Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 29

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 29
t.d að taka ekki plastið af búrum eða plastgróðurhúsum fyrr en plastið er hætt að verma plöntumar. Það fer eftir ástandi jarðarberjaplantna hve gamlar þær eru látnar verða. Einnig getur orðið að taka tillit til hve mikið er af illgresi í berjabeðunum. Eins og áður segir, telur Nes, A. (1984) að beijaplöntur, sem ræktaðar em án upphitunar megi verða 3-6 ára. Brandstveit, T. (1978) skýrir frá athugunum á niðurstöðum margra ára jarðarberjatilrauna á Norðurlöndum. Veraleg aukning var á uppskeru frá fyrsta uppskeruári til annars uppskeraárs. Þessi munur varð meiri eftir því sem norðar dró í Noregi. Hins vegar minnkaði hvert ber að meðaltali um 0,8 g á ári, en þessi smækkun varð minni í Norður- Noregi en sunnar. í athugunum á Hvanneyri er varla unnt að merkja smækkun á beijum með vaxandi aldri plöntunnar. Fjöldi berja á plöntu virðist vera einna mestur á öðra og þriðja uppskeraári, en þeim fækkar að meðaltali á fjórða uppskeraári. Þyngd og fjöldi berja fer trúlega mest eftir árferði, aðallega þó hitastigi haust og vor. Uppeldi á jarðarberjaplöntum f löndum þar sem ræktun jarðarberja er gróinn atvinnuvegur, era sérstakar gróðrastöðvar, sem framleiða plöntur fyrir ræktendur til útplöntunar. Sjúkdómar vilja safnast fyrir í jarðarberjaplöntunum, eins og öðram fjölæram jurtum. Nú era menn famir að hreinsa sjúkdóma úr beijaplöntum með vefjaræktun. Kongsrad, K.L. (1994) segir að til þess að draga úr rekstrarkostnaði rækti margir norskir jarðarberjabændur sjálfir mest af þeim plöntum, sem þeir planta út. Þeir kaupa bara stofnplöntur, til að hafa heilbrigðar móðurplöntur. Kongsrad ræðir en fremur um hve nauðsynlegt sé fyrir Norðmenn að spoma við innflutningi á jarðarbeija- plöntum, vegna ýmissa sjúkdóma sem hrjái plöntumar í löndunum fyrir sunnan Noreg. Hansen P. og Mortensen P. (1996) skýra frá tilraun með mismunandi klón af Senga Sengana, sem gerð var í Danmörku. Plöntur vora fengnar til útplöntunar frá átta gróðrarstöðvum í fimm löndum. Klónin gáfu ákaflega mismunandi upp- skeru, það var meira en helmings munur á besta og lakasta klóninu. Af plöntunum sem komu að Hvanneyri árið 1988 reyndust Jonsok plöntumar mjög vel, miðaða við önnur afbrigði og Zephyr reyndist illa. Þetta gæti hugsanlega verið vegna þess að klónið af Jonsok hafi verið gott, en klónið af Zephyr lélegt. Þó er þess að geta að ræktunaraðstæður vora aðrar fyrir plöntumar, sem komu 1988, en þær sem komu árið 1977. Frjóvgun jarðarberja- og hindberjablóma Jarðarber myndast þannig, að blómbotninn þrútnar og verður að því, sem við köllum jarðarber. Þau era ekki raunveraleg ber með fræjum innan í, heldur skinaldin með hnetum, sem liggja utan á aldininu. Frá hnetunum kemur vaki, sem stjómar vexti berjanna. Léleg frjóvgun verður til þess að berin verða lítil og vansköpuð. Náttúrleg fijóvgun fer þannig fram að flugur eða vindur ber frjó á 24

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.