Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 19
Það kom í ljós að uppskeran var mun meiri inni í plastgróðurhúsum en undir
búrum úr plasti eða trefjadúk.
13. tafla. Hlutfallslegur fjöldi og þungi jarðarbeija eftir aldri plantna, 1984-1987.
Table 13 Proportion ofnumbers and weight of strawberries after age ofplants, 1978-1980.
Afbrigði 1. uppskeruár 2. uppskeruár 3. uppskeruár 4. uppskeruár
Varieties____________l.year ofharvest 2. year of harvest 3. year ofharvest 4. year of harvest
Fjöldi berja af plöntu: Number of berries per plant:
Glima 100 122 136 67
Jonsok 100 215 109 65
Senga Sengana 100 132 303 53
Zephyr 100 103 94 35
Þungi á beri: Average weight of berry:
Glima 100 114 87 94
Jonsok 100 162 122 176
Senga Sengana 100 168 113 217
Zephyr 100 116 93 138
Þarna virðist berjunum fækka verulega á fjórða uppskeruári, en þau léttust ekki.
Ræktun jarðarberja í kössum eða í beðum á svörtu plasti eða
trefjadúk í óupphituðu plastgróðurhúsi
Árin 1990-1992 var borið saman að rækta fjögur afbrigði af jarðarberjum í
trékössum, sem var raðað upp þannig að það líktist tröppum. Athugunin var gerð í
óupphituðu plastgróðurhúsi og tröppumar snéra á móti suðri. Ræktun beija í
kössunum var borin saman við ræktun í beðum inni í sama gróðurhúsi, þar sem
berjaplöntumar voru annars vegar gróðursettar í gegnum svart plast og hins vegar
í gegnum svartan trefjadúk. Plöntumar, sem notaðar vora í tilraunina, komu frá
Noregi árið 1988.
Vaxtarrými hverrar plöntu í kössunum var 0,14 m^, en í beðunum var
vaxtarrýmið 0,23 m^. Þessi mismunur á vaxtarrými skýrir, það sem kann að
virðast vera óeðlilegur munur á uppskera í kössum og beðum annars vegar og
uppskeru af einstökum plöntum á sömu stöðum hins vegar. Það er því nokkur
vandi að bera saman uppskeru í kössunum og beðunum. Líklega er raunhæfara að
bera saman uppskera af plöntu, en uppskeru af flatareiningu. Hugsanlega var
meiri uppskeran í kössunum en beðunum, vegna þess að jarðvegurinn hafi verið
hlýrri í kössunum, sem loft lék um.
14