Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Page 32

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Page 32
30 ÍSLENZKAR LANDBLINAÐARRANNSÓKNIR cfj = 2.10 kg, cr2 = 1.71 kg, cr3 = 3.34 kg, cr4 = 3.13 kg, cr5 = 2.92 kg. Stuðlarnir 5.0 og 1.43 eru við það mið- aðir, að meðalfrávik einkunnarinnar verði 1.43 og meðaltal af öllum einkunnum verði 5.0. Með því að velja saman meðaltalið 5.0 og meðalfrávikið 1.43 eiga 99.98% allra einkunna að liggja á bilinu 0.0—10.0. Þær einkunnir, sem lenda utan þessara marka, eru látnar jafngilda 0, ef þær eru neðan við neðri mörk, en 10, ef þær eru ofan við efri mörk. Tvílembingar, sem ganga einir undir, eru umreiknaðir í einlembinga, og eru leiðrétt- ingarstuðlar, sem notaðir hafa verið í því skyni, sýndir hér á eftir. Leiðrétt Lamb Gengur Lamb á móti með margf. fætt sem undir sem drepst stuðli Tvíl. hr. Einl. hr. Fyrir rún. 1.10 Tvíl. hr. Einl. hr. Eftir rún. 1.15 Tvíl. g. Einl. g. Fyrir rún. 1.07 Tvíl. g. Einl. g. Eftir rún. 1.12 Þess skal jafnframt getið, að sé lamb vanið undir á, er fósturmóðurinni gefin einkunn fyrir lambið. b. Kerfi fyrir kynbótaeinkunn áa, byggt á fjórum þáttum. Kerfi íyrir útreikninga á kynbótaeinkunn fyrir ær, þar sem hverri á er gefin einkunn fyrir reiknað kynbótagildi með tilliti til afurða, var byggt upp á vegum Búfjár- erfðafræði og ullarrannsókna við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins árið 1965. Kerfi þetta er jafnframt notað til að reikna út afkvæmadóm fyrir hrúta með ti 1- liti til þess, hve afurðasamar dætur þeir gefa. Grundvöllurinn fyrir kerfinu er sá, að reiknað er út aklursleiðrétt búsmeðaltal fyrir fjóra eiginleika, sem mældir eru á ánum, en þeir eru fjöldi fæddra lamba pr. á, einkunn áa fyrir fallþunga lamba, sem lýst er hér að framan, ullarmagn ánna og ullarflokkur. Gert er ráð fyrir, að um- hverfissamhengi og erfðasamhengi milli þessara eiginleika innbyrðis sé 0. Aldursleiðréttingarstuðlar fyrir frjósemi voru fengnir með því að leggja til grund- vallar línurit yfir frjósemi áa eftir aldri í umfangsmikilli sænskri rannsókn (Johans- son og Hansson, 1943), og var þar reiknað með tölum yfir ær af sænska landkyninu, en aldursleiðréttingarstuðlar fyrir einkunn fyrir afurðir í kjöti og ullarmagn eru fundnir á tölum frá Skriðuklaustri og Hesti, og fara þeir hér á eftir: Leiðréttingarstuðlar fyrir Correction factors for «0 | B 1 'CC C3 Aldur ; Age of Frjósen Fecuná 3 C ? S s -s •s s S £ score Ullarm Wool lueight 1 V. 1.40 1.40 1.10 2 V. 1.15 1.25 1.00 3 V. 1.05 1.10 1.10 4 V. 1.00 1.00 1.20 5 V. 1.00 1.00 1.30 6 V. 1.00 1.00 1.40 7 V. 1.05 1.05 1.50 8 V. 1.10 1.10 1.60 9 V. 1.15 1.20 1.70 10 V. 1.20 1.35 1.80 11 V. 1.25 1.35 1.90 12 V. 1.30 1.35 2.00 Meðaltölin fyrir frjósemi, einkunn fyrir fallþunga og ullarmagn eru öll færð upp á við, þannig að aldursleiðréttu búsmeðal- tölin eru öll sambærileg við það, sem verið hefði, ef ærnar á búunum hefðu allar verið fullorðnar. Ullarflokkurinn hefur ekki ver- ið leiðréttur fyrir aldri.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.