Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 30

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 30
milli plantna. 0ijord, N.K. (1981) segir, að það sé betra að vera með meira en eitt afbrigði í sama garði, til að fá frjóvgun á milli óskyldra plantna. Jarðarberja- og hindbeijablóm eru tvíkynja, en samt er öruggast að skordýr beri frjó á milli blóma. Á íslandi, veldur það vanda, bæði við ræktun jarðarberja og hindberja, að lítið er um flugur, sem eru duglegar við frjóburð á milli blóma. Þar að auki eru berjaplöntumar inni í húsum eða undir gróðurhlífum, sem tor- veldar flugunum aðgang að blómunum. Þegar jarðarber eða hindber era ræktuð við slíkar aðstæður, kemst vindur heldur ekki nógu vel að til að feykja frjói á milli blóma. Þess vegna er nauðsynlegt að gera aðrar ráðstafanir til að fijóvgun takist sæmilega, t.d. að nota tæki til að blása fijóinu af blómunum, fá sér hun- angsflugur eða býflugur til að bera frjóið, eða ef um heimilisræktun er að ræða, að bera frjóið á milli blóma með bómullarhnoðra. Meinvaldar í jarðarberjarækt Minna er um sjúkdóma og skemmdir af völdum annarra meinvalda á jarðarberjum á íslandi en í flestum öðrum löndum. Ástæðumar era kuldi og hve lítið er ræktað af jarðarberjum í landinu. Það er ótrúlegt að á íslandi berist veirasjúkdómar á miUi plantna, vegna þess að þær blaðlýs og ormar, sem era aðalsmitberamir (Hughes, H.M., 1980), era ekki til hér á landi. Á Hvanneyri vora það myglusjúk- dómar og sniglar, sem helst herjuðu á berin. Þegar jarðarber era tínd, er nauðsynlegt að tína öll berin, líka þau litlu. Ef þau eru látin vera, geta þau farið að mygla og skemma þá út frá sér. Þetta á ekki síður við um hindber en jarðarber. í Hollandi era litlu berin sett sér í kassa og seld til sultugerðar og slíkrar matreiðslu (Geers, F. 1996). Ef framhald verður á jarðarberjarækt á íslandi, er sannalega ástæða til að vanda innflutning á móðurplöntum, velja góð afbrigði og fá góð klón af þeim. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að reyna að koma í veg fyrir innflutning jarðarberja- og hindbeijasjúkdóma til landsins. Þetta er hugsanlega örðugra en áður, vegna þess að mikið er flutt inn af beijum til neyslu. Þrestir era ágengir í jarðarbeijagörðum og nauðsynlegt að veija berin fyrir þeim með netum. Plast undir jarðarberjaplöntur í þeim athugunum, sem skýrt er frá í þessari skýrslu, vora plöntumar ætíð gróður- settar í gegnum svartan plastdúk eða svartan trefjadúk, nema þegar jarðarberin vora ræktuð í pottum. Það er ekki nauðsynlegt að gróðursetja plöntumar í gegnum plast, en það hefur kosti: 1. Það verður engin vinna við illgresiseyðingu. 2. Berin skemmast síður ef þau liggja á plasti, en ef þau liggja á jarðveginum. Hins vegar má að sjálfsögðu breiða hálm eða hey á jörðina undir berin svo að þau skemmist ekki. 3. Auðveldara er að hirða um plöntumar, vegna þess að smáplöntumar geta ekki skotið rótum í gegnum plastið. 25

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.