Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Síða 33
KYNBÓTAEINKUNN ÁA 31
Næsta stig í útreikningunum er það, að
fyrir hverja á er reiknað út, hve mikið
hún víki frá búsmeðaltali í hverjum þess-
ara fjögurra eiginleika á hverju ári um
sig.
Frávikin í hverjum eiginleika fyrir sig
eru síðan leiðrétt fyrir aldri ærinnar, og
að því búnu eru lögð sarnan aldursleiðrétt
frávik ærinnar í hverjum eiginleika fyrir
sig öll afurðaár hennar og meðaltöl af frá-
vikunum fundin með því að deila í summ-
urnar með fjölda afurðaára.
Áður hefur verið gerð tafla yfir arfgengi
á hverjum eiginleika fyrir sig fyrir eins árs,
tveggja ára, þriggja o. s. frv. upp í 11 ára
afurðir.
Arfgeng frávik ærinnar í hverjum eigin-
leika eru því næst fundin með því að marg-
fakla frávikameðaltölin með arfgenginu á
hverjum eiginleika fyrir þann árafjölda,
sem ærin hefur gefið afurðir.
Arfgengið fyrir þá fjóra eiginleika, senr
lrér um ræðir, og arfgengið á kynbóta-
einkunn ánna var áætlað eftir fyrri rann-
sóknum, bæði innlendum og erlendum, og
eins tvímælingargildi eiginleikanna (re-
peatability), og voru notaðar eftirfarandi
tölur:
Eiginleiki Arfgengi (h2) Tvímælingargildi (r) Verðtala
Character Heritahility Repeatability Economic xoeight
Frjósemi Fecundity 0.15 0.25 10.50
Einkunn fyrir falljxmga Score for carcass production .... 0.30 0.50 1.20
Ullarmagn Wool weight 0.40 0.70 2.10
Ullarflokkun Wool class 0.50 0.75 0.30
Kynbótaeinkunn áa Eive index 0.30 0.50
Arfgengið fyrir margra ára meðaltal var
reiknað eftir formúlunni:
" l + (n-l)r’
þar sem hn2 er arfgengið fyrir meðaltal n
ára, n er árafjöldinn, h2 er arfgengið fyrir
einstakt ár, og r er tvímælingargildið
(Berge, 1934).
Kynbótaeinkunn ærinnar er því næst
reiknuð út með því að margfalda arfgeng
frávik hennar í hverjum eiginleika með
verðtölu viðkomandi eiginleika og leggja
útkomurnar saman. Þeirri tölu er síðan
bætt við töluna 22.0, og kemur þá út tala,
sem gefur áætlað kynbótagildi ærinnar,
mælt í kg kjöts, og er meðalánni ætlað að
gefa afurðir í kjöti, ull og ullargæðum,
sem samsvarar 22.0 kg á ári.
Öryggið í kynbótaeinkunn ærinnar er
reiknað tit eftir formúlunni hn2 hér að
framan, og er reiknað með arfgenginu og
tvímælingargildinu á kynbótaeinkunninni,
sem sýnt er i töflunni hér að framan.
Afkvæmadómur á hrútum er þannig
fundinn, að aldursleiðrétt heildarfrávik
dætra hrútsins í hverjum eiginleika um
sig eru lögð saman, og jafnframt er fund-
inn heildarfjöldi afurðaára allra dætra
hrútsins fyrir hvern eiginleika um sig og
heildarfjöldi dætra lians.
Meðalárafjöldi dætra hrútsins á skýrslu