Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Side 9
VEÐURFAR OG GROÐUR 1997
Edda Þorvaldsdóttir
Árferði
Að vanda voru tölulegar upplýsingar um veðurfar á Hvanneyri þetta ár fengnar
írá Veðurstoíu íslands og annaðist hún útreikninga, einnig lét hún í té meðal-
talstölur um veðurfar á staðnum frá því að veðurmælingar hófust hér árið 1963 til
ársins 1991.
Árið 1997 var 1,1 °C hlýrra en viðmiðunarárin. Það voru einungis febrúar, mars
og júni sem voru kaldari en í meðalári. Þrátt fyrir það komu kuldakaflar m.a.
fyrri hluta júní og síðast ffaus 15. júní. Frá 14. maí til 2. júní ffaus aldrei en fyrri
hluti júní var mjög kaldur og ffost margar nætur. Júlí og ágúst voru vel yfir
meðallagi í hita og það sama má segja um haustmánuðina. Fyrsta næturfrost var
7. sept. Þá má geta þess að 11. ágúst fer hiti í 30,3°C sem er met skv.
upplýsingum frá Veðurstofiinni.
1. tafla. Hiti, úrkoma og vindhraði á Hvanneyri 1996
Mánuður Meðal- hiti Vik frá meðalt. Úrkoma (mm) % af meðalt. Vindhraði m/sek
Janúar -0,8 1,7 89,5 115 4,7
Febrúar -2,6 -1,4 79,4 88 3,8
Mars -1,6 -0,7 112,3 141 5,0
Apríl 3,9 2,0 59,7 87 4,0
Maí 6,2 0,7 27,4 66 3,7
Júní 8,4 -0,2 24,9 46 3,4
Júlí 12,4 2,1 51,2 96 3,5
Agúst 11,1 1,4 87,9 123 3,5
September 7,3 1,1 134,5 193 4,0
Október 4,9 1,9 118,0 114 3,7
Nóvember 1,7 2,1 66,0 76 2,9
Desember 1,3 3,1 129,0 143 4,3
Meðaltal (alls) 4,3 U 81,7(979,8) 110 3,8
Úrkoma var yfir meðallagi sé litið á árið í heild. í apríl, maí, júní og júlí, var
úrkoman undir meðallagi og náði ekki 50% af meðalmánaðarúrkomu í júní. Þá
var úrkoma einnig undir meðallagi í febrúar og nóvember. Úrkoman dreifðist
yfirleitt nokkuð jafnt yfir mánuðina. Um mánaðarmótin september-október gerir
úrkomukafla, enda eru þeir mánuðir talsvert yfir meðallagi hvað úrkomu varðar.
Þá gerði nokkum úrkomukafla fyrri hluta desember.
2