Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Síða 38

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Síða 38
36 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR TAFLA 2 - TABLE 2 Niðurstöður fervikagreiningar og arfgengisútreikninga á frjósemi, fallþungaeinkunn og kynbótaeinkunn. Analysis of variance and heritabilities for fecundity, score for carcass production and selection index. Fervik Variance Aleðalfrávik Atriði C.haracler Milli feðra áa Between sires (Frítala DF = 190) Innan feðra Within sires (Frltala DF = 2281) F-gildi F Arf- gengi arfgengis Standard deviation of h* Frjósemi Fecundity 0.3702 0.2182 1.70** 0.21 0.05 Fallþungaeinkunn Score for carcass production 3.7133 2.1903 1.70** 0.21 0.05 Kynbótaeinkunn Selection index 1.2459 0.7116 1.75** 0.22 0.05 ** PCO.Ol áður er fundið, 0.13—0.18 (Sveinn Hall- grímsson, 1965, er með hærri gildum, sem fundizt hafa til þessa. Arfgengið á fallþungaeinkunninni, 0.21, er lægra en það, sem áður hafði fundizt á hluta af þessum gögnum, þar sem það reyndist 0.34 með meðalskekkju 0.12 (Stefán Aðalsteinsson, óbirtar niðurstöður), en nálægt ýmsum arfgengistölum, sem fundizt hafa um lifandi þunga lamba (Gjedrem, 1966). Arfgengið á kynbótaeinkunninni, 0.22, verður að teljast vel viðunandi hátt og er mjög nálægt því arfgengi, sem við var bú- izt, en væntanlega gildið á því var 0.18, eins og áður er getið. Þetta arfgengi er mjög nálægt jrví arfgengi, sem algengt er að reikna með um nythæð mjólkurkúa. ÁLYKTANIR Arfgengi það, sem fundizt hefur hér á kyn- bótaeinkunn áa, þar sem saman eru teknir eiginleikarnir frjósemi ærinnar, mæld í fjölda lamba, og fallþungaeinkunn ærinn- ar, rnæld á einkunnastiga frá 0—10, er það hátt, að kynbótaeinkunnin á að geta orðið mikilvægt hjálpartæki við kynbætur á af- urðasemi sauðfjár. Hægt er að nota kynbótaeinkunnina við að raða ám upp eftir kynbótagildi, óháð því, hvort þær hafa átt eitt eða tvö lömb, og óháð kyni lambanna. Framfarir í afurðasemi áa ættu að geta orðið örar með notkun kynbótaeinkunn- ar, ef skýrsluliald og skipulag sauðfjár- ræktarfélaganna væri virkjað í þágu af- kvæmarannsókna á hrútum og skipulögð væri leit að beztu hrútsmæðrum á lélags- svæðinu og þeim haldið undir beztu af- kvæmaprófuðu hrútana. I þeim löndum, þar sem kynbætur naut- gripa eru lengst á veg komnar, er mjög rnikið lagt upp úr kynbótamöguleikum Jjeim, sem fyrir hendi eru á nythæð, Jregar arfgengi hennar er nálægt 0.2.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.