Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 37

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 37
KYNBÓTAEINKUNN ÁA 35 lembuna. Verðtalan fyrir fallþungaein- kunnir er ákvörðuð þannig, að hvert stig í einkunn er látið jafngilda 1.2 kg kjöts á einlembingi. Kynbótaeinkunnirnar, sem þessi rann- sókn nær til, voru reiknaðar þannig út, að fundin voru arfgeng frávik hverrar tvæ- vetlu í frjósemi og fallþunga frá búsmeðal- tali lilutaðeigandi ár, þau umreiknuð í kg kjöts og útkoman lögð við töluna 22, sem er nálægt því að vera heildarkjötmagn eftir á á ríkisbúunum, sem rannsóknin nær til. Formúla fyrir kynbótaeinkunninni er því eftirfarandi: E = 2 hj2 • (xj - xmi) • Wi + 22.0, i=l þannig, að þegar frjósemi og fallþunga- einkunn eru reiknaðar saman í kynbóta- einkunn, fæst E = 0.15 • (xx — xml) • 10.5 -þ 0.30 • (x2-xm2) • 1.2 + 22.0, þar sem xx = frjósemi ærinnar, x2 = fallþungaeinkunn ærinnar, xml = meðalfrjósemi búsins hlutaðeig- andi ár, xm2 = meðalfallþungaeinkunn búsins hlutaðeigandi ár og E = kynbótaeinkunn ærinnar. Við þennan útreikning á kynbótaeinkunn er gert ráð fyrir því, að erfðasamhengi og umhverfissamhengi (genetic og pheno- typic correlation) milli lrjósemi og fall- þungaeinkunnar sé 0. Með því að reikna með því, að meðal- frávik fyrir frjósemi sé 0.5 lömb og meðal- frávik fyrir einkunn 1.43 stig og jafnframt, að umhverfis- og erfðasamhengi á milli eiginleikanna sé 0, fæst, að öryggið á kyn- bótaeinkunninni eigi að verða r2HI = 0.18 I’ctta öryggi er jafnframt væntanlegt arf- gengi á kynbótaeinkunninni (sjá Gjedrem, 1967). Frávik ærinnar frá búsmeðaltali í frjó- semi og fallþungaeinkunn, svo og kynbóta- einkunnin, voru götuð út í spjöld, þar sem númer föður ærinnar var jafnframt gatað. Útkomuspjöldin voru síðan notuð til að gera fervikagreiningu milli og innan hrúta. Var hvert bú reiknað fyrir sig, en fertölu- summur og frítölur innan búa síðan lagðar saman og arfgengi reiknað fyrir öll búin tekin saman. Á það skal bent, að þar eð hver ær var miðuð við búsmeðaltal ársins, reyndist óþarft að taka tillit til áramis- munar við þetta uppgjör. Við útreikning á arfgenginu var notuð aðferð sú, sem lýst er hjá Kempthorne (1957) og gert ráð fyrir, að allar ærnar í gögnunum væru hálfsystur. Meðalskekkjan á arfgenginu var reiknuð eftir formúlunni (Robertson, 1959), þar sem N er fjöldi einstaklinga og h2 er arfgengið. NIÐURSTÖÐUR Fjöldi áa, meðalfrjósemi þeirra, meðalfall- þungaeinkunn og meðalfrávik fyrir frjó- semi og fallþungaeinkunn fyrir hvert ár og hvert bú sést í töflu 1. Gerð var sérstök könnun á því, hvert eríðasamhengið á milli frjósemi og fall- þungaeinkunnar hjá tvævetlunum í þessum gögnum væri, og reyndist það vera + 0.06, svo að ekki getur skeikað miklu, þó að það sé talið vera 0. Á töflu 2 sést, að arfgengið á frjósem- inni, 0.21, er óvenjulega hátt miðað við flestar arfgengistölur, sem áður hafa fund- izt, en það er algengast, að arfgengið hafi reynzt vera frá 0.00—0.15 (Gjedrem, 1966). Arfgengið á frjósemi í íslenzku sauðlé, sem

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.