Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 13

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 13
Þegar jarðarberin voru ræktuð undir plasti, voru plönturnar að öðru jöfnu ekki látnar setja ber, fyrsta gróðursetningarárið. Blómin voni slitin af þeim, til þess að plöntumar gætu lagt meir í rótarvöxt, í stað þess að mynda ber. í heita gróðurhúsinu mynduðu plöntumar hins vegar ber gróðursetningarárið. Tegundir og afbrigði af jarðarberjum Það er til fjöldi afbrigða af garðjarðarberjum, sem hæfa mismunandi ræktunaraðstæðum. Eftirtalin afbrigði vora reynd á Hvanneyri árin 1977-1995: Abundance var lengi það afbrigði, sem mest var notað á íslandi og nálægum löndum. Það er enn ræktað á stöku stað. Afbrigðið kom að Hvanneyri, fyrir atbeina Óla Vals Hanssonar, árið 1977. Ræktun þess lagðist niður árið 1980. Alaska Pioner og Alaska Tolka komu að Hvanneyri árið 1981. Þessi afbrigði hafa eitthvað verið notuð í Alaska (Dinkel D.H. o.fl., 1980). Plöntumar af Alaska Tolka dóu veturinn 1982-1983. Hætt var að rækta Alaska Pioner árið 1985. Bogota kom að Hvanneyri árið 1991, í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna, frá stofnræktarstöðinni Darby Bros, Thetford í Norfolk, Englandi. Elsanta var fengin að Hvanneyri árið 1991, í gegnum Sölufélag garðyrkju- manna, frá Planteopformeringsstationen í Lunderskov í Danmörku. Nú er Elsanta líklega útbreiddasta afbrigðið í Mið-Evrópu og Danmörku. Elvira var fengið að Hvanneyri árið 1991, í gegnum Sölufélag garðyrkju- manna frá Planteopformeringsstationen í Lunderskov í Danmörku Glima er norskt afbrigði frá tilraunastöðinni Njös. Það kom fyrst að Hvanneyri árið 1977, fyrir atbeina Óla Vals Hanssonar. Jonsok er norskt afbrigði, sem þroskar ber lítið eitt seinna en Glima. Jonsok kom fyrst að Hvanneyri árið 1977, fyrir atbeina Óla Vals Hanssonar Rapella var fengið að Hvanneyri árið 1991, í gegnum Sölufélag garðyrkju- manna, frá stofnræktarstöðinni Darby Bros, Thetford í Norfolk, Englandi. Hætt var að rækta afbrigðið á Hvanneyri 1995. Senga Sengana kom fram í kynbótum í Þýskalandi árið 1958 (Ramstad J., 1975). Það kom fyrst að Hvanneyri árið 1977, fyrir atbeina Óla Vals Hanssonar. Afbrigðið er mikið notað um alla Mið- og Norður Evrópu, þó að það sé nú að víkja fyrir Elsanta. Sevetta var reynd á Hvanneyri 1983-1984. Uppskeran reyndist vera mjög lítil, en berin vora stór. Plöntumar dóu veturinn 1984-1985. Zephyr kom á markað í Danmörku árið 1965. Það kom að Hvanneyxi árið 1981. Jarðarber til ræktunar í úthaga. Sigurður Greipsson, Landgræðslu ríkisins. fékk send fræ af átta mismunandi gerðum af jarðarberjum frá Finnlandi, sem sáð var á Hvanneyri árið 1994. Um fleira en eina tegund var að ræða. Fræið var af plöntum, sem ættaðar voru frá Alaska, en vora búnar að vera í tvær kynslóðir í Finnlandi. 8

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.