Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 12
2. tafla. Úrkoma (mm) á Hvanneyri árin 1977-1995.
Table 2. Precipitation (mm) at Hvanneyri in May - September 1977-1995.
Ár Maí Júní Júlí Ágúst September
1977 26,5 55,6 71,4 65,2 68,9
1978 109,7 52,4 21,5 52,3 27,2
1979 1,8 56,4 35,8 20,0 94,6
1980 35,1 33,7 29,3 79,3 60,3
1981 56,2 59,2 20,2 108,4 25,6
1982 24,4 37,1 103,9 45,8 71,4
1983 7,7 65,9 83,1 139,6 30,3
1984 51,4 94,2 78,9 94,6 69,2
1985 11,8 38,6 49,3 9,8 51,9
1986 20,6 60,8 26,1 61,4 71,8
1987 32,0 10,7 50,1 23,6 32,7
1988 97,2 88,6 19,9 29,4 52,2
1989 115,0 32,5 53,9 55,7 148,1
1990 76,4 7,9 41,8 85,0 114,3
1991 85,3 9,5 49,6 98,1 58,1
1992 64,5 84,2 33,7 75,7 60,1
1993 145,3 56,9 13,6 37,0 97,3
1994 40,8 66,8 40,2 23,7 56,2
1995 27,0 38,4 10,8 74,1 82,9
Gróðurhúsið, sem tekið var í notkun 1989, er hitað upp með heitu vatni. Það
er tvískipt til að unnt sé að hafa plöntur við tvenns konar hitastig. Jarðarberin
hafa verið í kaldari hlutanum, en hindber í þeim heitari
Ræktun undir plastbúrum og í plastgróðurhúsum
Árin 1978-1980 voru jarðarber ræktuð í plastbúrum, þ.e. glær plastdúkur var
strengdur á plastboga úr rafmagnsrörum. Beðin undir bogunum voru 1,5 m á
breidd. í þeim voru tvær raðir af jarðarbeijaplöntum. Svartur plastdúkur var
strengdur yfír beðin og plöntumar gróðursettar í gegnum hann. Þetta var gert til
að koma í veg fyrir vöxt illgresis, hindra að berin legðust á bera jörðina og að
smáplöntur skytu rótum. Svarti dúkurinn var hafður eins lengi á beðunum og
berjaplöntumar vom í ræktun. Til að loftræsta búrin og draga úr hitasveiflum,
vom klippt göt á plastið, en það varð aftur til þess að þrestir komust inn í búrin og
átu og skemmdu jarðarberin. Til að verjast þröstunum varð að leggja net yfir
búrin. Á vetuma var berjaplöntunum skýlt með heyi. Það gafst vel og eyðilögðust
plöntur sjaldan að vetrinum.
Plastgróðurhúsin, sem jarðarberin vom ræktuð í vora tvö, 40 m^ og 72
að stærð. Síðar nefnda húsið var að því leyti óhentugt til tilrauna, að uppskera í
miðju húsinu var að öðra jöfnu meiri en uppskera út við dyr. Á haustin var plastið
tekið af húsunum til að það rifnaði ekki, t.d. vegna snjóþyngsla.
7