Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Blaðsíða 38
TILRAUNIR í SAUÐFJÁRRÆKT
Sveinn Hallgrímsson
Fjárbúið
Skóla- og tilraunabú Bændaskólans á Hvanneyri taldi alls 239 kindur við ásetning
haustið 1996, þar af voru 179 fúllorðnar ær, 47 ásetningsgimbrar, 4 ásettir
lambhrútar, 7 fúllorðnir hrútar og tveir veturgamlir sauðapeyjar,alls 239 kindur
settar á vetur.
Afurðir ogfrjósemi voru samkvœmt uppgjöri fjárrœktarfélaganna sem hér segir:
Fædd lömb á 100 ær.......................189
Reikn. kjöt e. tvílembu, kg..............26,7
Reikn. kjöt e. einlembu, kg..............12,7
Afurðir veturgamalla áa:
Lömb fædd e. 100 ær ......................79
Lömb til nytja e. 100 ær .................66
fallþungi einlembinga, kg................14,7
Reiknað kjöt e. hveqa á, kg..............9,1
Rétt er að taka firam að verulegur fjöldi lamba var settur í sumarslátrun í tengslum
við tilraun með mjöltun áa og nýtingu sauðamjólkur til manneldis. Lömbum í
sumarslátrun var því aðeins slátrað að þau væru orðin sláturhæf, en síðustu árin
hafa lang flest lömb á Hvanneyrarbúinu verið metin íyrir slátrun. Ekki er
æskilegt að slátra öðrum lömbum en þeim sem eru sláturhæf. Þetta á sérstaklega
við um slátrun utan hefðbimdins sláturtíma. Slátrun lamba vegna sauðamjaltanna
fór fram í tvennu lagi sem hér segir:
24. júlí, 25 lömb fallþungi 12,6 kg
13.ágúst 181ömb fallþungi 12,0 kg
Slátrað var tveimur lambgimbrarlömbum, 16 tvílembingum og 25 einlemb-
ingum, alls 43 lömbum. Alls voru mjólkaðar 35 ær.
Á árinu 1997 sáu Elisabet Axelsdóttir og Guðmundur Hallgrímsson um tilraunir í
fjárhúsinu og Elísabet og Þórður Pálsson unnu við mjaltatilraunina s.l. sumar.
Helgi Bjöm Ólafsson, tilraunamaður, Guðmundur Hallgrímsson, ráðsmaður og
Þorkell Þórðarson og ísgeir Aron Hauksson, fjármenn veturinn 1997-1998 hafa
unnið við tilraunir, ásamt fjárhirðingu og annarri búfjárhirðingu s.l. haust. Em
þeim öllum þökkuð vel unnin störf og lipurð í samstarfi.
31