Fjölrit RALA - 20.03.1995, Síða 33
UPPGRÆÐSLA Á AUÐKÚLU- OG EYVINDARSTAÐAHEIÐI
nægja á rúmlega 1.400 ha sem er um 38% af
heildarflatarmáli svæðanna. Þetta er litlu meira en
fram kom við mælingarnar (33%) sem verður að
telja mjög eðlilegt þar sem ávallt verður einhver
skörun við áburðardreifingu.
Stopul áburðargjöf veldur greinilega miklu
álagi á gróður og jarðvegslíf. Við áburðargjöf
hækkar skyndilega magn næringarefna í jarðvegi
sem veldur snöggum breytingum á vaxtar-
skilyrðum bæði gróðurs og jarðvegslífs. Þetta
leiðir til röskunar á því jafnvægi sem ríkt hefur á
viðkomandi stað. Við áburðargjöfina eykst
vöxtur og lostætni plantna (t.d. Ingvi Þorsteins-
son 1991) sem síðan veldur mikilli beit. Við
stopula áburðargjöf má því segja að gróður og
jarðvegslíf verði fyrir stöðugum sveiflum og álagi
þar sem skiptast á næringarrík tímabil og
næringarsnauð, og tímabil með mikilli og lítilli
beit. Þessar sveiflur ráðast bæði af áburðarmagni
og hversu oft er borið á. Ætla má að tíðni
áburðardreifingar og magn hafi einnig veruleg
áhrif á nýtingu næringarefna og útskolun úr
jarðvegi. Ef mikið er borið á og gróður lítill má
t.d. gera ráð fyrir slæmri nýtingu áburðar og
mikilli útskolun. Því má reikna með að miklu
máli skipti fyrir gróðurþróun svæðanna hvernig
staðið er að áburðardreifingu, ekki aðeins hversu
mikið er borið á heldur einnig hversu oft.
Nokkrar ábendingar um framkvæmd upp-
grœðslu á heiðunum
í samningnum milli landeigenda og virkjunar-
aðila var megináhersla lögð á beitargildi og þar
með á fóðurframleiðslu en lítið sem ekkert tillit
tekið til annarra þátta. Ekki verður því annað sagt
en að markmiðin hafi verið nokkuð einhliða. Við
uppgræðslu á heiðunum er æskilegt að taka tillit
til mun fleiri atriða og má í því sambandi nefna
stöðvun jarðvegs- og gróðureyðingar, uppbygg-
ingu jarðvegs, myndun stöðugra gróðursam-
félaga og viðhald fjölbreytileika. Rétt er að
minna á að í raun hefur verið tekið tillit til mun
fleiri þátta en fóðurframleiðslu við þær rann-
sóknir sem gerðar hafa verið í sambandi við
uppgræðslurnar á heiðunum (t.d. Þorsteinn
Guðmundsson 1991, Þóra Ellen Þórhallsdóttir
1991, Hólmfríður Sigurðardóttir 1991).
Þótt markmiðum uppgræðslu verði breytt
þannig að tillit verði tekið til fleiri þátta en
beitargildis þarf það ekki að þýða að krafan um
fóðurframleiðslu sé sett til hliðar. Þvert á móti er
líklegt að þessi mismunandi markmið geti farið
saman, sérstaklega þegar til lengri tíma er litið.
Má t.d. benda á að á grónu landi eykur hófleg
beit yfirleitt fjölbreytni gróðurs (Borgþór
Magnússon og Sigurður H. Magnússon 1992,
Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1991) og getur stuðlað
að aukinni hringrás næringarefna í vistkerfinu
(Chapin o.fl. 1986).
Reynsla af uppgræðslunni hefur sýnt að með
áburðargjöf og sáningu á örfoka land er hægt að
uppfylla þær kröfur sem gerðar voru um fóður-
framleiðslu (t.d. Ingvi Þorsteinsson 1991). Hins
vegar er eðlilegt að athuga hvort ekki sé hægt að
standa þannig að verki að það fjármagn sem lagt
er í þessar framkvæmdir nýtist betur. Ef takast á
að ná markvissari árangri á fleiri sviðum upp-
græðslu en framleiðslu fóðurs er nauðsynlegt að
endurskoða markmið og framkvæmd upp-
græðsluaðgerða. Hér er ekki ætlunin að skil-
greina ný markmið eða segja fyrir um hvernig
staðið skal að uppgræðsluaðgerðum í smáatriðum
heldur aðeins bent á nokkur atriði sem mætti
breyta við framkvæmd uppgræðslustarfsins.
Hvar er æskilegast að græða upp?
Mikilvægara er að græða upp örfoka land og
rofjaðra en að bera á algróið land. Við þetta
vinnst m.a. eftirfarandi:
1. Heildarflatarmál gróins lands eykst.
í ljósi þess að sauðfé hefur fækkað
verulega á heiðunum skapast nú mögu-
leikar á að leggja meiri áherslu á upp-
græðslu en á fóðurframleiðslu. Við þetta
eykst heildarflatarmál beitilands þannig að
beitarálag ætti að minnka þegar á heildina
er litið sem kæmi þá bæði gróðri og búfé
til góða.
2. Rof stöðvast og þar með jarðvegs- og gróður-
eyðing.
Uppgræðsla rofjaðra og örfoka lands í
nágrenni þeirra kemur í veg fyrir frekari
jarðvegs- og gróðureyðingu. Rétt er að
benda á að uppgræðslusvæðið á Öfug-
uggavatnshæðum er geysilangur rofjaðar
sem tekinn hefur verið til uppgræðslu.
Þetta svæði er gott dæmi um hvar æskilegt
er að græða upp.
3. Gróðri á óblásnu landi er ekki raskað.
31