Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 31

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 31
Ókostur er að erfiðleikum er bundið að vökva, nema þá með dreypivökvun. Kongsrud, K.L. (1994) segir frá norskum tilraunum með að gróðursetja jarðar- berjaplöntur í gegnum brúnt, svart eða glært plast, eða rækta plöntumar ekki á plasti. Jarðvegshitinn jókst um 1,3°C undir brúnu og svörtu plasti og 5,3°C undir glæru plasti, ef miðað er við bera jörð. Uppskera var 3% meiri þar sem svart og brúnt plast var notað en á bersvæði, en 16% meiri þar sem glæra plastið var notað. Glært plast er sjaldan notað, vegna þess að þá verður illgresiseyðing erfið. Kongsrud, getur þess að fyrri rannsóknir sýni að jarðarbeijaplöntur þoli veturinn verr séu þær gróðursettar í gegnum plast. Þetta gerist einkum, þar sem vetrarveður eru umhleypingasöm, en síður þar sem snjór liggur nokkuð örugglega yfir plöntunum allan veturinn. Rætur jarðarberjaplantna standa gmnnt og þola því illa vatnsskort. Berin verða minni ef plöntumar fá ekki nóg vatn, þegar þau em að myndast (Nes, A. 1984). Þess vegna er mikilvægt að vökva vel þegar berin em að þroskast. Jarðarberjaplöntur og haustið Á haustin, þegar nótt tekur að lengja, myndast bmm inni í krónunni, sem næsta vor verða að renglum eða blómum og blómin verða að jarðarberjum. Krónan er blaðhvirfing í kringum stuttan stöngul, sem vex að ummáli með aldri plöntunar. Til þess að brumin myndist þarf ákveðinn lágmarkshita. Áhrif hausthitans koma fram í þeim niðurstöðum, sem sýndar em hér að framan. Það er afar mikilvægt að hafa eins heitt á plöntunum eins og kostur er í september, til að fá góða uppskem næsta sumar. Þess vegna má ekki svipta plöntumar þeirri hlýju, sem gróðurhlífar geta veitt að haustinu. Dæmi um þetta var að vorið 1981 vom gróðursettar jarðarberjaplöntur á Hvanneyri. Plöntumar nutu ekki gróðurhlífa um haustið, svo að trúlega hafa þær ekki getað myndað blómbmm. Þetta varð til þess, að berja- uppskera næsta sumar var mjög lítil. í Norður-Noregi hafa menn sums staðar nokkrar tekjur af ræktun jarðarberja, en ræktunin virðist vera bundin við ákveðin svæði. Hérlendis er líklegt að hentugustu svæðin til að rækta jarðarber undir gróðurhlífum, án upphitunar, séu þar sem lítil hætta er á næturfrostum fyrr en í september og helst seint í þeim mánuði. í Bandaríkjunum hafa menn verið að kynbæta jarðarberjaplöntur þannig að myndun blómbruma sé óháð daglengd (Meland, M„ 1990). Þau afbrigði, sem hafa þennan eiginleika em mikilvæg fyrir gróðurhúsarækt, þannig að unnt er að hafa jarðarber á markaði á tímum, sem þau seljast á háu verði. Það er æskilegt að reyna að hlífa plöntunum að vetrinum, t.d. með heyi, þó að hálmur sé sennilega betri. Reynsla er fyrir því á Hvanneyri, að ekki megi liggja nema lítið af heyi ofan á sjálfum plöntunum, en þeim mun meira með ffarn þeim. Heyið eða hálminn verður að sjálfsögðu að fjarlægja næsta vor. Dencker I. og Hansen P. (1993) skýrðu frá tilraunum, sem gerðar vom í Danmörku, með að setja trefjadúk yfir jarðarberjaplöntur að hausti. Þetta lánaðist vel. Dúkurinn varði plöntumar og jók uppskem næsta sumar. Trúlega er erfitt að nota þessa aðferð á íslandi, vetrarstormamir sjá fyrir því. 26

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.