Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Blaðsíða 54

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Blaðsíða 54
HE YVERKUN ARRANN SÓKNIR Bjami Guðmundsson Inngangur Sumarið 1997 reyndist erfitt til heyskapar í Borgarfirði. Á eðlilegum sláttutíma túngrasa gáfust fáir þurrkdagar. Sem dæmi má nefna að á Hvanneyri reyndust þeir aðeins vera 4 í júlí samanborið við 14 í sama mánuði árið áður. Hafði þetta mikil en þó að sínu leyti verðmæt áhrif á tilraunastarfið á sviði heyverkunar. Á árinu 1997 var svipuðum tíma varið til heyverkunartilrauna og undanfarin ár. Með fóðrun og efnagreiningum var lokið nokkrum tilraunum frá sumrinu 1996 og sumarið 1997 var efni safnað í nýjar rannsóknir sem úr verður moðað veturinn 1997-98. Þá var að venju allnokkrum tíma varið til uppgjörs og kynningar niðurstaðna úr eldri rannsóknum eins og rita- og erindaskrá ber með sér. Hér verður greint frá helstu verkefnunum. A. Framhald tilrauna 1996 1. Hjálparefni við verkun heys í rúlluböggum Vorið 1996 var gerður verksamningur á milli Bændaskólans/Búvísindadeildar og Norsk Hydro/Hydro Nutrition um prófun á íblöndunarefninu Foraform í rúlluhey. Gerðar voru tilraunir með efnið á Hvanneyri en auk þess var það reynt í athugunum hjá sex nágrannabændum. Verkefninu lauk með skýrslu sem skilað var í júní 1997. Draga má helstu niðurstöður verkefnisins saman þannig: • Iblöndurnarefnið Foraform virtist bæta verkun rúlluheys við ákveðnar aðstæður. Ahrifin virtust mest ífremur blautu heyi, þ.e. neðan við 40-45%þe. en úr því dvínuðu þau ört. Efnið dró úr gerjun og niðurbroti sykranna í heyinu og gerði það lystugra fyrir lömb. • Reynsla bænda af verkun og fóðrun benti ekki til jafn augljósra áhrifa Foraforms hvað lystugleika heysins snerti. Kann háttþurrkstig heysins við hirðingu að hafa ráðið nokkru þar um. Inn í þetta verkefni var fléttað rannsókn á verkun háar í rúlluböggum sem hafin var árið 1995. Unnið er að uppgjöri á henni og verður því ekki fjallað nánar um hana hér. 2. Áhrif hitastigs á gerjun heys Tilraun þessi var upphaf rannsóknar á áhrifum geymsluhita á verkun rúlluheys; gerð í stofústíl með hreint vallarfoxgras: heyið hirt grasþurrt og verkað í loftþéttum glerkrukkum (1,0 1) með gaslás. Þrenns konar hey var reynt við tvenn geymsluhitastig. Heyið var slegið á þremur þroskastigum. Þrjár endurtekningar voru í hveijum lið tilraunarinnar sem annars var skipulögð þannig: 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.