Fréttablaðið - 02.12.2020, Síða 38

Fréttablaðið - 02.12.2020, Síða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Birkir K ristján Guð-mundsson byrjaði að skrifa texta fyrir ára-tug, þegar hann var 17 ára gamall.„Ég hef verið á kafi í hipp-hopp tónlist og menningu síðan ég man eftir mér. Fékk þetta beint í æð frá eldri frændum mínum frá því ég var svona sex til sjö ára. Byrjaði með Wu-Tang og 2pac, Eminem kom svo sterkur inn og hafði mikil áhrif á mig. Í dag hlusta ég mest á hipphopp frá Englandi.“ Birkir byrjaði að gefa út tónlist árið 2015 og gaf svo út sína fyrstu plötu, Hrátt Hljóð, árið 2017. Um miðjan nóvember gaf hann út sína aðra sólóplötu, Með enga tengingu við tíðarandann. „Eins og munkar og nunnur kalla sig bræður og systur kalla ég mig bróður því hipp-hopp eru mín trú- arbrögð og ég munkur hipphopp- kirkjunnar,“ segir Birkir um tilurð listamannsnafnsins Bróðir BIG. „Ég hef alltaf verið kallaður Biggi frá því ég man eftir mér og eftir að ég byrj- aði að rappa fóru margir að stytta það einfaldlega í BIG, væntanlega sem tilvitnun í hina ýmsu rappara sem hafa gengið undir því nafni eins og Notorious BIG, Big L, Big Pun, Big Daddy Kane og fleiri.“ Tæklar alvöru málefni Þegar Birkir byrjað að vinna að plötunni stefndi hann á að gera „con scious“ rappplötu, eins og hann orðar það. „Mig langaði að taka fyrir ýmis málefni. Þó ég hafi vissulega nokkr- um sinnum reynt að koma með ein- hverja ádeilu í textunum mínum hef ég mestmegnis bara verið að leika mér að gera eitthvert bófarapp og leika mér með orð. Oftast hefur það skipt mig meira máli hvernig ég segi eitthvað frekar en hvað ég segi en núna, á þessari plötu, er það alveg öfugt. Á þessari plötu vildi ég tækla alvöru málefni og tjá mig um eitt- hvað sem mér finnst skipta máli,“ segir Birkir. Að sögn Birkis er platan í raun tví- skipt, fyrri helmingurinn er þetta mikilvæga og seinni helmingurinn er fjör og skemmtun. „Eitthvað létt til að vega upp á móti þessu þunga,“ bætir hann við. Hann segir plötuumslagið endur- spegla þessa póla á vissan hátt. „Framan á er allt rosa fallegt en aftan á er allt önnur saga. Meðal málefnanna sem ég tek fyrir á plötunni eru til dæmis stríð og aðstæður f lóttafólks, hvernig við komum fram við dýr og notfærum okkur þau, pólitík og sorg. Þessi þungi helmingur plötunnar endar á laginu Sama hvernig sagan fer sem er um tvo elstu vini mína sem báðir dóu eftir neyslu á læknadópi með stuttu millibili. Ég var byrjaður að skrifa lagið um annan þegar hinn dó og lagið endar á að vera um þá báða,“ segir Birkir. Erfiðir tímar Upptökur á plötunni kláruðust fyrir árslok árið 2018 og stefndi Birkir á að gefa hana út snemma árs 2019. „En það gekk ýmislegt á í lífi mínu sem varð til þess að ég bara hrein- lega hætti. Það sem hafði mest áhrif á það var þegar afi minn dó. Hann var eins og besti vinur minn, bjó rétt hjá mér og ég hitti hann örugg- lega oftar en alla aðra vini mína til samans. Við fórum saman til Tenerife þar sem hann veikist og endar í öndunarvél á spítala þar,“ segir hann. Í um mánuð eftir það var Birkir úti hjá afa sínum og gerði lítið annað en að heimsækja hann tvisvar á dag. „Að horfa upp á hann svona dró bara allan kraft úr mér. Ég fattaði það ekki fyrr en hálfu ári seinna að það væri ástæðan fyrir því að ég hefði ekki gert nokkurn skapaðan hlut í plötunni eða neinu öðru verk- efni frá því að ég kom heim. Skiln- aður við fyrrverandi konuna mína eftir tíu ára samband, f leiri dauðs- föll náinna vina og ýmislegt f leira sem ég get ekki greint frá núna setti svo strik í reikninginn en ég náði mér upp úr vonleysinu og kom mér á besta stað sem ég hef verið á í lífinu og tókst þá loksins að klára þetta verkefni og koma ýmsu öðru í verk.“ Á fullt af efni Hann segir að þrátt fyrir að megnið af efninu á plötunni hafi verið samið 2017 og 2018 þá f innist honum allt eiga nákvæmlega jafn vel við í dag. „Ég er að vinna í fullt af efni, nokkur mismunandi verkefni. Ég lofa því að það mun ekki aftur líða þrjú og hálft ár milli útgáfna,“ segir Birkir að lokum. Á næstunni kemur Með enga tengingu við tíðarandann út á vínyl. Boli og geisladiska er hægt að nálgast hjá Bróður BIG á Instagram. steingerdur@frettabladid.is Bróðir BIG gerir upp erfiða tíma á nýrri plötu Rapparinn Bróðir BIG, Birkir Kristján Guðmundsson, gaf út fyrir stuttu plötuna Með enga tengingu við tíðarandann. Á henni gerir hann upp erfiða tíma, fráfall afa hans og tveggja vina, sem tók mikið á hann. Plötuna vann hann með Bjarna Rafni Ragnarssyni. Megnið af efninu á plötunni var samið 2017-2018 en Birkir segir textana enn eiga vel við. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Á ÞESSARI PLÖTU VILDI ÉG TÆKLA ALVÖRU MÁLEFNI OG TJÁ MIG UM EITTHVAÐ SEM MÉR FINNST SKIPTA MÁLI. Skráðu þig á  póstlistann og  fáðu Fréttablaðið  sent rafrænt á  hverjum morgni. Skráðu þig á frettabladid.is, á Facebook  eða skannaðu  QR kóðann. 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.