Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 42
Nú á morgun, föstu-daginn 27. nóvem-ber, verður lista-verkauppboð hjá Direkte Auktion í Berlín. Listaverk myndlistarkonunnar Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur, Ventur Capital, er á meðal verkanna en ekki í formi hefðbundins listaverks heldur er um að ræða gjörning. Hug- mynd Katrínar er að þegar verkið hefur verið selt hæstbjóðanda á uppboðinu, þá muni hún vinna á vinnustofu sinni í Myndhöggvara- félagi Reykjavíkur frá 1. desember til 31. desember og skapa ný verk innan verksins sem verða þá eign hæstbjóðanda og hennar. „Mér er sagt að þetta þyki sögu- legt í myndlistarheiminum enda mun þetta ekki hafa verið gert áður, allavega þekkja uppboðshaldarar í Berlín ekki dæmi um það. Hæst- bjóðandi er að kaupa traust mitt og tíma minn og verk sem ég kem til með að gera í mánuð,“ segir Katrín. „Uppboðið er haldið hjá Direkte Auktion, virtu og frægu uppboðs- fyrirtæki sem sérhæfir sig í alls konar hefðbundum uppboðum, en vegna kórónaveirunnar er nú verið að reyna að færa listaverkauppboð nær starfandi listamönnum og selja verk beint úr stúdíóum þeirra. Næsta uppboð verður síðan í apríl á næsta ári.“ Ímynd uppboðsins Nokkrir sýningarstjórar voru beðnir um að velja hver og einn 30 listamenn. Einn sýningarstjóranna sá sýningu á verkum Katrínar sem nú stendur yfir í galleríi Gudmunds- dottir í Berlín og valdi hana til þátt- töku. Uppboðið stendur í þrjá daga og verk eftir um 300 listamenn verða boðin upp. Katrín er eini lista- maðurinn sem lætur bjóða í vinnu sína. „Ég tek eftir því að uppboðs- haldarar eru að nota þetta innlegg mitt í uppboðið sem hvatningu og ímynd uppboðsins. Þeim finnst mikilvægt að ef la trú á samtíma- myndlist og að fólki kaupi verk sem eru nýsköpun og óvenjuleg og sýni hlutina í nýju samhengi,“ segir hún. Fyrsta boðið í vinnu hennar er 550 þúsund en búast má við nokkr- um tilboðum þannig að lokatalan verður mjög líklega mun hærri. „Þetta er í samræmi við grunn- laun í Þýskalandi. Ég miða við 40 klukkustunda vinnuviku á vinnu- stofu minni í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur frá 1. desember til 31. desember. Segjum að ég búi til 10 verk þá á hæstbjóðandi helminginn í þeim á móti mér. Hann gæti keypt mig út og eignast öll verkin sjálfur en við gætum líka selt verkin og skipt ágóðanum á milli okkar.“ Rómantískt stúdíólíf Spurð hvernig verk hún ætli að gera í desembermánuði segir Katrín: „Ég er með svo margar hugmyndir að ég get ekki beðið eftir að byrja að skapa verk í rómantísku mengi starfandi myndlistarmanns. Ég er með hug- myndir að ljósaverkum og ljósa- krónum, skúlptúrum, lágmyndum og vídeóverkum. Mig dreymir um rómantískt líf í stúdíóinu þar sem ég er að skapa verk og lesa þess á milli – og auðvitað í heimspekilegum sam- ræðum við listaverkasafnara minn á hverjum degi.“ Þeir sem hafa áhuga á að bjóða í verkið Ventur Capital númer 262 geta haft samband við: info@jvv- berlin.de, +49 171 4828289. Uppboðið fer fram á vefnum jvv-berlin.de/direkteauktion HÆSTBJÓÐANDI ER AÐ KAUPA TRAUST MITT OG TÍMA MINN OG VERK SEM ÉG KEM TIL MEÐ AÐ GERA Í MÁNUÐ. Afar óvenjulegt innlegg í uppboð Myndlistarkonan Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir tekur þátt í uppboði í Berlín. Verk sem hún vinnur í desembermánuði verða eign hæstbjóðanda og hennar. Katrín Inga getur ekki beðið eftir að vinna verk fyrir hæstbjóðanda og er með ótal hugmyndir í gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Nocturne er yfirskrift ljós-my ndasý ningar Hröfnu Jónu Ágústsdóttur sem opnuð hefur verið í Skoti Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Verkið fangar ævintýraveröld næturinnar í hversdagslegu, íslensku borgar- landslagi, lágstemmdan en marg- slunginn heim sem hreyfir við til- finningum áhorfandans. „Ég er náttfari og hef alltaf verið, ég er á heimavelli í rökkrinu, sköpunarkraftur minn nærist á myrkrinu og ég lifna við. Nóttin er förunautur dagsins, hún breytir heiminum og gerir hann minni, kannski einfaldari. Allt er hljótt, fáir eru á ferli nema kettir og ein- staka náttuglur. Myrkrið er mjúkt, myrkrið er spennandi, það er kalt, hlýtt eða óttablandið. Myrkrið breytir götunum í upplýsta árfar- vegi sem renna fram hjá trjám sem varpa dulúðlegum skuggum inn í garðana. Myrkrið dregur fram og ýkir upp það sem við sjáum ekki með eigin augum, öll skúmaskotin, alla skuggana. Svo er einn og einn gluggi upplýstur, ég vil komast að leyndarmálunum sem þar búa að baki. Hver er vakandi? Af hverju? Hvað á sér stað á bak við glugga- tjöldin?“ – Hrafna Jóna Ágústsdóttir. Hrafna Jóna Ágústsdóttir lauk diplómanámi í skapandi ljósmynd- un í Ljósmyndaskólanum árið 2020 og hefur unnið að list sinni síðan. Sýningin er opin mán. - fös. 12-17, lau. 13-16, en lokað er á sunnudög- um. Sýningunni lýkur 1. febrúar 2021. Hrafna Jóna sýnir borgarlandslagið í nýju ljósi Ein ljósmyndanna á sýningunni. Hljómdiskur Sinfóníuhljóm-sveitar Íslands, Concurr-ence, undir stjórn Daní- els Bjarnasonar, er tilnefndur til Grammy-verðlauna í f lokknum Besti hljómsveitarf lutningur. Á disknum f lytur Sinfóníuhljóm- sveit Íslands ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld: Önnu Þorvalds- dóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þor- steinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Sinfó og Daníel tilnefnd til Grammy Hljómdiskurinn sem er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna. 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.