árið 1970
gefa svipaða niðurstöðu. Samkvæmt gróður-
kortinu hafa um 43% þess svæðis sem afmarkað
er á 21. mynd verið algróin en 20% verið gróin
að 2/3 hlutum. Samkvæmt gróðurkortinu hefur
ógróið land verið um 25% yfirborðs. Rétt er að
benda á að Lurkur er langstærsta uppgræðslu-
svæðið, meira en 2.200 ha að flatarmáli, eða um
helmingur allra uppgræðslusvæða á heiðunum
(Kolbeinn Árnason og Ásmundur Eiríksson
1992). Samkvæmt gróðurkortinu og gögnum
sem safnað var sumarið 1994 hefur áburði verið
dreift á um 1.000 ha af allvel grónu eða algrónu
landi á Lurk. í áfangaskýrslu Landgræðslu
ríkisins til Landsvirkjunar árið 1991 (Stefán H.
Sigfússon og Sveinn Runólfsson 1991) er talið að
á Auðkúluheiði hafi aðeins verið borið á 72 ha af
grónu landi. Það er því ljóst að borið hefur verið
á gróið land í mun ríkari mæli en hingað til hefur
verið talið.
Núverandi ástand jarðvegs og gróðurs á upp-
grœðslusvœðunum og helstu áhrifsþœttir
Jarðvegur og gróðurgerðir
Ljóst er að náttúrleg gróðurframvinda á örfoka
landi er afar hæg, einkum á hálendinu (Elín
Gunnlaugsdóttir 1985) og þvímá reikna með að
mælingamar sem gerðar voru á örfoka landi utan
áborinna svæða gefi nokkuð glögga mynd af
ástandi gróðurs og jarðvegs áður en uppgræðslan
hófst. Sömuleiðis ættu mælingar á óábornu landi
í nágrenni uppgræðslusvæðanna að gefa hald-
góðar upplýsingar um gamalgróinn þurrlendis-
gróður heiðanna, en hann hefur væntanlega
mótast um aldir við þau skilyrði sem þar ráða, svo
sem loftslag og beit. Þessi gróður ætti því að vera í
nokkuð góðu jafnvægi við umhverfi sitt. Rétt er
þó að benda á að hér er um að ræða gróðurlendi
sem í mörgum tilfellum liggja nærri rofjöðrum.
Áfok hefur því að öllum líkindum eitthvað raskað
jafnvægi gróðurs þar. Þá má reikna með að við
áburðardreifingu á uppgræðslurnar hafi dregið
verulega úr beitarálagi á náttúrleg gróðurlendi
heiðanna. Hvort þetta hefur haft mikil áhrif á
gróður í næsta nágrenni uppgræðslusvæðanna er
ekki hægt að fullyrða á þessu stigi.
Ástand jarðvegs og gróðurs var mjög breyti-
legt innan uppgræðslusvæðanna og eins og
vænta mátti var mestur munur á blásnu landi og
óblásnu. Hins vegar var ekki verulegur munur á
milli svæða þegar sams konar landgerðir voru
bornar saman. Áburðargjöf á blásið land lækkaði
sýrustig í jarðvegi og er það í samræmi við
niðurstöður fyrri rannsókna þar sem áburði með
svipaða efnasamsetningu hefur verið dreift á
örfoka land. (Þorsteinn Guðmundsson 1991,
Sigurður H. Magnússon 1994). Kolefni í jarðvegi
var hins vegar svipað á ábomu og óábornu,
blásnu landi sem bendir til að lífræn efni í
jarðvegi hafi ekki aukist að ráði við áburðar-
gjöfina, en fyrri rannsóknir á heiðunum hafa
gefið sams konar niðurstöður (Ólafur Amalds og
Friðrik Pálmason 1986, Þorsteinn Guðmundsson
1991).
Niðurstöðurnar sýndu að áburðargjöf og sáning
á örfoka land hefur ekki breytt gróðri þannig að
hann sé farinn að líkjast þeim þurrlendisgróðri
sem er að finna á gamalgrónum svæðum í
nágrenni uppgæðslusvæðanna (11. mynd). í
stómm dráttum má segja að við áburðargjöfina
hafi aftur á móti myndast gróður sem er nokkurs
konar blanda af graslendi og melagróðri (11. og
12. mynd). Áborið, blásið land var þó mjög
misjafnt að gróðurfari. Sums staðar var gróður
þess mjög líkur upphaflegum melagróðri en
annars staðar vom grastegundir algerlega
ríkjandi.
Á óblásnu landi hafði áburður lítil áhrif á
sýmstig eða á kolefnisinnihald jarðvegs. Líklegt
er að við langvarandi áburðargjöf muni sýrustig
lækka þar eins og á blásnu svæðunum. Mikilla
breytinga er þó varla að vænta þar sem jónrýmd
jarðvegs er yfirleitt meiri á óblásnu landi en á
blásnum melum (Ólafur Amalds og Friðrik
Pálmason 1986, Þorsteinn Guðmundsson 1991).
27