Fréttablaðið - 02.12.2020, Síða 21

Fréttablaðið - 02.12.2020, Síða 21
tapas.is TILBOÐ A – FYRIR TVO • Nýbakað brauð með hummus og tapenade • Marineraðar lambalundir með lakkríssósu • Beikonvafin hörpuskel og döðlur á spjóti (2 stk.) með sætri chilli sósu • Djúpsteiktur humar í orly • Kjúklingaspjót (2 stk.) með blómkáls-cous cous, furuhnetum, blómkálsmauki og alioli • Nautaspjót (2 stk.) með sveppaduxelles, bourgunion-sveppasósu og smælki 6.990 kr. 3.495 kr. á mann TILBOÐ B – FYRIR TVO • Nýbakað brauð með hummus og tapenade • Beikonvafin hörpuskel og döðlur á spjóti (2 stk.) með sætri chilli sósu • Andabringa með jarðskokkum, svartrót og Malt- og Appelsínsósu • Djúpsteiktur humar í orly • Kjúklingastrimlar í chiliraspi með gráðaostasósu • Lambaspjót (2 stk.) með chorizo-sósu, smælki og rótargrænmeti • Nautaspjót (2 stk.) með sveppaduxelles, bourgunion-sveppasósu og smælki 7.990 kr. 3.995 kr. á mann VEGAN TILBOÐ • Nýbakað brauð með hummus og tapenade V • Blómkál marinerað með harissa, blómskálsmauki, pistasíu-lime vinaigrette og granatepli V • BBQ Jackfruit soft taco (2 stk.) með mangó-jalapeno salsa, avókadómauki og ferskum kóríander V • Vegan Piri Piri "rif" með djúpsteiktu smælki og sítrus-hvítlaukssósu V 3.990 kr. á mann Tekið er við pöntunum í síma 551 2344 eða á netfangið tapas@tapas.is TAPASBARINN MEÐ ÞÉR HEIM! SÚPER TAKE AWAY TILBOÐ HINN EINI SANNI Í 20 ÁR! Hagstætt verðlagður Magnús Örn telur að hlutabréfa- markaðurinn eigi eftir að þokast upp á við áfram, þó að ekki sé óeðli- legt að sjá fjárfesta selja aðeins inn í miklar hækkanir. „Hlutabréfa- markaðurinn er hagstætt verðlagð- ur að teknu tilliti til vaxtastigsins í landinu. Vextir á innlánum gefa nei- kvæða raunávöxtun og sparnaður er að leita meira inn á hlutabréfa- markaðinn,“ segir hann. Að hans sögn hefur skuldabréfa- markaðurinn verið geysisterkur síðustu misseri og vextir á markaði lækkað mikið þó að enn sé hægt að festa jákvæða ríkistryggða raun- vexti til langs tíma, ólíkt því sem þekkist erlendis. „Aukin eftirspurn hefur verið eftir hærri ávöxtunar- kröfu, til dæmis í fyrirtækjaskulda- bréfum, og munum við sjá það aukast. Það er breytt landslag þar sem vaxtastig hér á landi mun lík- lega vera viðvarandi lægra en við höfum áður búið við,“ segir hann. Magnús Örn segir að lág krafa á skuldabréfamarkaðnum styðji við hlutabréfamarkaðinn og ekki sé ólíklegt að verðmargfaldarar hækki. „Verðkennitölur eru enn lágar miðað við nágrannalöndin,“ segir hann og vekur athygli á að lík- lega muni skráð fyrirtæki geta greitt umtalsverðan arð þegar staða hag- kerfisins batni. „Það er ekki óvar- legt að áætla að þær muni nema um þremur til fimm prósentum af markaðsvirði í eðlilegu árferði,“ segir hann. Mogens Gunnar segir að heilt yfir sé hlutabréfamarkaðurinn hóf lega verðlagður. „Það er eðli- legt að verðkennitölur hækki þegar vextir lækka. Við sjáum engin bólu- einkenni enn sem komið er,“ segir hann. Búast megi við rekstrarbata hjá f lestum félögunum í Kauphöll- inni á árinu 2021 sem muni styðja við verðlagningu félaganna. Sveinn telur að hlutabréfamark- aðurinn geti heilt yfir haldið áfram að hækka á næsta ári. „Það verður hins vegar töluvert f lökt og ekki endilega öll félög með sömu mögu- leika þegar bóluefnið fer í umferð,“ segir hann. Lífeyrissjóðir í hlutabréf Mogens Gunnar telur að lífeyris- sjóðir gætu horft meira til innlends hlutabréfamarkaðar á næstunni. Lækkandi vaxtastig hérlendis hefur fælandi áhrif á fjárfestingar í skulda- bréfum og innlánum. „Krónan er til- tölulega veik um þessar mundir en væntingar eru um að hún styrkist þegar líða tekur á næsta ár. Auk þess hafa verið miklar hækkanir á erlendum hlutabréfum. Við það hafa erlendar eignir lífeyrissjóða hlutfallslega aukist og eru víða að nálgast langtímamarkmið. Í því ljósi er mögulega ekki eins áhuga- vert fyrir lífeyrissjóði að fjárfesta erlendis við núverandi aðstæður,“ segir hann. Á undanförnum árum hafi lífeyr- issjóðir lánað sjóðfélögum mikið til fasteignakaupa en nú séu heimilin að endurfjármagna fasteignalánin hjá bönkum sem bjóði nú betri kjör. Við það safnist upp fjármunir sem þurfi að fjárfesta. Mogens Gunnar telur að hluti af því fé gæti runnið inn á hlutabréfamarkaðinn. „Í nýrri fjárfestingarstefnu Gildis fyrir árið 2021 erum við að leggja upp með að auka nokkuð við vægi hlutabréfa, ekki síst á erlendum mörkuðum,“ segir Davíð Rúdólfs- son, forstöðumaður eignastýringar Gildis. „Við horfum jafnframt nokkuð björtum augum á innlenda hlutabréfamarkaðinn á næstu miss- erum. Það er viðbúið að endurskipu- lagning í ferðaþjónustu muni taka tíma og vonandi mun sá geiri koma sterkari til baka. Heilt yfir teljum við horfur góðar í flestum geirum og að markaðurinn hérna heima verði sterkur áfram,“ segir hann. Erlendir fjárfestar Að sögn Mogens Gunnars er sömu- leiðis líklegt að erlendir fjárfestar horfi í auknum mæli til Íslands þegar hlutabréfamarkaðurinn fari í vísitölumengi MSCI fyrir vaxtar- markaði (e. frontier) um mitt næsta ár. „Það gæti vakið áhuga erlendra fjárfesta á að fjárfesta hér á landi í ljósi þess að krónan er veik og spár benda til að hagkerfið taki við sér á næsta ári. Það er þó rétt að hafa í huga að mengi erlendra fjárfesta hérlendis hefur verið þröngt. Ef til vill mun áhugi þeirra fyrst um sinn beinast að Arion banka og Marel en það eru fyrirtækin sem verða í vísi- tölunni.“ Sveinn segir að erlendir fjárfestar horfi mikið til gengis krónunnar þegar fjárfest sé hér á landi. Telji þeir að hún muni styrkjast eru meiri líkur á að þeir fjárfesti hérlendis en ef reiknað er með að hún muni veikj- ast er líklegt að þeir haldi sig til hlés. „Jafnvel þótt erlendir fjárfestar hafi fengið góða ávöxtun á skuldabréfa- eða hlutabréfamarkaði í gegnum tíð- ina hefur það komið fyrir að veiking krónunnar þurrkaði út ávöxtunina. Erlendir fjárfestar verja sig almennt ekki gegn gjaldeyrisáhættu,“ segir hann. Snorra þykir líklegt að miklir fjár- munir muni streyma á hlutabréfa- markaðinn. Að hans mati hefur hlutabréfaverð fasteignafélaganna lækkað of mikið að undanförnu. „Markaðsvirði þeirra er undir bók- færðu virði fasteignanna,“ bendir Snorri á en slær þann varnagla að byggt hafi verið of mikið af atvinnu- húsnæði á síðastliðnum árum. Eins nefnir hann að minna sé um tjón hjá tryggingafélögunum þegar hægist um í hagkerfinu og því til viðbótar séu margir heima við um þessar mundir. Við þær aðstæður þurfi þau að greiða út færri tjón. Þá njóti tryggingafélögin góðs af góðu gengi á fjármálamörkuðum. Eins sé Arion banki hagstætt verðlagður. „Sala smásöluverslana verður góð á næstunni en ég sé í raun ekki kaup- tækifæri í þeim þótt þær séu ekki ofmetnar á markaði. Sömu sögu er að segja af framleiðslufyrirtækj- unum Marel og Brim,“ segir hann. Heldur dökk mynd Magnús Örn segir að ýmsir, þar með talinn Seðlabankinn, hafi dregið upp heldur dökka mynd af umsvif- unum í hagkerfinu á næsta ári. Fari ferðaþjónustan af stað geti hún skil- að umtalsverðum gjaldeyristekjum, eins myndi þjóðarbúið njóta góðs af því ef loðna finnst. Hann er þó þeirra skoðunar að atvinnuleysi verði umtalsvert fram að sumri. „Það er mikilvægt að atvinnulífið verði undirbúið þegar viðspyrnan kemur og fyrir- tækin verði ekki orðin gjaldþrota. Þess vegna eru aðgerðir á borð við hlutabótaleiðina mikilvægar. Til að atvinnulífið geti náð sér á strik þarf að vera mörkuð skýr stefna um það hvernig brugðist verði við COVID- 19 smiti til að skapa fyrirsjáanleika í rekstri og auka líkur á að fyrirtæki séu klár í slaginn.“ Eins og komið var inn á hefur COVID-faraldurinn alls ekki aðeins haft neikvæð áhrif á félög í Kaup- höllinni. Mogens Gunnar segir að rekstur smásöluverslana hafi gengið vel, sömu sögu sé að segja af trygg- ingafélögum og að veiran hafi haft lítil áhrif fjarskiptafélögin. Fyrir utan Icelandair séu það einkum fasteignafélögin sem hafi orðið fyrir búsifjum af völdum heimsfaraldurs- ins. „Leigutakarnir eru þverskurður af atvinnulífinu og margir þeirra starfa meðal annars í ferðaþjónustu. Heilt yfir hefur Kauphöllin farið afar vel út úr heimsfaraldrinum. Flest fyrirtækin standa mjög vel og sum hver jafnvel betur en fyrir faraldur- inn,“ segir hann. Fín uppgjör Magnús Örn hefur orð á því að uppgjörin á öðrum og þriðja árs- fjórðungi hafi verið fín. „Vissu- lega er væntingum stillt í hóf í ljósi aðstæðna. Það hefur komið ánægju- lega á óvart hve vel hefur tekist að hagræða í rekstrinum þegar á móti blæs. Sum fyrirtæki hafa notið góðs af heimsfaraldrinum eins og til dæmis þau sem eru í smásölu og upplýsingatækni.“ Sérfræðingar á markaði vekja athygli á að fyrirtækin hækki ekki bara vegna bættra horfa sem rekja má til COVID-19 bóluefnis. Síminn hafi til að mynda hækkað vegna væntinga um sölu fjarskiptainn- viða, Arion banki í ljósi þess að bankinn megi hugsanlega greiða út arð, horfur séu á að hagræðing í rekstri Eimskips muni skila sér og hagræði muni felast í sameiningu Kviku og TM. 30 25 20 15 10 5 0 ✿ V/H hlutfall samkvæmt spá um hagnað eftir tólf mánuði *Spá Stefnis Heimild: Bloomberg Norðurlönd - MXND Danmörk - OMXC25 Svíþjóð - OMXS30B Finnland - HEX Noregur - OSEBX Ísland* ✿ Innlán heimila Veltiinnlán og óbundin (í milljörðum króna) 700 600 500 400 300 15% 10% 8% 18% 2016 2017 2018 2019 31.10.20 % Vöxtur milli ára Heimild: Seðlabankinn MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.