Fréttablaðið - 02.12.2020, Side 4
REYK JAVÍK RÚV og Skóla- og frí-
stundasvið Reykjavíkurborgar
hafa gert með sér samstarfs- og
styrktarsamning sem snýr að Ung-
RÚV. Markmiðið er að unglingar í 8.
til 10. bekk í Reykjavík fái tækifæri
til að þróa og taka þátt í verkefnum
UngRÚV þar sem áhersla er lögð
á fjölbreytileika og mismunandi
hæfileika unglinga, eins og segir í
samningnum.
Meðal annars verður þróað vef-
sjónvarpsefni fyrir ungt fólk auk
þess sem RÚV leggur til tækja- og
tæknibúnað til að streyma frá að
minnsta kosti þremur unglinga-
viðburðum á vegum Skóla- og frí-
stundasviðs á samningstímanum.
Alls hljóðar samningurinn upp á
tæpar 14,2 milljónir króna og verð-
ur greiðslum skipt niður á þrjú ár.
Skóla- og frístundaráðsfulltrúar
Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata
og Vinstri grænna fögnuðu samn-
ingnum í sérstakri bókun og sögðu
meðal annars að góðu heilli væri
meiri áhersla lögð á að láta raddir
barna og ungmenna heyrast. Full-
trúar Sjálfstæðisflokksins í ráðinu
fögnuðu einnig áhuga RÚV á verk-
efninu en hörmuðu að ekki hefðu
verið sendar verðfyrirspurnir á
aðrar sjónvarpsstöðvar eða athugað
með áhuga þeirra á verkefninu. – bþ
14,2
milljónir króna er andvirði
samningsins um UngRÚV.
Ljóðabálkur eftir Hallgrím Helgason sem hrærir upp
í okkur og brýnir með sinni alkunnu mælskusnilli
„... skýtur Hallgrímur títuprjónum
í íslensku þjóðarsálina, hittir beint í mark
og sprengir hana eins og blöðru.“
RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga til jóla | www.forlagid.is
REYKJAVÍK Reykjavíkurborg horfir
fram á 11,3 milljarða króna halla
á næsta ári. Meirihlutinn mælti
fyrir fjárhagsáætlun næsta árs á
fundi borgarstjórnar í gær. Stefnt
verður að því að reksturinn verði
hallalaus eftir tvö ár. Samhliða því
verður kynnt viðbragðsáætlun
borgarinnar gegn kórónaveirufar-
aldrinum, Græna planið, sem felur
í sér að ráðist verður í fjárfestingar
upp á 28 milljarða á næsta ári og
175 milljarða á næstu þremur árum
með aðstoð fyrirtækja í eigu borgar-
innar. Meðal þess sem er boðað eru
sundlaugar í Fossvogi, Elliðaárvogi
og Úlfarsárdal.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for-
maður borgarráðs, segir einhverjar
gjaldskrár munu hækka um 2,5 pró-
sent, þá muni nokkrar gjaldskrár
standa í stað, á borð við menning-
arkort og hundaleyfisgjald. Sorp-
hirðugjald mun hækka en það sé
utan stjórnar borgaryfirvalda.
Hagrætt verður um 1 prósent að
meðaltali en 0,5 prósent í skóla- og
félagsmálum. „Við erum að setja
aukið fjármagn í fjárfestingar. Við
förum ekki í blóðugan niðurskurð,
frekar ætlum við að vernda störfin,“
segir Þórdís Lóa. „Með því værum
við að varpa okkar vandamáli yfir
í atvinnuleysi sem við vitum að
kemur alltaf aftur í fangið okkar.
Árið 2021 munum við styðja við
með okkar fjármagni, það þýðir
lántökur.“
Skuldir verði greiddar niður frá
árinu 2025. Áfram verður stefnt að
því að fjölga íbúðum í borginni um
þúsund árlega. Meðal fjárfestinga
verða íbúðakjarnar fyrir fatlað fólk
og félagslegar íbúðir. Þá verði ekki
dregið úr viðhaldi á byggingum í
eigu borgarinnar.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins, segir að ekki sé tekið á
undirliggjandi rekstri borgarinnar.
„Áður en kreppan kom var borgin
að safna skuldum upp á milljarð á
mánuði, hér er ekki verið að taka
á því. Það er ekki verið að lækka
álögur á fólk, útsvarið verður áfram
hæst á höfuðborgarsvæðinu,“ segir
Eyþór. Hann gefur ekki mikið fyrir
Græna planið. „Það á að fjárfesta
fyrir milljarða í malbikunarstöð og
jafnframt 4,5 milljarða í nýju húsi á
Tryggvagötu. Við teljum þetta ekki
réttu leiðina upp úr kreppunni, það
er betra að standa með atvinnulíf-
inu og að byggja á ódýrari stöðum
í stað þéttingarreita.“ Eyþór gagn-
rýnir einnig lántökuna. „Við erum
að tala um 52 milljarða lán á næsta
ári. Við sjáum skuldaviðmiðin rofin,
hámarkið er 150 prósent af tekjum,
skuldirnar fara hátt í 170 prósent
árið 2022.“ arib@frettabladid.is
Milljarða halli á næsta ári
Halli Reykjavíkurborgar nemur 11,3 milljörðum króna á næsta ári. Formaður borgarráðs segir að ekki
verði farið í blóðugan niðurskurð. Oddviti Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir 52 milljarða króna lántöku.
Meirihlutinn í borgarstjórn mælti fyrir fjárhagsáætluninni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Sveitarfélög gera ráð
fyrir miklum halla
Sveitarfélög um allt land gera
ráð fyrir verulegum hallarekstri
á næsta ári. Í Kópavogi er hallinn
575 milljónir, 1,2 milljarðar
í Hafnarfirði, 499 milljónir í
Garðabæ og 567 milljónir í
Mosfellsbæ. Á Akureyri er búist
við halla upp á 1 milljarð króna.
Bæjarráð Reykjanesbæjar bað
sveitarstjórnarráðuneytið um
frest til að leggja fram tillögu
að fjárhagsáætlun, á áætlunin
að vera samþykkt í bæjarstjórn
fyrir áramót. Þá er ekki búið
að opinbera fjárhagsáætlun
Árborgar, Fjarðabyggðar, Fjalla-
byggðar eða Ísafjarðar.
Við förum ekki í
blóðugan niður-
skurð, sem væri hægt að
gera, frekar ætlum við að
vernda störfin.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir,
formaður
borgarráðs
Það er ekki verið að
lækka álögur á fólk,
útsvarið verður áfram hæst
á höfuðborgarsvæðinu.
Eyþór Arnalds,
oddviti Sjálf-
stæðisflokksins
Samstarf RÚV
og Reykjavíkur
Ríkisútvarpið í Efstaleiti
DÓMSTÓLAR „Mannréttindadóm-
stóll Evrópu hefur slegið skjald-
borg um dómsvaldið með þessum
tímamótadómi. Ekki bara á Íslandi
heldur í gjörvallri Evrópu,“ segir
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lög-
maður um staðfestingu yfirdeildar
MDE á fyrri dómi réttarins í Lands-
réttarmálinu svokallaða í gær.
Vilhjálmur, sem er lögmaður
kæranda málsins, segir að sér hafi
þótt nauðsynlegt, í ljósi þess hvern-
ig staðið hafi verið að skipun dóm-
ara í Landsrétt, að bera það verk-
lag undir MDE. „Niðurstaðan eftir
þessa tæplega þriggja ára baráttu
er afgerandi, sem er ánægjuleg fyrir
umbjóðanda minn. Dómararnir
sautján voru einróma um niður-
stöðuna sem er gott fyrir Ísland og
Evrópu,“ segir hann.
Kjartan Bjarni Björgvinsson, for-
maður Dómarafélagsins, segir alla
valdhafa stjórnskipunarinnar sæta
gagnrýni í hinum nýja dómi. „Ein
áhugaverðasta gagnrýnin fyrir
dómstólana er að MDE er í raun að
gefa merki um að dómstólar eigi að
ganga lengra í endurskoðun sinni
þegar um er að ræða mannrétt-
indi,“ segir Kjartan Bjarni og vísar
til gagnrýni dómsins á þá áherslu
sem Hæstiréttur hafi lagt á réttar-
vissu og stöðugleika á kostnað þess
réttaröryggis sem fólgið er í sjálf-
stæði dómstólanna.
„Á hinn bóginn segir í loka-
orðum dómsins að niðurstaðan
hafi ekki áhrif á þau mál sem þegar
eru dæmd þannig að það má segja
að þetta sé dómur sem horfi fyrst
og fremst til framtíðar í stað þess
að umbylta öllu því sem þegar er
orðið,“ segir Kjartan Bjarni. – aá
Merki um að dómstólar eigi að ganga lengra í endurskoðun
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð