Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 9

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 9
INNGANGUR Garðjarðarber, Fragaria ananassa, urðu til fyrir 200-250 árum þegar tveimur amerískum tegundum, Fragaria chiloensis og Fragaria virginiana, var æxlað saman í Frakklandi. Þeim var fyrst lýst árið 1766 (Nodenes, M. 1967). Garðjarðarber eru allt önnur tegund en villt íslensk jarðarber, Fragaria vesca. íslensk jarðarber eru lítið sem ekkert ræktuð í görðum, en sérstakt útlent tilbrigði, Fragaria vesca, semperflorens (Ágúst H. Bjamason, 1996), er ræktað hér á landi og nefnast mánaðarjarðarber. Þegar Einar Helgason gaf út Hvannir árið 1926, virðast garðjarðarber vera lítið ræktuð á íslandi, um það segir hann: "Það er alveg á takmörkunum að hin útlendu jarðarber geti þrifist hér á landi, og þau ná ekki þroska á bersvæði fyrr en svo seint á sumri að uppskeran verður sára lítil." Árið 1941 skrifar Simson, M., Ijósmyndari á ísafirði, grein í Garðyrkjuritið og segist hafa ræktað jarðarber þar vestra um 10 ára skeið, með góðum árangri. Hann notaði afbrigðið Deutsch evem og fékk um 200 g af beijum af plöntu, sem verður að teljast mjög gott, vegna þess að hann notaði ekki gróðurhlífar. En Simson, M. (1941) lagði áherslu á að skýla plöntunum vel. f klausu frá ritstjóra, sem fylgir greininni, segir að ræktun jarðarberja sé stöðugt að aukast á íslandi. Unnsteinn Ólafsson (1939) lagði áherslu á að nota sólreiti, ylreiti eða gróðurhús til að rækta garðjarðarber. Hann stingur upp á því að rækta berin á hillum í gróðurhúsum, aðferð sem seinna hefur mjög mtt sér til rúms. Sturla Friðriksson (1952) segir: "Árið 1947 vom fluttar til landsins all margar tegundir af jarðarberjajurtum á vegum Atvinnudeildar Háskólans og tilraunir gerðar með þol þeirra og uppskerumagn. Reyndust tvær tegundir, Deutsche evern og Abundance, bera af hinum og var þeim fjölgað til dreifingar víðs vegar um landið." Það var Áskell Löve sem sá um rannsóknimar. Frá Atvinnudeildinni og ef til vill fleirum breiddist afbrigðið Abundance um landið. Það var um langt skeið útbreiddasta afbrigðið hér á landi og er enn til í einhveijum görðum. Óli Valur Hansson o.fl. rita í Matjurtabókinni árið 1978: "Garðjarðarberin em viðkvæmari en villijarðarber. Eigi að síður em þau ekki nálægt því eins vangæf og ætla mætti. Hérlendis er þó viðbúið, að seint verði þau til vemlegra stórræða, til þess er bæði vaxtartíminn stuttur og hitinn full lágur." í lok kaflans uni jarðarberin benda þeir félagar á afbrigðin Senga Sengana, Zephyr, Glima og Jonsok, sem nothæf. Þetta vom þau afbrigði, sem Óli Valur Hansson flutt inn og gerði tilraunir með. Hann sendi þau að Hvanneyri árið 1977 og síðan hafa þau verið ræktuð þar. Árið 1988 vom fengnar að Hvanneyri plöntur frá Noregi af sömu afbrigðum. Ámi Magnús Hannesson, Varmalandi á Flúðum, sá þá um innflutninginn. Á hundrað ára afmæli skólans á Hvanneyri, 1989, var vígt upphitað gróðurhús. Það varð til þess að árið 1991 vom fengin fjögur afbrigði af jarðar- berjum, Bogota, Elsanta, Elvira og Rapella, sem notuð höfðu verið í upphituðum gróðurhúsum, t.d. í Hollandi. Síðan hafa verið gerðar athuganir á þessum beijum, þó er Rapella ekki lengur (1996) með í athugunum. 4

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.