Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Síða 46

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1971, Síða 46
44 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR ari tilraun og jarðvegsgerð á þeim stað, sem fræinu var safnað. Jarðvegur á íslandi er af þessu að dæma nægilega mismunandi til að beina Jiróun plöntuhópa inn á mismunandi brautir. UMRÆÐUR Aðstæður við rannsóknir þessar voru frá- brugðnar íslenzkum staðháttum, bæði hvað varðar loftslag og jarðveg. Heimfærsla á niðurstöðum við íslenzkar aðstæður verður því að gerast með gát. Engu að síður gefa þessar niðurstöður vísbendingu um atriði, sem gætu haft nokkra þýðingu á íslandi. Sú staðreynd, að 7,2% uppskeruauki varð við mjög lágt pH, er athjyglisverð. Vetnisjóna- magn virðist sjaldan hafa bein áhrif á, hvaða tegundir þrífast, en hins vegar hefur sýrustigið áhrif á nýtanleika ákveðinna efna (Small 1954). Þannig skýrir Small (1. c.) frá tilraun, þar sem Cynodon dactylon var lát- íð vaxa við mismunandi pH gildi. Varð eng- in upptaka af kalsíum við jrH 3, en lítil við jrH 4. Arnon og Johnson (1942) komust að sömu niðurstöðu varðandi áhrif pH á upp- töku kalsíums. Þrátt fyrir viðbótina CaSOi, 2H2O má Jrví gera ráð fyrir, að kalsíum haíi verið minna nýtanlegt i tilraunalið 1 og 2. McNeur (1953) gerði pottatilraun með grös og smára og fann, að rýgresi (Lolium perenne) og axhnoðapuntur (Dactylis glo- merata) gáfu hæstu uppskeru við lægst ]>!I. Engar skýringar voru þó gefnar varðandi áhrif jrH á ujjjítöku næringarefna. Sullivan (1962) fann, að vallarsveifgras (Poa pratensis) gaf hærri uppskeru við pH 6,2 en pH 5,1, en engin samsvörun fannst milli sýrustigs og köfnunarefnisgjafar. Wiersam og Bakama (1959) komust að því, að jónrýmd rótarinnar hafði stjórnandi áhrif á hlutfallslega upptöku ein- og tví- giklra katjóna og að plöntur virðast þróa ítaðbrigði með tilliti til Jressa eiginleika. Dreifing Festuca rubra í skozku raklendi fylgdi kalsíummettun jarðvegsins þannig, að grasið óx ekki þar, sem kalsíummettunin féll niður fyrir 20-30% (Ratcliffe, 1965). Bradshaw og Snaydon (1961) unnu með söfn af sauðvingli (Festuca oviná), upprunn- um úr kalkkenndum jarðvegi annars vegar og mjög súrum jarðvegi hins vegar, og komust að raun um, að kalsíumsvörun Jressara safna var mismunandi. Safnið úr kalkjarðveginum gaf jákvæða línulega svörun við kalsíum, meðan safnið úr súra umhverfinu sýndi litla svörun og jafnvel neikvæða við tiltölulega lága kal- síummettun. Clymo (1962) hefur rannsakað hlutfalls- leg áhrif vetnisjóna- og kalsíummagns og Jrau eitrunar- og skortsáhrif, sem þeirn fylgja. Notaði hann tvær tegunclir, Carex lepidocarpa (kalkleitin) og Carex demissa (kalkfælin), og fann þá fyrri vera næmari fyrir eituráhrifum áljóna (alumíníum) við lágt jrH, jafnframt Jjví að hafa þörf fyrir mikið magn af kalsíum í jarðvegi. Clarkson (1965) ræktaði Agrostis stoloni- fera og Agrostis setacea við mishátt magn kalsíums í næringarlausn. Hámarksujrptaka af kalsíum í blaðsprotum jrlantnanna var náð við mjög mismikið magn kalsíums í næringarlausninni. í A. setacea var þessu hámarki náð, þegar kalsíumstyrkur lausn- arinnar náði 0,25 mM. Þegar þessum styrk var náð, hætti plantan einnig að sýna vaxt- arsvörun við kalsíum og sýndi jafnvel nei- kvæða vaxtarsvörun við hærra magni af kalsíum. í A. stolonifera var enn um aukna upptöku kalsíums og jákvæða vaxtarsvör- un gagnvart kalsíum að ræða við 2.5 mM kalsíumstyrk lausnar. Af ofangreindum dæmum virðist sem grös þrói staðbrigði með tilliti til kalsíum- magns jarðvegsins. íslenzki túnvingullinn í ofangreindri tilraun hagaði sér sem kalk- fælin jurt, |j. e. gaf hæstu upjjskeru við lágt pH. Þessar niðurstöður og hin lága kal- síummettun íslenzks jarðvegs (Bjarni Helga- son 1959) gefur tilefni til að ætla, að íslenzk-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.