Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Page 31

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Page 31
KYNBÓTAEINKUNN ÁA 29 er fallþungi þess, Y1; reiknaður eftir formúl- unni: Yi = yms + 0.42 (xj - xms), þar sem = þungi iíflambsins á fæti, xmb = meðalþungi sláturlamba af sömu tegund á fæti og yms = meðalfallþungi sláturlamba af þess- ari lambategund. Stuðullinn 0.42 gefur til kynna, að fyrir hvert kg, sem þungi lambanna á fæti eykst, aukist fallþungi þeirra um 0.42 kg. Þessi stuðull fannst við útreikning á gögnum frá Hestsbúinu (Stefán Aðalsteinsson, óbirtar niðurstöður). Fallþungi einstakra lamba, þ. e. fundinn fallþungi sláturlamba og reiknaður fail- þungi líflamba, er síðan leiðréttur fyrir aldri hlutaðeigandi lambs. Við þá leiðrétt- ingu hefur eingöngu verið miðað við breyti- legan fæðingardag, og hefur dagafjöldinn frá fæðingu lambsins til 1. október verið notaður sem aldur lambsins við slátrun. Aldursleiðréttur fallþungi lambsins, Y, er þá fundinn þannig: Y = yói - 0.1 • (xd - xdm), þar sem yói = fallþungi lambsins, óleiðréttur fyrir fæðingardegi, xd = aldur lambsins í dögum og xmd = meðalaldur allra lamba á búinu í dögum. Stuðullinn 0.1 sýnir, að fyrir hvern dag, sem lambið fer yfir meðalaldur allra lamba á búinu, er dregið frá fallþunga þess 0.1 kg, en sama magni bætt við fallþunga þess fyrir hvern dag, sem lambið er undir meðal- aldri lambanna á búinu. Þessi stuðull er líka fundinn við útreikning á gögnum frá Hestsbúinu (Stefán Aðalsteinsson, óbirtar niðurstöður). Aldursleiðréttur fallþungi lambanna er síðan notaður til að umreikna fallþungann í einkunn. Við þá útreikninga eru fundin búsmeðaltöl fyrir fallþunga hlutaðeigandi ár fyrir fjóra lambahópa undan tveggja vetra ám og eldri, en þessir hópar eru: einlembingshrútar, sem gengu einir undir, einlembingsgimbrar, sem gengu einar undir, tvílembingshrútar, sem gengu undir sem tvílembingar, og tvílembingsgimbrar, sem gengu undir sem tvílembingar. Út frá fallþungameðaltölum þessara fjögurra lambahópa eru síðan reiknuð út búsmeðaltöl fyrir kjötframleiðslu fimm ær- hópa, þ. e.: yml = kjöt eftir einlembda á með hrút, ym2 = kjöt eftir einlembda á með gimb- ur, ym3 = kjöt eftir tvílembda á með tvo hrúta, ym4 = kjöt eftir tvílembda á með hrút og gimbur, ym5 = kjöt eftir tvílembda á með tvær gimbrar. Þessi meðaltöl eru síðan notuð til að umreikna kjötframleiðslu einstakra áa í einkunn, E, með eftirfarandi formúlu: 1.43 E = 5.0 -j-----(yj - ymj), þar sem OT i = 1, 2, 3, 4 eða 5, eftir því, hvern ær- hópanna hér að oían er um að ræða, y^ = fallþungi eftir þá á, sem verið er að gefa einkunn, yml = meðalfallþungi eftir á í hlutaðeig- andi ærhóp og CTj = meðalfrávik hlutaðeigandi ærhóps í fallþunga eftir á. Fundin hafa verið eftirfarandi gildi fyrir cTj út frá gögnum frá Skriðuklaustri (Stefán Aðalsteinsson, óbirtar niðurstöður):

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.