Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 26
Fræið sem aðeins var merkt Fragaria gæti verið F. virginiana eða bastarður
af áðumefndum tegundum og F. vesca. Allt fræið myndaði fallegar plöntur.
Plöntumar vom skoðaðar í byrjun júlí 1996. Þá höfðu allar plöntumar af nr.
6 og 7 dáið um veturinn. Hinar plöntumar vom flestar með blóm og virtust sumar
ætla að fara að mynda ber, t.d. var planta úr lið nr. 4 að mynda ber.
Ræktun á hindberjum
Árið 1977 vom gróðursettar plöntur af Veten hindberjum frá Noregi. Það vom
ekki notaðar gróðurhlífar yfir plöntumar. Næsta vetur dóu þær.
Árið 1990 vor fengnar nokkrar plöntur af hindberjastofninum Baldri frá
Noregi. Þær vom gróðursettar í óupphituðu plastgróðurhúsi.
20. tafla. Uppskera af hindberjaafbrigðinu Baldri í óupphituðu gróðurhúsi, 1991-1995.
Table 20 Mean yield ofBaldur raspberry in a unheated plastic f’reenhouse, 1991 -1995.
Ár Year Uppskera kg/m^ Mean yield kg/rn2 Meðalþungi áberi Average weight ofberry.g Fyrsti beijatínsludagur First days of picking berries
1991 0,15 3,1 24/7
1992 Lítil
1993 0,55 3,8 30/7
1994 1,98 2,6 22/7
1995 Töluverð
Það var varla nógu mikil rækt lögð við þessa athugun. Plöntumar vom
klipptar haust og vor, en ekki að sumrinu eins og hefði þurft að gera. Uppskeran
var nokkur eftir að plöntumar höfðu verið í þrjú ár í plasthúsi. Á haustin var hey-
mddi lagður yfir svæðið, sem plöntumar vom á og skemmdust þær ekki af frosti.
Líklega hefur frjóvgun verið léleg, þó reynt væri að handfrjóvga blómin.
Árið 1992 vom nokkrar hindbeijaplöntur af afbrigðinu Baldri gróðursettar í
stór ker og hafðar í upphituðu gróðurhúsi. Það hafa ekki komið ber á þessar
plöntur. Hugsanlega hefur verið of heitt á plöntunum og þær hafa ef til vill fengið
of mikinn áburð, því að blöðin á þeim urðu mjög stór.
21