Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 25

Rit Búvísindadeildar - 10.06.1997, Blaðsíða 25
Árin 1991 og 1992 voru eins árs plöntur ekki látnar bera ber. Það var fyrst árið 1993, sem farið var að tína ber af eins árs plöntum. Þetta er skýringin á því hvað uppskeran er léleg af fyrsta árs plöntum. Það kom strax í ljós á fyrsta ári, að Rapella myndaði ekki renglur og þar með smáplöntur. Árið 1993 var uppskeran af Rapella mikil, en það urðu einhver mistök við vigtun á henni. Árið 1995 voru teknar þriggja ára plöntur af Glima, settar í potta og hafðar í heitu gróðurhúsi, eins og kemur fram í töflu 18. Berjauppskeran kom snemma vors eins og sést á töflunni, en í sumum tilfellum fóru aftur að koma ber á plöntumar seinni hluta sumars eða að hausti. Það voru einkum Elvíra og Rapella sem höguðu sér þannig. Af tölunum í töflu 18 er ekki unnt að sjá að berin minnki neitt að ráði þó plöntur eldist. Elsanta er með mjög svipaða stærð á berjum alveg frá öðra til fimmta aldursárs plantnanna. 19. tafla. Gæðamat ájarðarberjum. Berí 1. flokki, %. Table 19 Quality of strawberries. First class berries, %. Aldur plantna Age ofplants. Bogata Elsanta Elvira Rapella 1. árs (year) 67 84 64 2. ára (year) 70 88 76 74 3. ára (year) 45 90 80 71 4. ára (year) 31 66 56 79 5. ára (year) 70 59 Plöntumar vora eins og áður segir í 7,5 1 pottum, svo að ætla má að þröngt hafi verið um þær, þegar þær stækkuðu. Það virðist samt sem áður vera skynsamlegt að láta plöntumar ná að minnsta kosti fjögurra ára aldri. Jarðarber til ræktunar í úthaga Sigurður Greipsson, fékk fræ af jarðarberjum frá Finnlandi, sem sáð var á Hvanneyri árið 1994. Fræið var af plöntum, sem ættaðar vora frá Alaska, en búnar að vera í tvær kynslóðir í Finnlandi. Þessar jarðarberjaplöntur vora ætlaðar til að gróðursetja í úthaga í Finnlandi. Merkingin á fræinu var þannig: 1. Fragaria chiloensis, 1993. Frá Elimáki. 2. Fragaria chiloensis, 1993. Frá Elimáki. 3. Fragaria chiloensis, 1993. Frá Elimáki. Red berry. 4. Fragaria, 1992. FráElimáki. 5. Fragaria, 1992. 6. Fragaria, 1992. FráElimáki. 7. Fragaria, 1992. 8. Fragaria, 1992. FráElimáki. 20

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.