Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.11.2020, Blaðsíða 28
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Brúðarkjóll Díönu var engin smásmíði á sínum tíma og framleiðendur The Crown vilja láta hlutina ganga eðlilega fyrir sig. Þannig tók 600 klukku- stundir að sauma eftirlíkingu af kjólnum. Þrjár manneskjur þurfti til að sauma kjólinn sem var fjóra mánuði í vinnslu. Þrátt fyrir allan þennan tíma sem tók að gera kjólinn er hann aðeins sýndur í nokkrar sekúndur í þættinum. Brúðkaup Díönu og Karls Breta- prins kemur fyrir í fjórðu þáttaröð The Crown. Brúðarkjóll Díönu var umdeild- ur á sínum tíma. Sumir kölluðu hann ofskreytta rjómatertu. Kjóll- inn var úr fínasta silki, skreyttur dýrindis blúndum, perlum og pallíettum. Hann kostaði á sínum tíma á aðra milljón króna, sem á núvirði hefur meira en tvöfaldast. Díana og Karl giftu sig í Dómkirkju heilags Páls í London 29. júlí 1981. Enginn brúðarkjóll þykir merki- legri en sá er Díana klæddist á brúðkaupsdaginn. Leikkonan Emma Corrin fer með hlutverk Díönu og hún klædd ist kjólnum góða sem hann- aður var af Amy Roberts, búninga- hönnuði þáttanna, í þættinum. Til að hægt væri að gera kjólinn sem líkastan þeim sem Díana klæddist fékk Amy góð ráð frá uppruna- legum hönnuðum, þeim David og Elizabeth Emanuel. Blúndur voru keyptar hjá sama framleið- anda. Díana prinsessa valdi sjálf hönnuðina fyrir sinn brúðarkjól. Emma Corrin þurfti að máta Netflix-kjólinn fimm sinnum áður en hann var kláraður. Slörið er lengra en hjá Díönu, eða alls níu metrar. Um 95 metrar af efni fóru í kjólinn og 100 metrar af blúndu. Synir Díönu, prinsarnir Harry og Vilhjálmur, erfðu kjól móður sinnar sem er vel geymdur. Þess má geta að búningarnir í þáttunum eru allir mjög vel gerðir og hönnuðurinn kynnti sér stíl og persónuleika þeirra persóna sem koma fram í þeim. Amy Roberts segist hafa haft sérstaklega gaman af því að hanna föt fyrir Margaret Thatcher, en hún var ávallt mjög smekklega klædd og hugsaði mikið um útlitið. Eftir því var tekið að Thatcher var oft bláklædd en sá litur þykir vera merki um völd. Hún gekk gjarnan í skyrtum með slaufu og hárið var alltaf fullkomlega uppsett. Áhorfendur ættu að gefa búningum þáttanna sérstakan gaum. 600 tímar fóru í að sauma brúðarkjólinn Þættirnir The Crown á Netflix eiga sér marga aðdáendur. Ekkert er til sparað við gerð þáttanna. Nú er það brúðar- kjóll Díönu sem vekur einna mesta athygli áhorfenda. Brúðarkjóllinn sem Emma Corrin klæðist í þáttunum er engin smásmíði. Slörið er meira að segja lengra en á kjól Díönu prinsessu. MYND/NETFLIX Sigríður fylgist vel með nýjum straumum og stefnum í hár-tískunni en hún á hárgreiðslu- stofuna Zenz í Reykjavík. Hún segir að mikil breidd sé í háralitum þessa dagana. „Það er mjög vinsælt að leika sér með skæra liti, til dæmis bláan, grænan, bleikan og vínrauð- an, og mér finnst fólk almennt vera til í að prófa eitthvað alveg nýtt. Við köllum þessa liti Crazy Colors, enda eru þeir mjög áberandi. Sumir vilja lita allt hárið en aðrir láta nægja að lita toppinn eða nokkra lokka við andlitið,“ segir Sigríður og bætir við að núna sé meira í tísku en áður að vera með stutt hár, sér- staklega hjá yngri konum. „Þær eru að fara úr þessu síða, ljósa hári yfir í styttra hár og jafnvel tjásuklipp- ingar. Svo er að verða mjög vinsælt að vera með sítt að aftan og stuttan topp. Í raun er mikil hreyfing á hártískunni núna og margir sækja innblástur til níunda áratugarins. Mikið er um að fólk vilji ramma inn andlitið og þá koma styttri toppar og styttur sterkar inn.“ Kaldir og hlýir tónar í bland Vinsælt er að vera með skyggingu í hárrótinni en það gefur háralitnum vissa dýpt. „Við fáum líka marga til okkar sem vilja fá kalda tóna í hárið en svo eru líka ófáir sem eru hrifnir af djúpum litum, til dæmis kopar- brúnum. Síðan fer aldrei úr tísku að vera með náttúrulegt og glansandi hár, sem geislar af heilbrigði,“ segir Sigríður, sem lumar á leyniráði til að svo megi verða. „Ég mæli með að fólk noti eplaedik í hárið á sér heima. Þessar miklu veðrabreytingar sem fylgja vetrartímanum geta þurrkað hárið og margir fá kláða í hársvörðinn. Þá er gott að segja 1/3 edik á móti 2/3 af vatni og hella yfir hárið, láta það bíða í 2-3 mínútur, skola svo úr og setja næringu í það. Þetta er líka mjög gott fyrir alla sem eru með einhver vandamál í hársverðinum. Svo er betra að nota sléttujárn og hárblásara sparlega. Það fer ekki vel með hárið að slétta það og blása daglega, það verður þurrt og jafnvel líflaust. Hárið þarfnast raka, rétt eins og húðin, og því er gott að nota djúpnæringu reglulega,“ segir Sig- ríður. „Hjá Zenz fást umhverfis- og eiturefnalausar hárvörur, sem eru hvorki með silkoni né parabenum, en stofan er hluti af Zenz-keðjunni sem frá Danmörku,“ upplýsir hún. Áhrif frá níunda áratugnum Sigríður segir greinilegt að TikTok og Pinterest hafi áhrif á hártískuna. „Ég fæ oft ungt fólk með myndir og jafnvel myndbönd af þessum miðlum til að sýna hvernig klipp- ingu og lit það vill fá. Það er stutt síðan viðskiptavinur kom með mynd af Meg Ryan, frá því á níunda áratugnum, og annar með mynd af Winonu Ryder frá því hún lék í Beetlejuice og vildi eins klippingu. Það er gaman að því hvernig tískan fer í hringi,“ segir Sigríður. Sítt að aftan aftur í tísku Sigríður Ragna Kristjánsdóttir hárgreiðslumeistari segir hártískuna í vetur einkennast af djúpum, hlýjum litum í bland við kaldari tóna. Unga kynslóðin er óhrædd við að leika sér með skæra liti . Sigríður lumar á leynitrixi svo hárið verði fallegt og glansandi. Mjög vinsælt er að vera með sítt að aftan og stuttan topp ásamt mis- munandi litatónum. MYNDIR/AÐSENDAR Skærir litir eru mjög áberandi þessa dagana og margir koma með myndir af TikTok og Instagram til að fá draumalitinn og -klippinguna. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.