Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 30
Hvað einkennir heimsborgina London þegar kemur að tísku? Hún hefur á sér heimsborgara- legan stíl, rétt eins og borgin er sjálf, en það fer algjörlega eftir því hvar maður er staddur innan hennar, allt frá „street style“ yfir í „city chic“. Eru enskar konur meðvitaðar um tískuna og vel til hafðar yfirleitt? Já, þær hugsa vel um sig og vilja vera smart til fara. Hvað gætu enskar konur lært af þeim íslensku í tengslum við tísku? Að þora. Það þurfa ekki allir að vera alveg eins. Hvaða bresku konur dáirðu mest í tískulegu samhengi? Mér finnst Vivienne Westwood mjög skemmtileg. Hún býr í sama hverfi og ég, er alltaf svo töff og ég sé hana oft hjólandi. Kate Moss var líka alltaf mjög kúl en sést sjaldnar eftir að hún hætti að vera mikið úti á lífinu. Alexa Chung er súper flott í tauinu, Díana prinsessa var æði, ég dýrka Stellu McCartney og Marianne Faithful er flott í sam- henginu rokk og ról. Hverju klæðast Lundúnadömur? Trendið hjá enskum konum er gallabuxur, parkaúlpa og flottir strigaskór eða stígvél. Það fer reyndar eftir því hvar maður er staddur í borginni. Þar sem ég bý mæta mæður með börn sín í skólann í leikfimifötunum og hlaupa þaðan beint í leikfimi og vinnuna á eftir. Ætli flestir séu ekki í þess konar klæðnaði núna út af heimsfaraldrinum, í það minnsta neðri parturinn. Ég hef allavega séð fólk úr fínni hverfum borgarinnar og sem er vanalega mjög flott til fara vera bara á nærbuxunum við fína skyrtu á zoom-fundum. Hver er þinn eftirlætis hönnuður í Lundúnum? Mér finnst Henry Holland æðis- legur. Mikið um liti og munstur og hann er bara súper svalur. Leitastu við að kaupa þér breskan tískuvarning? Nei, ég er frekar evrópsk í fatainnkaupum, heillast af hinni frönsku Isabel Marant, dönskum fatamerkjum, Anine Bing og Stinu Goyard, og svo „high street“ merkjunum Zara og H&M. Jú, ekki má gleyma tískuhúsinu Rixo. Þar eru tvær enskar stelpur með eigin hönnun og ég hef keypt mikið af þeim. Rixo er frábær stoppistöð ef maður er á leið í partí. Annað breskt fyrirtæki er Perfect Moment, með einn alflottasta skíðafatnað sem ég hef séð, en hann er fokdýr þannig að maður kaupir hann ekki á hverjum degi. Eru Lundúnabúar á eftir eða undan Íslendingum þegar kemur að tísku? Það er erfitt að segja. Lundúna- búar eiga kannski auðveldara með að nálgast tískuvarning fyrr og fá hann á betra verði. Mér finnst Íslendingar annars mjög fljótir að taka upp trend og þegar ég kem heim finnst mér fólk almennt flott til fara. En það er alveg á hreinu að Íslendingar eru langt á undan sinni samtíð með tvennt: Það er klassíska lopapeysan sem er algjörlega að slá í gegn í Lundúnum nú og sokkar í sandölum! Ég er aðeins að reyna að koma því lúkki á hérna megin við hafið en fæ enn sem komið er bara skrýtið augnaráð. Held að mitt hverfi sé ekki tilbúið fyrir sokka og inniskó. Hvað hafa enskar konur kennt þér í sambandi við tísku og útlit? Það er að halda sér mjög vel til, fara reglulega í neglur, litun og plokkun, og brasilískt vax, nei, ég grínast nú með það síðastnefnda. Ætli það sé ekki enn og aftur að tískuvarningur hér úti er ekki eins dýr og heima. Fólk getur frekar leyft sér að tolla í tískunni. Hvaða búðir eru í uppáhaldi hjá þér í tískuborginni London? Í dálæti eru Selfridges, Libertys og Harrods, ekki bara vegna tísku- varningsins heldur líka bygg- inganna og upplifunarinnar. Það er ákveðin stemning að labba inn í þessar búðir. Svo eru mjög flottar litlar tískubúðir í London, svo- kallaðar „boutiques“, þar á meðal Relik sem selur „vintage“ fatnað og fylgihluti, The West Village í Nott- hing Hill-hverfinu þar sem ég vann endur fyrir löngu, og Pom sem er gullfalleg, lítil tískubúð í Wands- worth. Fylgistu með enskum áhrifa- völdum þegar kemur trendi? Já, ég er svo heppin að ein vin- kvenna minna, Emma Gordon á MrsstylistLDN er alltaf til staðar þegar ég þarf innblástur. Bella Freud er líka svöl, ég elska stíl Lauru Bailey og Pandora Sykes er guð- dómlega flott. Hefurðu tileinkað þér sitthvað enskt í eigin útliti og stíl? Já, ég fer reglulega í neglur, sem eru reyndar ekki sjón að sjá í dag, því það er allt lokað út af veirunni. Ég nota ekki andlitsfarða dagsdag- lega heldur gott andlitskrem með sólarvörn, maskara og augnblýant. Ég veit ekki hvort það sé endilega enskt en mér finnst skemmtilegast að mixa saman „high end“ og „high street“. Að vera í einhverju gæjalegu frá Zöru, í Gucci-strigaskóm eða Isabel Marant-stígvélum og með „vintage“ nælu. Ég ætlaði svo að tileinka mér silkislæðu um höfuðið, eins og sjálf Bretadrottning er þekkt fyrir, en það er nýjasta tískan hér út af Crown-sjónvarpsseríunni. Það mun þó ekki gerast og fer mér alveg agalega illa. Hvernig verður jólakjóllinn í ár? Það verður sennilega ekki jóla- kjóll heldur jakkaföt og eitthvað með glysdoppum, jafnvel málm- áferð. Kemurðu til Íslands um jólin? Nei, því miður. Jólin verða bara kósí heima í London í ár. Við erum yfirleitt öll saman, börnin hans Jamies koma yfir og mamma þeirra. Hefðin er yfirleitt sú að annað hvort erum við hér heima eða förum út að borða jólamatinn. Hér eru jólapakkarnir opnaðir að morgni jóladags en ég fæ sem betur fer að halda í fáeinar gamlar hefðir heiman frá Íslandi. Alltaf þegar klukkan slær sex á aðfanga- dagskvöld og kirkjuklukkurnar hringja fer ég að gráta, en svo gleðst ég aftur þegar ég set aspassúpuna á borðið og fæ mér malt og appelsín. Krakkarnir fá líka alltaf að opna einn pakka frá Íslandi á aðfanga- dagskvöld. Hvað er annars að frétta af þér úr Lundúnaborg? Allt gott. Ég er á fullu að setja saman plötu sem ég ætla að gefa út á nýárinu. Ég er rosalega ánægð með hana eins og komið er. Þetta eru ný og gömul lög sem ekki hafa heyrst áður. Vonandi næ ég bara að losna við hæsið úr hálsinum svo ég nái að syngja öll lögin áður en desember er úti. En það er alveg á hreinu að Íslend- ingar eru langt á undan sinni samtíð með tvennt þegar kemur að tísku: Það er lopapeysan sem er nú algjörlega að slá í gegn í London og sokkar í sandölum! Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is London ekki tilbúin í sokka við sandala Heimsdaman Heiðrún Anna Björnsdóttir segist ekki komast upp með að fylgja nýjasta tískuæðinu í London, sem er slæða að hætti Elísabetar Englandsdrottningar. Heiðrúnu finnst gaman að tvinna saman high street og high end stíl. Heiðrún Anna leggur nú lokahönd á nýja plötu. MYNDIR/VENETIA CURTIS FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Ruth Bergsdóttir markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 694 4103/ ruth@frettabladid.is BÓKAJÓL Veglegt sérblað Fréttablaðsins um bækur kemur út 11. desember nk. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.