Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 6

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 6
4 ÍSLENZKAR LANDBIJNAÐARRANNSÓKNIR ákveðið að sæða hyrndar ær á Hesti, seni allar voru vestfirzkar, með sæði úr hrein- ræktuðum þingeyskum hrútum, sem þá voru til í Árnessýslu. Síðan hafa öðru hverju verið sæddar hyrndar ær á Hesti með sæði úr hreinræktuðum þingeyskum hrúturn. Einnig hafa kollóttar ær á Hesti verið sæddar með sæði úr hreinræktuðum kollóttum hrútum af vestfirzkum stoíni úr Árnessýslu, Strandasýslu og af Snæfellsnesi. Síðan sæðingar hófust hafa því verið til á Hesti hyrndar ær, ýmist hálfblóðsþingeysk- ar eða minna eða meira, auk hreinræktaðra hyrndra og kollóttra vestfirzkra. Þar sem fyrir liggja nákvæmar skýrslur um væn- leika, fóðrun og afurðir alls fjárins á Hesti, þykir ástæða til að gera athuganir á afurða- hæfni annars vegar á hreinræktuðu koll- óttu og hyrndu vestfirzku fé og hins vegar á því, hvaða áhrif blöndun þingeyska fjár- ins við hyrnda vestfirzka stofninn hefur liaft. RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR Við fjárskiptin 1951 fékk Hestsbúið leyfi til að velja lömb á nokkrum bæjum, þar sem vitað var að notaðir höfðu verið hrút- ar, sem hlotið höfðu góða dóma á síðustu hrútasýningum fyrir fjárskiptin. Auk hinna völdu lamba, fékk Hestsbúið nokkuð af óvöldum lömbum. Lömbin voru ýmist hyrnd eða kollótt. Tafla 1 sýnir frá hvaða bæjum þau voru. Sumir bændur á Vestfjörðum höfðu ára- tugum saman, áður en fjárskiptin fóru fram, hreinræktað kollótt fé eða hyrnt fé, en aðrir blönduðu þessum stofnum saman af handahófi. Telja mátti nokkurn veginn hreinrækt- að kollótt fé á eftirtöldum bæjurn: Múla, Laugabóli og Vatnsfirði, en kollóttu lömb- in, sem keypt voru frá Meiri-Hattardal, Kinnarstöðum og Skerðingsstöðum, voru blendingar af kollóttu og hyrndu fé. Á Hesti voru stofnarnir aðgreindir í hyrndan og kollóttan stofn frá upphafi, þ. e. kollóttar ær voru látnar fá við koll- óttum hrútum og hyrndar ær við hyrndum hrútum. Við ræktun beggja stofnanna var fylgt sömu stefnunni í megin atriðum, þ. e. að reyna að sameina í hvorum stofni alla eftir- sóknaverðustu eiginleika, sem sauðfé þarf að hafa við það búskaparlag, sem þorri ís- lenzkra bænda fylgir. Var því féð í báðum stofnum valið með tilliti til eftirfarandi eiginleika: a. Vaxtarhraða frá fæðingu til 1. október, sem er í senn mælikvarði um mjólkur- getu móður og meðfædda vaxtargetu lambsins. b. Frjósemi foreldra. c. Vaxtarlagi, þ. e. að fá féð lágfætt, sívalvaxið, bollangt og vel vöðvafyllt, sérstaklega á spjaldhrygg, mölum og lærum; einnig með ávalar, vel vöðva- fylltar herðar, útlögumikinn brjóst- kassa og framstæða, breiða bringu. Þá hefur verið reynt að velja féð með stutt höfuð, gilda snoppu og gleiða kjálka og gleitt setta og rétta fætur. d. Þá hefur nokkurt tillit verið tekið til litarháttar og magns og gæða ullar. Valið hefur verið gegn sterkgulum lit, en þó lítil áherzla lögð á að rækta skjallhvítt fé. Eins og vikið er að í inngangi, fékkst leyfi til að flytja sæði úr þingeyskum hrút- um úr öðrum fjárskiptahólfum að Hesti og á fleiri bæi í því hólfi veturinn 1956—57. Sæddar voru allar þær hyrndar ær, sem gengu þá daga, sem sæðið var flutt, nema þær, sem voru bundnar í afkvæmarannsókn- um. Voru því ærnar, sem fengu fang við þingeysku sæði, á engan hátt valdar. Fyrstu árin eftir að sæðingar hófust var í raun- inni strangara úrval líflamba úr lueinrækt- aða vestlirzka stofninum en rneðal blend-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.