Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Side 54

Rit Búvísindadeildar - 20.04.1998, Side 54
HE YVERKUN ARRANN SÓKNIR Bjami Guðmundsson Inngangur Sumarið 1997 reyndist erfitt til heyskapar í Borgarfirði. Á eðlilegum sláttutíma túngrasa gáfust fáir þurrkdagar. Sem dæmi má nefna að á Hvanneyri reyndust þeir aðeins vera 4 í júlí samanborið við 14 í sama mánuði árið áður. Hafði þetta mikil en þó að sínu leyti verðmæt áhrif á tilraunastarfið á sviði heyverkunar. Á árinu 1997 var svipuðum tíma varið til heyverkunartilrauna og undanfarin ár. Með fóðrun og efnagreiningum var lokið nokkrum tilraunum frá sumrinu 1996 og sumarið 1997 var efni safnað í nýjar rannsóknir sem úr verður moðað veturinn 1997-98. Þá var að venju allnokkrum tíma varið til uppgjörs og kynningar niðurstaðna úr eldri rannsóknum eins og rita- og erindaskrá ber með sér. Hér verður greint frá helstu verkefnunum. A. Framhald tilrauna 1996 1. Hjálparefni við verkun heys í rúlluböggum Vorið 1996 var gerður verksamningur á milli Bændaskólans/Búvísindadeildar og Norsk Hydro/Hydro Nutrition um prófun á íblöndunarefninu Foraform í rúlluhey. Gerðar voru tilraunir með efnið á Hvanneyri en auk þess var það reynt í athugunum hjá sex nágrannabændum. Verkefninu lauk með skýrslu sem skilað var í júní 1997. Draga má helstu niðurstöður verkefnisins saman þannig: • Iblöndurnarefnið Foraform virtist bæta verkun rúlluheys við ákveðnar aðstæður. Ahrifin virtust mest ífremur blautu heyi, þ.e. neðan við 40-45%þe. en úr því dvínuðu þau ört. Efnið dró úr gerjun og niðurbroti sykranna í heyinu og gerði það lystugra fyrir lömb. • Reynsla bænda af verkun og fóðrun benti ekki til jafn augljósra áhrifa Foraforms hvað lystugleika heysins snerti. Kann háttþurrkstig heysins við hirðingu að hafa ráðið nokkru þar um. Inn í þetta verkefni var fléttað rannsókn á verkun háar í rúlluböggum sem hafin var árið 1995. Unnið er að uppgjöri á henni og verður því ekki fjallað nánar um hana hér. 2. Áhrif hitastigs á gerjun heys Tilraun þessi var upphaf rannsóknar á áhrifum geymsluhita á verkun rúlluheys; gerð í stofústíl með hreint vallarfoxgras: heyið hirt grasþurrt og verkað í loftþéttum glerkrukkum (1,0 1) með gaslás. Þrenns konar hey var reynt við tvenn geymsluhitastig. Heyið var slegið á þremur þroskastigum. Þrjár endurtekningar voru í hveijum lið tilraunarinnar sem annars var skipulögð þannig: 47

x

Rit Búvísindadeildar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.