Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 17
RÆKTUNARTILRAUNIR Á KILI 1 5
Mynd 3. Lúpína, Hvera-
vellir, 600 m, 1969.
Fig. 3. Lupinus nootka-
tensis, Hveravellir, 600 m,
1969.
inn hafði horfið úr öllum reitum nema í
Keflavík, Skagafirði og á Hveravöllum. I
Gunnarsholti höfðu allir reitirnir eyðilagzt,
og var áburðargjöf og eftirliti hætt.
Fyrsta sumarið var vöxtur smárans bezt-
ur í Gunnarsholti, en eftirtektarvert er, að
smárareitirnir á Hveravöllum í 600 m hæð
yfir sjó skiluðu einnig allgóðum árangri.
I Keflavík varð hins vegar minnstur vöxt-
ur á smára. Á öðru sumri var allur smári
horfinn, og enginn marktækur munur
reyndist á þeim túnvingulsreitum, sem
smára hafði verið blandað í, miðað við
hreinu túnvingulsreitina.
Snarrót, língresi og hálmgresi sýndu
minni sprettu á öllum sex stöðunum fyrsta
árið en hinar fyrrnefndu tegundir, en þar
gilti einnig um innbyrðisniðurstöður milli
staða, að vöxtur í Gunnarsholti var einna
beztur, þá á Hveravöllum, en í Keflavík var
árangurinn lakastur.
Sauðvingull og Alaska-lúpína, sem jrlant-
að var út í afgirta svæðið, lifðu vel á öllum
stöðum, nema í Keflavík. Þar dóu báðar
tegundirnar út á fyrsta sumri, og má telja
það fyrst og fremst af völdum lítillar úr-
komu.
Lúpínan bætti við sig blöðum annars
staðar, en jók ekki merkjanlega við hæð
sína fyrsta sumarið og dó veturinn eftir.
Lúpínufræ, sem legið hafði í jörðu, tók
hins vegar að spíra. Endurtók þetta sig
nokkur sumur, að alltaf spíruðu fræ, en
ungplönturnar, sem uxu, dóu jafnan vetur-
inn eftir. (Mynd 3).
Með friðun og endurtekinni áburðargjöf
þéttist gróðurinn yfirleitt í reitunum, og
sýndu íslenzku tegundirnar yfirburð, hvað
snerti þol og endingu.
Á hálendinu virtist Hveravallareiturinn
bjóða öðrum fremur upp á betri vaxtarskil-
yrði, meiri raka og betra skjól. Á Sandkúlu-
felli og við Kerlingarfjöll voru reitirnir á
háhæðum, og í Hvítárnesi lá reiturinn und-
ir áfoki. Þessi munur á vaxtarskilyrðum
greindi á rnilli túnvingulsstofnanna, því
að danski 0tofte-stofninn lifði aðeins á
Hveravöllum, eins og hann gerði reyndar á
láglendi í Skagafirði, en íslenzki stofninn
þoldi einnig harðrétti hinna svæðanna.
Á línuritum (Mynd 4 og 5) sést jiessi mun-
ur í hulumælingum, þar sem íslenzki tún-
vingullinn jréttist stöðugt í svörðinn, eftir
jiví sem árin liðu. Þegar áburðargjöf lauk
1967, voru reitirnir með íslenzku tegund-
unum orðnir vel grónir sáðgrösum. Rækt-