Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Page 16
14 ÍSLENZKAR LANDBLJNAÐARRANNSÓKNIR
Mynd 2. Mælitæki reist á Hveravöllum, 600
m, og sáð í melinn 1962.
Fig. 2. Meteorological instruments set up and
seeding performed in 1962 at 600 m above sea
level.
Eftirfarandi sex tegundir plantna voru
notaðar til sáningar og uppgræðslutilrauna
í athugunarreiti hinna ýmsu svæða:
1. íslenzkur túnvingull — Festuca rubra,
2. (Ítofte-túnvingull — Festuca rubra Ötofte,
3. smári (S—100) — Trifoleum repens,
4. snarrót — Deschampsia caespitosa,
5. língresi — Agrostis tenuis,
6. hálmgresí — Calamagrostis neglecta.
Þremur fyrstnefndu tegundunum var sáð
innan girðingar í reiti, 2x5 m að flatarmáli,
með fjórum endurtekningum, en þremur
síðarnefndu tegundunum var sáð í reiti 2x
10 m að flatarmáli, og voru þar einnig hafð-
ar fjórar endurtekningar.
Fræinu var dreifsáð í reitina, þannig að
hverri tegund var sáð sér í reiti, nema smár-
anum. Honum var sáð í tvo reiti með ís-
lenzka túnvinglinum, og var borið kalk á
annan þeirra.
Einnig var plantað út um 20 plöntum á
hverjum stað af Alaska-lúpínu, sem safnað
var á Markarfljótsaurum hjá Múlakoti, og
einnig sáð nokkru af lúpínufræi. Þá var og
plantað út nokkrum blaðgróningum sauð-
vinguls.
A reitina var síðan borinn áburður, sem
svarar til 350 kg kjarna, 300 kg af þrífosfati
og 100 kg kalí á hektara. Kalk var, sem fyrr
segir, borið á smárareiti, og svaraði það til
500 kg á hektara.
Síðan var borinn árlega sami skammtur af
áburði á reitina fram til ársins 1967, en það
sumar var síðast borið á. Sama ár var sáð
lúpínufræi yfir reitina. Enda þótt áburðar-
gjöf lyki það sumar, voru reitiinir eftir sem
áður friðaðir með girðingu. Var sömuleiðis
haldið áfram að mæla gróðurfar innan girð-
inganna og fylgjast með vexti einstakra teg-
unda.
NIÐURSTÖÐUR
Lýsing gróðurreita.
Af vexti einstakra tegunda urðu niðurstöð-
ur sem hér segir:
Ötofte-túnvingull spratt fyrsta sumarið
nærri helmingi betur en hinn íslenzki á
öllum sex athugunarstöðunum. Athyglis-
vert er, að spretta á túnvingli var þó mjög
svipuð á hálendi og í byggð, en þess ber
þó að gæta, að sumarið var mjög þurrt á
láglendissvæðunum.
Á öðru sumri höfðu túnvingulsplönturn-
ar yfirleitt þroskazt og þétzt í reitunum.
Var þá eftir fyrsta veturinn kominn glöggur
munur á þoli túnvingulsstofna frá íslandi
og Danmörku, þar sem danski Ötofte-stofn-