Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 14
Núverandi ástand kallar ekki á lömun samfélagsins eða viðvarandi krísuástand. Halldór Benja- mín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins Órjúfanlegur hluti af jólunum Það er kominn tími til að draga markvisst úr þessari lang varandi óvissu og setja fram sk ý r a á æ t lu n u m aðgerðir til loka farald­ ursins,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Fréttablaðið. Þannig verði næstu sóttvarnaaðgerðir fyrirsjáanlegri og um leið líklegar til að njóta breiðs stuðnings í samfélaginu öllu. Samtök atvinnulífsins kalla eftir því að stjórnvöld nýti reynsluna af baráttunni við útbreiðslu kóróna­ veirunnar og útbúi skýran ramma um aðgerðir næstu mánaða. Þau telja að sóttvarnaaðgerðir næstu mánaða þurfi að uppfylla þrjú skil­ yrði. Í fyrsta lagi að skýr og tímasett áætlun sé um afléttingu afmarkana. Í öðru lagi þarf að setja fram töluleg viðmið þar sem frekari liðkun eða hömlur eða eru tengdar við nýgengi smita. Og í þriðja lagi að sóttvarnaráð­ stafanir séu innbyrðis samkvæmar, skiljanlegar almenningi og höfðað sé til ábyrgðar hvers og eins um að verja sig og aðra. „Óvissa um síbreytilegar aðgerðir hefur sett skólahald, starfsemi fyrir­ tækja og öll áform í samfélaginu í uppnám,“ segir Halldór. Draga þurfi markvisst úr þessari langvarandi óvissu og setja fram skýra áætlun. Nýgengi kórónaveirusmits, það er smit á hverja 100 þúsund íbúa síð­ ustu tvær vikur, mælist hvergi lægra en á Íslandi samkvæmt tölum Sótt­ varnastofnunar Evrópu (ECDC). „Núverandi ástand kallar ekki á lömun samfélagsins eða viðvarandi krísuástand. Góður árangur við takmörkun útbreiðslu smita náðist með samstilltu átaki,“ segir Halldór. Þá leggur hann áherslu á að per­ sónulegar sóttvarnir verði áfram undirstaða í baráttunni gegn veirunni og þjóðin hafi lært mikið á þessu ári. „Rýmkun takmarkana á sama tíma og almenningur er hvattur til ábyrgrar hegðunar þarf ekki valda sjálfkrafa aukningu nýrra tilfella,“ bætir hann við. Að mati Samtaka atvinnulífsins þarf að kynna skýra áætlun um rýmkun takamarkana sem jafn­ framt gefur fyrirheit um enn frek­ ari rýmkun ef nýgengi smits helst innan fyrirfram ákveðinna marka. Aukist smit á ný verði gripið til ákveðinna fyrirfram kynntra ráð­ stafana og þær hertar ef þörf krefur. Núverandi samkomutakmark­ anir, sem miða við að tíu manns megi koma saman, falla úr gildi 2. desember. Halldór bendir á að erfitt sé fyrir fyrirtæki og almenning að búa við áframhaldandi óvissu. „Óvissa er um jólahald og nýtt ár mun því miður markast af miklu atvinnuleysi og efnahagslegum erfiðleikum á mörgum heimilum,“ segir hann. Yfirvöld stefna að því að kaupa bóluefni fyrir minnst 70 prósent þjóðarinnar. Í tilkynningu sem Embætti landlæknis sendi í síð­ ustu viku kom fram að ekki væri ljóst hvenær almenn dreifing á bóluefninu myndi hefjast og því síður hversu hratt einstaka þjóðir myndu fá það magn sem áætlað er að kaupa. Því er óvíst hvenær bólu­ setning hefst hér á landi þó að vonir séu bundnar við að hún geti hafist á fyrri hluta næsta árs. „Smit heldur áfram að greinast, í mismiklum mæli, þar til bólu­ setning landsmanna og stórs hluta heimsbyggðarinnar er lokið,“ segir Halldór. „Í því ljósi er mikilvægt að sóttvarnaaðgerðir séu ítarlega rök­ studdar og njóti skilnings og sam­ stöðu samfélagsins alls.“ Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á ekki von á því að atvinnuástandið hér á landi batni fyrr en bólusetning hefst. Þetta kom fram í máli hennar á upp­ lýsingafundi almannavarna í gær Unnur sagði atvinnuleysi stefna í 12,2 prósent í desember og að um 25 þúsund manns væru nú án atvinnu að hluta eða öllu leyti. Aldrei áður hefðu sést slíkar tölur hér á landi. „Það eru svo margir óvissuþættir, það er þetta bóluefni sem hefur mjög mikið að segja. Ég held að það verði mikill skurðpunktur þegar það verður byrjað að bólusetja vegna þess að þá verða náttúrulega miklar væntingar um að allt fari af stað,“ sagði Unnur. Víðir Reynisson, yfirlögreglu­ þjónn hjá almannavörnum, býst við því að hægt verði að kynna til­ slakanir á gildandi samkomutak­ mörkunum „Það eru hugmyndir um það að slaka á einhverju og ef þetta heldur svona áfram þá verður hægt að rýmka ýmislegt sem gerir það að verkum að við getum haldið jólin í einhverju skárra formi en við kannski sáum fyrir tveimur vikum síðan,“ sagði Víðir í kvöldfréttum RÚV síðasta sunnudag. thorsteinn@frettabladid.is Vilja marka skýrari leið í sóttvörnum Samtök atvinnulífsins kalla eftir meiri fyrirsjáanleika í sóttvarnaaðgerðum. Liðkun og hömlur tengdar við töluleg viðmið eins og nýgengi smits. Framkvæmdastjóri SA segir núverandi ástand ekki kalla á lömun samfélagsins. Persónulegar sóttvarnir lykillinn. Núverandi samkomutakmarkanir, sem miða við að 10 manns megi koma saman, falla úr gildi 2. desember næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þrjú skilyrði SA fyrir sóttvarnaaðgerðum 1. Skýr og tímasett áætlun um afléttingu takmarkana. 2. Töluleg viðmið þar sem frekari hömlur eða aflétting þeirra eru tengdar við ný- gengi smits. 3. Sóttvarnaráðstafanir séu inn- byrðis samkvæmar, skiljan- legar almenningi og höfðað sé til ábyrgðar hvers og eins um að verja sig og aðra. Bretinn John Shrimpton, annar af stofnendum asíska vog­unarsjóðsins Dragon Capital, meira en tvöfaldaði eignarhlut sinn í Icelandair Group í síðustu viku, þegar hann bætti við sig 200 millj­ ónum hluta að nafnvirði og er hann núna kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa flugfélagsins. Shrimpton er skráður fyrir 350 milljónum hluta að nafnvirði, eða sem nemur 1,23 prósenta eignar­ hlut, en miðað við núverandi gengi bréfa félagsins – sem stóð í 1,41 krónu á hlut við lokun markaða í gær – er markaðsvirði þess hlutar nærri 500 milljónir króna. Shrimp­ ton kom fyrst inn í hluthafahóp Icelandair fyrr í þessum mánuði þegar hann keypti rúmlega hálfs prósents eignarhlut. Á sama tíma og Shrimpton hefur aukið verulega við eignarhlut sinn í Icelandair hefur Lífeyris­ sjóður starfsmanna ríkisins (LSR) minnkað hlut sinn í f lugfélaginu um 540 milljónir hluta að nafnvirði, eða sem nemur um 760 milljónum króna að markaðsvirði. Eftir þá sölu er LSR ekki lengur stærsti hluthafi Icelandair og nemur eignarhlutur sjóðsins nú um sex prósentum. LSR var á meðal þeirra lífeyris­ sjóða sem tóku þátt í hlutafjárút­ boði Icelandair um miðjan septem­ ber, þar sem félagið sótti sér samtals 23 milljarða á útboðsgenginu ein króna, en sjóðurinn skráði sig þar fyrir tveggja milljarða hlut. Shrimpton er í dag stærsti erlendi fjárfestirinn í hluthafahópi félags­ ins en bandaríski fjárfestingar­ sjóðurinn Par Capital, sem var um tíma stærsti hluthafi Icelandair, seldi allan 1,5 prósents hlut sinn um miðjan síðasta mánuð. – hae Breskur fjárfestir í hóp stærstu hluthafa Gengi Icelandair hækkað um 41 prósent frá útboði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MARKAÐURINN 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.