Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Qupperneq 30

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Qupperneq 30
ÍSL. LANDBÚN. J. AGR. RES. ICEL. 1971 3, 1: 28-38 Kynbótaeinkunn áa Stefán Aðalsteinsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, búfjárraktardeild Yfirlit. Lýst er uppbyggingu kerfis, sem notað hefur verið við útreikninga á fail- þungaeinkunn áa, og einnig er lýst útreikningum á kynbótaeinkunn áa með fjórum þáttum, frjósemi, fallþungaeinkunn, ullarmagni og ullarflokki. Notaðar voru tölur yfir frjósemi og lambavænleika hjá 2539 tvævetlum á fjórum ríkisbúum til að reikna út kynbótaeinkunn, sem byggðist á tveimur þáttum, frjósemi ærinnar og einkunn, sem henni hafði verið gefið fyrir fallþunga lamba. Öryggi kyn- bótaeinkunnarinnar (væntanlegt arfgengi) reyndist 0.18. Fundið arfgengi á kynbótaeinkunninni, reiknað út frá fervikagreiningu milli og innan feðra áa, reyndist vera 0.22 með meðalskekkju 0.05. Arfgengi á frjósemi ánna í þessari rannsókn reyndist vera 0.21 með meðalskekkju 0.05 og arfgengi á fallþungaeinkunn reyndist einnig 0.21 með meðalskekkju 0.05. Allar arfgengistölurnar eru raunhæft hærri en 0. INNGANGUR Liðin eru nærri 30 ár, síðan færðar voru sönnur á, að þegar kynbæta á marga eigin- leika samtímis, næst mestur heildarárang- ur, ef allir eiginleikarnir eru metnir sam- tírnis, þeir sameinaðir í eina heildarein- kunn (selection index) og valið til kynbóta eftir talnagildi heildareinkunnarinnar (Hazel & Lush, 1942). Við útreikning á slíkri heildareinkunn, sem liér eftir verður kölluð kynbótaein- kunn, þarf að vita einingarverðmæti hvers eiginleika til þess að geta vegið eiginleik- ana saman eftir verðmæti þeirra. Jafnframt þarf að vita arfgengi eiginleikanna, erfða- frávik þeirra og umhverfisfrávik og erfða- samhengi og umhverfissamhengi milli þeirra (Hazel, 1943). Við útreikning á sem réttustu kerfi til að byggja kynbótaeinkunnir á þarf því að afla fyrir fram vitneskju um margar hjálpar- stærðir og nýta allar upplýsingar, sem í þess- um stærðum eru fólgnar við uppbyggingu á einkunnakerfinu. Dæmi um kerfi fyrir kynbótaeinkunnir áa er að finna frá Noregi, þar sem teknir hafa verið saman þrír eiginleikar í kynbóta- einkunn, en jreir eru ullarvigt, frjósemi ánna og lifandi Jiungi lambanna að hausti (Gjedrem, 1966). RANNSÓKNAREFNI OG AÐFERÐIR a. Einkunnakerfi fyrir fallþunga lamba. Á árunum 1958—’60 var byggt upp kerfi fyrir umreikning á fallþunga lamba í ein- kunn. Þetta kerfi hefur mikið verið notað til einkunnagjafa hér á landi síðan, og er því tímabært að birta lýsingu á j)ví. Fyrir sláturlömb er reiknaður út meðal- þungi á fæti og meðalfalljmngi fyrir ein- lembingshrúta, einlembingsgimbrar, tví- lembingshrúta og tvílembingsgimbrar. Fyrir líflamb af ákveðinni lambategund

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.