Fréttablaðið - 02.12.2020, Page 2

Fréttablaðið - 02.12.2020, Page 2
Enginn aðgangur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. ræddi í gær framlengingu á reglum um sóttvarnir til 9. desember. Áfram verður bannað að koma f leiri en tíu saman. Við Ráðherrabústaðinn sá upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar til þess að engir fjölmiðlamenn kæmust inn fyrir dyr nema sjónvarpsmenn og takmarkaði það möguleika ljósmyndara nokkuð. Þá var eina ráðið að leggjast á glugga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI MENNING Þórunn Hjartardóttir myndlistarkona hefur lesið 500 bækur fyrir Hljóðbókasafn Íslands, f leiri en nokkur annar. „Mér hefur alltaf fundist þetta gefandi og gott starf,“ segir Þórunn. „Ég get lesið allan daginn en oftast les ég fyrir hádegi eða eftir, enda hef ég alltaf unnið annað líka.“ Þórunn kveðst hafa byrjað að lesa fyrir Hljóðbókasafn Íslands árið 1994. Einnig hafi hún lesið ein- hverja tugi bóka fyrir Storytel og fleiri auk þess sem hún hafi byrjað að lesa í Ríkisútvarpið ung að árum, ýmist fyrir börn, unglinga eða eldra fólk, í gegnum Gunnvöru Braga. Þær upptökur séu í Hljóðbókasafni Íslands. Hún kveðst vera „eitt af útvarps- börnunum“, þar sem faðir hennar, Hjörtur Pálsson, hafi unnið hjá RÚV. „Amma mín, Guðbjörg Bjarman, bjó á heimilinu okkar þar til ég var fimmtán ára, hún sá illa en hafði alltaf verið bókelsk. Ég man þegar sonur hennar, Jón Bjarman, færði henni segulbandstæki og spólur frá Blindrabókasafninu. Það breytti öllu hjá henni. Áður höfðum við systur lesið fyrir ömmu til skiptis, bæði úr blöðum og annað, þann- ig að ég vandist upplestri strax í æsku,“ lýsir Þórunn. „Amma átti einhvern tíma met í hlustun bóka hjá Blindrabókasafninu, þannig að ég vissi snemma af safninu og þýðingu þess.“ Blindrabókasafnið breyttist í Hljóðbókasafn Íslands. Þórunn segir það samkvæmt lögum aðeins þjóna þeim sem ekki geti nýtt venju- legar bækur. Fyrirtækin Hljóðbók og Storytel séu á sjálfstæðum mark- aði, þar á milli séu skil. „Núorðið eru lesblindir og fólk með ADHD með aðgang að Hljóð- bókasafni Íslands og með þeim tveimur hópum fjölgaði notendum þess mikið,“ upplýsir Þórunn. Hún kveðst hafa lesið margar náms- bækur fyrir framhalds- og háskóla gegnum tíðina en stórlega hafi dreg- ið úr lestri fyrir háskóla. „Mennta- málastofnun á svo að sjá til þess að allar námsbækur fyrir grunnskóla séu aðgengilegar sem hljóðbækur og hljóðbækur með texta, á opnum vef fyrir alla.“ Bækurnar sem Þórunn hefur lesið inn á band eru mislangar og af öllum gerðum. Erfiðast hefur henni þótt að lesa námsbækur með mörg- um formúlum og táknum í fögum eins og stærð-, eðlis-, hreyfils- og þotufræði. „En það sem hefur fengið mesta útbreiðslu af því sem ég hef lesið er Dalalíf, eftir Guðrúnu frá Lundi. Það var líka uppgötvun fyrir mig að lesa það, því þar er stórkost- leg lýsing á aldarfari og lifnaðar- háttum, fyrir utan ástir og örlög.“ gun@frettabladid.is Alltaf fundist þetta gefandi og gott starf Þórunn Hjartardóttir var heiðruð í Hljóðbókasafni Íslands í gær fyrir lestur fimm hundruð bóka inn á band. Safnið á upptökur úr útvarpi með Þórunni frá því hún var tíu ára. Mest er hlustað á Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi. Blöskrar ekki að kemba gegnum bókastafla svo þau sem eiga erfitt með lestur fái notið efnisins. Þórunn kann mjög vel við sig við hljóðnemann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Núorðið eru les- blindir og fólk með ADHD með aðgang að Hljóðbókasafni Íslands og með þeim tveimur hópum fjölgaði notendum þess mikið. Þórunn Hjartardóttir DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið skuli endurgreiða Elko ehf. alls 18,7 milljónir króna auk vaxta. Um er að ræða innflutn- ing á raftækjum sem falla undir gild- issvið laga um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga auk reglu- gerðar um raforkuvirki. Til dæmis er um að ræða spenna, mælitæki og ýmsan búnað til raflagna. Undan- farin ár hefur verið lagt á gjald vegna innflutningsins sem nemur 0,15 pró- sentum af tollverði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Elko ehf., hélt því hins vegar fram fyrir dómi að álagning umræddra gjalda hefði ekki byggst á fullnægjandi lagaheimild. Um væri að ræða skatt og um hann þyrftu lög að kveða á um hverjir séu skattskyldir, við hvað skatturinn skuli miðast og hver fjárhæð hans sé. Innheimta gjaldanna væri því ólögmæt og gjöldin hefðu verið oftekin. Íslenska ríkið hélt því fram að um lögmæta skattheimtu væri að ræða en því var héraðsdómur ósammála. Að sögn Flóka er ljóst að dómur- inn muni verða fordæmisgefandi fyrir aðra gjaldtöku á sama laga- grundvelli ef hann verður endan- legur. Gera megi ráð fyrir að nokkur fjöldi aðila geti átt rétt á sambærilegri endurgreiðslu í því tilviki. Íslenska ríkið hafi frest til 28. desember til að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. – bþ Elko lagði ríkið í héraðsdómi Flóki Ásgeirsson COVID -19 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi í viku í viðbót, til 9. desember. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við tillögu Þórólfs Guðna- sonar sóttvarnalæknis. Bakslag í smiti undanfarna daga gerði það að verkum að horfið var frá því að slaka á sóttvörnum. Áfram verður tíu manna samkomubann, tveggja metra regla, grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra og sundlaugum, líkamsræktarstöðv- um, börum og skemmtistöðum er enn gert að hafa lokað. – bþ Óbreytt ástand í viku í viðbót REYKJAVÍK Skólpi verður sleppt í sjó við hreinsistöð fráveitu við Ána- naust vegna viðgerðar á stöðinni frá klukkan átta í dag, miðvikudag, til miðnættis. Búast má við aukinni gerlameng- un í sjónum meðan á viðgerðinni stendur. Mælast Veitur til þess að fólk sé ekki í eða við sjóinn í nálægð við hreinsistöðina á meðan þetta ástand varir. Skilti verða sett upp við stöðina og nálæga fjöru sem varar fólk við mögulegri gerlamengun. Berist rusl í fjörur verði þær hreinsaðar af Veitum. – bþ Skólp í sjó við Ánanaust í dag Hafðu samband í síma 568 8000 eða pantaðu gjafakort á borgarleikhus.is Gefðu kæró drama um jólin Frá Ánanaustum. 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.