Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Side 43
STAÐBRIGBAMYNDUN 41
TAFLA 1 - TABLE 1
Uppskera eftir meðferð.
Yi.eld accnrding t.n treatment..
Tilraunaliður Treatment Fjöldi potta no. of pots Uppskera í g yield in g Meðaluppsk. í g mean yield in g
1. 0—S 235 606,8 2,58
2. N—S 235 1550,9 6,60
3. 0—0 235 545,4 2,32
4. N—0 235 1366,9 5,81
5. 0—CaCO;i 235 562,3 2,39
6. N-CaCOs 235 1362,7 5,81
Alls 1410 5995,2
Total
steini (S), en hann oxiderast smám saman
í SO4 og veldur sýringu jarðvegsins.
í tilraunalið 3 og 4 var engu bætt (o),
en í tilraunaliði 5 og 6 var bætt 3 g af áburð-
arkalki (CaCOs) til hækkunar sýrustigs.
Að því búnu var 10 g af CaSOj, 2Hl»0
bætt í alla pottana. Var þetta gert til að
reyna að einangra áhrif hækkunar og lækk-
unar sýrustigsins frá næringaráhrifum þeim,
sem brennisteinninn eða kalsíum kynnu að
valda.
I lok sumars var sýrustig mælt á ný og
reyndist vera pH 3,5—3,6 efst í pottun-
um í tilraunalið 1 og 2, en hækkaði nokkuð
neðar og var um pH 4,7—4,8. í tilraunalið
3 og 4 reyndist sýrustigið óbreytt frá því
um vorið (pH 5,3—5,4), en í tilraunaliðum
5 og 6 hafði sýrustigið hækkað og var um
pH 5,9—6,0 neðst í pottunum.
Uppskera var tekin 29.—30. ágúst og
þurrkuð við 95°C í sólarhring og síðan veg-
in. Uppskera var vegin sérstaklega úr hverj-
um potti.
Mánuði eftir uppskeru varð vart visnun-
ar og dauða plantna í tilraunalið 1 og 2.
Sennilegt er, að þessum dauða hafi valdið
þurrkur, en þurrkur gæti hafa aukið sýr-
ingu jarðvegslausnarinnar að því rnarki, að
hún væri plöntunum skaðleg.
Talning á dauðum og visnum plöntum
var nú framkvæmd og niðurstöður heirn-
færðar við gróðurlendi á tökustað fræsins á
íslandi.
NIÐURSTÖÐUR
í töflu 1 eru uppskerutölur birtar eftir
þeirri meðferð, sem plönturnar fengu, og
tafla 2 sýnir raunhæfisathugun á þeim nið-
urstöðum. Tafla 3 sýnir uppskeru, raðað
niður eftir sýslum.
Af töflu 1 og 2 má ráða, að köfnunarefnis-
gjöf var sá tilraunaliður, sem jók upp-
skerumagnið mest. Athyglisverðast er þó, að
tilraunaliðir 1 og 2 (brennisteinsgjöf = lágt
pH) gáfu mesta uppskeru.
Aukningin á uppskeru tilraunaliða 1 og 2
(S), miðað við tilraunaliði 3—4 (o) og 5—6
(CaCOs), var 7.2%. Hins vegar varð enginn
raunhæfur munur á uppskeru milli 3—4 og
5—6.
Jákvæð raunhæf samsvörun varð á milli