Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Qupperneq 14
ÍSL. LANDBÚN.
J. AGR. RES. ICEL.
1971 3, 1: 12-27
Ræktunartilraunir á Kili
Sturla Friðriksson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Yfirlit. í framhaldi af fyrri uppgræðslutilraunum á örfoka hálendismelum voru gerðar
ræktunartilraunir með sáningu fjögurra íslenzkra grastegunda.
Notað var fræ af snarrót, língresi, hálmgresi og túnvingli, en hin síðastnefnda var
einnig borin saman við danskan túnvingulstofn.
Þessum tegundum var sáð á fjórum stöðum á Kjalarsvæðinu, svo og láglendi sunnan-
og norðanlands. Reitir 24 X 24 m að stærð voru friðaðir með girðingu og á þá borinn
áburður í sex ár, sem svaraði tii 350 kg kjarna, 300 kg þrífósfats og 100 kg kaiís á
hektara. Að þeim tíma liðnum voru íslenzku túnvingulsreitirnir 80% þaktir. Þótt
áburðargjöf lyki, rýrnaði hula beirra ekki næstu þrjú ár á eftir.
Hinn danski túnvingull reyndist mun lakari en hinn íslenzki. Af öðrum íslenzkum
tegundum gaf snarrót bezta raun við uppgræðslu.
Ekki varð jákvæður árangur af sáningu belgjurta.
Veðurathuganir voru gerðar við suma tílraiinareitina, og einnig er stuðzt við almenn-
ar veðurfarslýsingar við mat á árangri uppgræðslunnar. Þessar upplýsingar hefur Flosi
Sigurðsson, veðurfræðingur á Veðurstofu íslands, tekið saman.
INNGANGUR
Áður hefur verið getið tilrauna með upp-
græðslu lands á afréttum (Sturla Friðriks-
son 1969 a, b, og 1970).
í ljós hefur komið, að með áburði og sán-
ingu má auka nýtanlegan gróður og græða
að nýju örfoka land á fáurn árum. Reynslan
hefur liins vegar sýnt, að erlendar grasteg-
undir eru misharðgerðar og graslendi, sem
sáð liefur verið til, tekur nokkuð að rýrna,
eftir að áburðargjöf lýkur. Fram að þessu
höfðu aðeins verið notaðar erlendar gras-
tegundir til útsæðis. Mátti þó telja senni-
legt, að innlendar grastegundir væru þol-
rneiri og hentugri til notkunar við upp-
græðslu. Einnig var talið æskilegt að reyna
ræktun belgjurta með sáðgresinu. Mátti
vænta þess, að þær gætu bundið nægt köfn-
unarefni úr loftinu, til jiess að grasgróð-
ur nýgræðslunnar nyti góðs af og rýrnaði
ekki eins mikið, eftir að áburðargjöf er lok-
ið.
Allur vöxtur gróðurs er undir ákveðnum
vaxtarskilyrðum kominn. Til þess að fá
raunhæft mat á uppskeru er því nauðsyn-
legt að hafa hliðsjón af veðurfari gróður-
svæðisins um sprettutímann.
Ekki þótti ósennilegt, að vaxtarskilyrði
á hálendi Islands væru nokkuð frábrugðin
því, sem þau eru í byggð, og þroski gróðurs
væntanlega annar. Var því talin ástæða til
þess, að gróðurfræðilegar rannsóknir væru
studdar af veðurathugunum.
Vorið 1962 voru skipulagðar ræktunar-
tilraunir mishátt yfir sjó til þess að leita
úrlausnar áðurnefndum viðfangsefnum.
Tilraunasvæðið náði þvert yfir landið frá
Gunnarsholti, norður um Kjöl, allt að
Keflavík á Hegranesi í Skagafirði. Skal hér
skýrt frá tilhögun þessarar athugunar og
þeim niðurstöðum, sem fengizt hafa.