Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 10
Árleg uppskera af garðjarðarbeijum í heiminum öllum er um 2,5 milljónir
tonna (Iversen, T.H. o.fl. 1996). í öðrum Evrópulöndum en íslandi er
jarðarberjarækt töluverð búgrein. í febrúar og mars koma jarðarber frá Spáni á
markað í flestum Evrópulöndum. Þegar komið er fram í mars fara jarðarber frá
Hollandi og öðrum löndum Mið-Evrópu að vera ráðandi á mörkuðum í Evrópu. f
Norður- Evrópu þykja berin frá Hollandi betri en ber ffá Spáni, sem trúlega er
ekki síst vegna þess hvað flutningur frá Spáni til Norður-Evrópu tekur langan
tíma (Geers F„ 1996). Þegar kemur lengra fram á vorið, koma ber frá
Norðurlöndum á markað, en þau eru fyrst og fremst notuð innanlands í hveiju
landi. Á síðari árum hefur færst í vöxt að rækta jarðarber í upphituðum og
raflýstum gróðurhúsum. Þetta er að sjálfsögðu dýr framleiðsla, en t.d. veitingahús
nota berin í eftirrétti og til skreytingar á mat og eru tilbúin að borga nokkuð hátt
verð.
Jarðarber eru ræktuð í mörgum heimilisgörðum á íslandi, með ýmsum
aðferðum og örfáir hafa reynt að gera jarðarberjarækt að atvinnu. Það skiptir
miklu máli fyrir alla ræktendur, að unnt sé að ná í heilbrigðar plöntur af
afbrigðum, sem henta fyrir þá ræktunaraðferð, sem notuð er.
Möguleikar jarðarberjaræktar, sem búgreinar á íslandi, byggist á að rækta
ber fyrir markað í júlí og ágúst undir gróðurhh'fum, eða rækta jarðarber í
upphituðu gróðurhúsi og ná helst tveimur uppskerum á ári. Ber ræktuð á íslandi
yrðu að sjálfsögðu nokkuð dýr, en ættu að verða góð, m.a. vegna stutts tíma frá
tínslu til sölu og það ætti að vera unnt að fara vel með þau í flutningum. Helsti
frumkvöðull jarðarbeijaræktunar á íslandi hefur verið Ámi Magnús Hannesson,
Varmalandi á Flúðum, sem hóf framleiðslu á jarðarberjum árið 1985.
Hindbeijaplanta, Rubus idaeus, er hálfrunni, stönglamir lifa aðeins í tvö
sumur, en rætumar lifa í mörg ár og mynda árlega nýja stöngla. Hindber hafa lítið
verið ræktuð á íslandi. Óli Valur Hansson o.fl. (1978) skrifar: " Hérlendis eru
hindber á stöku stað í görðum, aðallega í bæjum og kaupstöðum, en virðast í
meira lagi vangæf og skila sjaldan beijum svo gagn sé í eða talandi um. Má vera,
að þetta stafi m.a. af því, að runnamir njóti sjaldan reglubundinnar umhirðu og
þroskast þá illa og kelur mjög. . . . Er þó dálítil blómgun við og við, en blóm
virðast ekki frjóvgast. Líklega má að einhveiju leyti kenna því um, að blómin
þurfa helst skordýrafrævun, þótt ekki sé hún með öllu nauðsyrleg." Þessi lýsing
er trúlega rétt. Þó kann að vera að nýir stofnar af hindbeijum auki möguleika
hindberjaræktunar í heimilisgörðum.
Á Hvanneyri var árið 1977 reynt að rækta hindber af afbrigðinu Veten, en
plöntumar dóu strax næsta vetur. Árið 1990 vom fengnar plöntnr af hindberja-
stofninum Baldri frá Noregi, sem síðan hefur verið í athugun.
Öllum þeim athugunum, sem getið er um í ritgerðinni hefui áður verið lýst í
árlegum skýrslum frá Hvanneyri (Fjölrit Bændaskólans á Hvameyri, nr. 27, 29,
32, 34, 39, 46, 49, 52, 53, 54, 56, 60 og 64 ásamt Ritum Búvsindadeildarinnar
nr. 2, 3, 5, 9 og 12.) Þess vegna em ekki allar uppiýsinga' um athuganimar
tíundaðar í þessari skýrslu. Það hafa ekki verið gerðar berjatilraunir með
samreitum á Hvanneyri.
5