Fréttablaðið - 26.11.2020, Síða 34

Fréttablaðið - 26.11.2020, Síða 34
Þetta er leikmaður sem var í sérstöku uppáhaldi hjá mér og að mínu mati er hann besti knattspyrnu- maður sög- unnar. Arnór Guðjohnsen 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R24 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð FÓTBOLTI Knattspyrnuheimurinn var sleginn þegar fregnir bárust af því að argentínska knattspyrnugoð- sögnin Diego Armando Maradona hefði andast í gær, sextugur að aldri. Maradona var í sérstöku uppáhaldi hjá Arnóri Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmanni í knattspyrnu, en leiðir þeirra lágu saman nokkrum sinnum á æviskeiði Maradona. „Það er mikið áfall að heyra þessi tíðindi og afar sorglegt. Þetta er leikmaður sem var í sérstöku uppá- haldi hjá mér og að mínu mati er hann besti knattspyrnumaður sögunnar. Hann var náttúruundur í knatt- spyrnunni og það var unun bæði að sjá hann spila og njóta þess heiðurs að vera inni á sama velli og hann. Maradona var listilega góður með boltann, en auk þess að geta skapað færi fyrir sjálfan sig gerði hann sam- herja sína betri, sem er frábær eigin- leiki að búa yfir. Fyrsta skipti sem ég varð vitni að knattspyrnusnilli hans var þegar ég var viðstaddur leik Argentínu við Holland í Bern í Sviss. Hann var þá ungur leikmaður sem var að brjótast fram á sjónarsviðið. Þarna var hann tæplega tvítugur og það var augljóst að þarna var goðsögn að fæðast,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið um Maradona. „Þegar ég var nýkominn til And- erlecht í Belgíu árið 1983 spiluðum við boðsleik við Barcelona þegar ný stúka var vígð á vellinum okkar. Maradona spilaði þá með Barcelona í þeim leik og það sást bersýnilega þegar maður var á sama velli og hann hversu einstakur leikmaður hann var. Ég sá hann svo sex árum síðar þegar ég mætti á leik Napoli og Bayern München í undanúrslitum í Evrópukeppni félagsliða. Þá tók ég einna helst eftir því hvernig hann hitaði upp. Hann rölti inn á völlinn skömmu fyrir leik, hélt boltanum á lofti og tók eitt víti. Þegar út í leikinn var komið var hann svo langbestur á vellinum og fíf laði leikmenn Bayern München algerlega upp úr skónum. Samvinna hans og Careca í sóknarlínunni var algerlega frábær og hann mataði hann með geggjuðum sendingum eftir einleiki sína. Það eru forrétt- indi að hafa náð að spila á móti honum og sjá hann leika listir sínar með berum augum,“ segir hann. „Ég hitti hann svo fyrir leik Íslands og Argentínu á heimsmeist- aramótinu í Rússlandi árið 2018. Þá spjallaði ég við hann í boðssal fyrir leikinn og það fór bara vel á með okkur. Hann var kurteis og þægileg- ur í samskiptum sínum við mig en við rifjuðum upp þegar það stóð til að Maradona tæki við liði einhvers staðar á Arabíuskaganum og það voru þreifingar um að Eiður Smári myndi ljúka ferlinum þar undir hans stjórn. Það var gaman að hitta hann þarna í Moskvu,“ segir Arnór um kynni sín af honum utan vallar. Bjarni Felixson, fyrrverandi íþróttafréttamaður hjá RÚV, lýsti fjölmörgum leikjum sem Maradona spilaði á ferli sínum. Bjarni á hlýjar minningar af knattspyrnuferli arg- entínska knattspyrnusnillingsins. „Ég fylgdist með honum á heims- meistaramótunum sem við vorum að sýna frá og hann var stórkostleg- ur fótboltamaður. Hann gat unnið leiki upp á eigin spýtur eins og hann sýndi hvað eftir annað. Við sýndum líka leiki hjá Napoli þar sem hann gerði frábæra hluti. Hann er einn af bestu knattspyrnumönnum allra tíma,“ sagði Bjarni Felixson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og síðar íþróttafréttamaður til margra ára, aðspurður út í feril Maradona. hjorvaro@frettabladid.is SPORT KÖRFUBOLTI Löng vegferð karla- landsliðsins í körfubolta í undan- keppninni fyrir HM 2023 hefst á ný í kvöld, þegar Ísland mætir Lúxemborg í Slóvakíu. Þetta er fyrri leikur íslenska liðsins af tveimur í þessu landsleikjaverkefni og fara þeir fram í „búbblu” í höfuðborg Slóvakíu. Seinna í dag mætast Sló- vakía og Kósovó í sama riðli en tvö lið fara áfram á næsta stig for- keppninnar fyrir undankeppnina fyrir HM 2023. Þetta verður 38. viðureign Íslands og Lúxemborg og hafa Íslendingar fagnað sigri í 32 leikjum af 37 til þessa. Liðin mættust fyrst árið 1975 en hafa reglulega mæst á Smá- þjóðaleikunum undanfarin ár. Liðin mættust síðast árið 2019 þegar Lúxemborg vann tíu stiga sigur. Martin Hermannsson er ekki með íslenska liðinu vegna verk- efna með Valencia í EuroLeague. Þá greindist  Haukur Helgi Páls- son, leikmaður Andorra á Spáni, með kórónaveiruna í Slóvakíu og verður hann þar af leiðandi fjarri góðu gamni í þessum leik. – kpt Forkeppni HM heldur áfram Hörður Axel leikur í dag sinn 85. leik fyrir Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Slóvakíu í afar mikilvægum leik ytra í dag, þar sem sigur heldur draumnum á lífi um beint sæti á Evrópumótinu í knatt- spyrnu sem fer fram árið 2022. Um leið tryggir sigur stelpunum okkar minnst annað sætið í riðlinum og um leið sæti í umspili sex liða um þrjú sæti á EM, sem fer fram í Eng- landi sumarið 2022. Jafntefli myndi svo gott sem tryggja annað sætið um leið fyrir lokaumferðina þegar Slóvakar heimsækja Svía en þjálfari íslenska liðsins, Jón Þór Hauksson, hafði orð á því á dögunum að mark- miðið fyrir undankeppnina hefði verið að komast beint inn í loka- keppnina, með því að fá að minnsta kosti stig gegn Svíum og vinna rest. Þetta verður fjórða viðureign liðanna, fimm árum eftir þá fyrstu og hafa íslensku stelpurnar alltaf fagnað sigri til þessa. Síðast mættust liðin á Laugardalsvelli síðastliðið haust þar sem Ísland vann 1-0 sigur með marki frá Elínu Mettu Jensen um miðbik seinni hálfleiks. Í leikn- um gekk leikskipulag Slóvaka um að spila fast fyrir og verja stigið inn í seinni hálfleik, þar til Elín Metta braut ísinn. Það reyndist eina mark leiksins þó að Slóvakar hafi fengið færi til að stela stigi undir lokin. Slóvakía eygir enn veika von um að komast í umspilið með sigri á Íslandi og með því að ná betri úrslit- um en Íslendingar í lokaumferðinni þegar stelpurnar okkar heimsækja Ungverja, en Ísland gerir út um vonir Slóvaka með sigri. Fanndís Friðriksdóttir sem byrjaði leikinn gegn Slóvökum á Laugardalsvelli segir að það verði áhugavert að sjá leikskipulag Slóvaka í kvöld og hvort að Slóvakar hafi trú á því að þær geti komist í umspilið með sigri á Íslandi og Svíþjóð. „Ég á von á því að þetta verði erf- iður leikur. Það er alltaf erfitt að spila leiki sem maður á að vinna sem verjast aftarlega og það skiptir öllu að ná að brjóta ísinn snemma. Þær reyndu svolítið að pakka í vörn og verja stigið á Laugardalsvelli og fyrir fram á maður von á því að þær leiti í sama skipulag til að byrja með í dag. Maður veit ekki hversu bjart- sýnar þær eru fyrir þetta verkefni. Þær eiga enn möguleika á því að ná öðru sæti, ef þær ná úrslitum í næstu tveimur leikjum. Fyrir fram er það ólíklegt og maður veit ekki hversu mikla trú þær hafa á því,“ segir Fanndís og tekur undir að það gæti hentað íslenska liðinu vel ef Slóvakar ætli að sækja. „Ef þær koma inn í leikinn með það sem markmið að sækja á íslenska liðið gæti það nýst okkur vel. Ef framlínan okkar, sem hefur mikinn hraða, hittir á góðan dag gæti plássið nýst okkur. Þegar lið sitja svona nærðu ekki að nýta hraðann jafn vel, þá þarf að nota klókindi og við erum með nóg af klókum leikmönnum í liðinu.“ Íslenska liðið er í harðri baráttu við eitt af stigahæstu liðunum í öðru sætinu í undankeppninni og það kemur til greina að markatalan telji. „Ef það tekst að brjóta ísinn snemma og koma inn marki eiga varnarsinnuð lið það til að brotna. Því lengur sem þær halda hreinu, því meiri kraft fá þær. Ef stelpurnar ná marki snemma gæti þetta endað á stærri sigri, en ef það er bið eftir fyrsta markinu gæti þetta orðið spennandi allt til loka. Það yrði frá- bært að ná að skora nokkur mörk því markatalan gæti skipt máli þegar riðlakeppninni lýkur.“ Fanndís, sem er ein af leikja- hæstu leikmönnum kvennalands- liðsins frá upphafi, er fjarverandi í dag enda á hún von á fyrsta barni sínu á nýju ári. Hún hefur verið við- loðandi nokkra leikmenn úr lands- liðinu og segir þær allar einblína á sama markmið. „Ég hef umgengist landsliðskon- urnar í Valsliðinu undanfarnar vikur og þær eru allar sammála um að krafan sé að komast á EM í fjórða skiptið. Úr sófanum set ég sömu kröfu, að við komumst á EM. Ég ætla að vera með í því,“ segir Fanndís hlæjandi og bætir við: „Það er mjög skrýtið að vera á hliðarlínunni núna, en ég minnti þær á að njóta þess að spila þessa leiki. Ég held að íslenska þjóðin hefði mjög gott af því að við kæm- umst á EM,“ segir Fanndís létt að lokum. – kpt Slóvakar eru líklegir til að freista þess að verja stigið Ísland sækir Slóvakíu heim í dag í undankeppni EM. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ísland mætir Lúxemborg í undankeppni HM 2023 í dag. Martin Hermannsson og Haukur Helgi Pálsson leika ekki með íslenska liðinu í þessum leik. Einn sá allra besti fallinn frá Diego Armando Maradona andaðist í gær sextugur að aldri. Maradona er besti leikmaður sögunnar að mati Arnórs Guðjohnsen og Bjarni Felixson á margar góðar minningar af þessari knattspyrnugoðsögn.   Diego Armando Maradona var listamaður með boltann og litríkur karakter utan vallar. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.