Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Staðan núna lýsir sér í pattstöðu þar sem flestir leikendur kjósa aðgerðaleysi á meðan stóra myndin liggur ekki fyrir. Nú þurfum við að klára þessa vegferð. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Í vikunni hófust bólusetningar við COVID-19 í Bret-landi og ljóst er að bólusetning Íslendinga mun hefjast snemma á nýju ári. Þá var einnig birt niður- staða skoðanakönnunar Maskínu sem sýnir að 92 pró- sent landsmanna ætla í bólusetningu, sem er gríðarlega mikilvægt vegna þess að því fleiri sem láta bólusetja sig því betur og hraðar verðum við varin fyrir veirunni. Eðlilega eru þessi tíðindi öllum ofarlega í huga hér á landi sem annars staðar en tilkoma þess mun gerbreyta vígstöðu okkar gagnvart þessum vágesti sem hefur nú herjað á okkur frá því í lok febrúar á þessu ári. Strax þegar faraldurinn skall á var ráðist í að tryggja aðgang Íslands að bóluefni þegar það yrði tilbúið og hefur sá undir- búningur verið í nánu samstarfi við Evrópusambandið þar sem tryggt er að Íslandi og öðrum EFTA-ríkjum sé tryggður sami aðgangur að bóluefnum og ríkjum Evrópu- sambandsins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur þegar gert samninga við sex lyfjaframleiðendur, þar með talda AstraZeneca, Pfizer og Moderna. Þetta eru tímamót í baráttunni gegn veirunni og við getum óhikað litið með bjartsýni til nýs árs. Samfélagið okkar mun þá byrja að færast smátt og smátt í eðlilegt horf. Við getum farið að njóta samvista óhindrað og efnahagslífið getur spyrnt kröftuglega við fótum og atvinnuleysi byrjað að ganga niður. Aðgerðir stjórn- valda munu skipta þar höfuðmáli enda hefur áhersla ríkisstjórnarinnar verið að verja afkomu almennings og styðja við atvinnulífið þannig að við byggjum upp fjöl- breyttari stoðir fyrir efnahags- og atvinnulíf Íslendinga, meðal annars með auknum fjárfestingum í rannsókn- um, nýsköpun og skapandi greinum. Um leið munum við vinna að því að atvinnulífið sem kemur út úr krepp- unni verði grænna og loftslagsvænna, meðal annars með ívilnunum fyrir grænar fjárfestingar og aukna opinbera fjárfestingu í margháttuðum loftslagsverkefnum. Nú þurfum við klára þessa vegferð. Við þurfum öll að leggja okkur öll fram til að tryggja að smit verði áfram í lágmarki þar til okkur hefur tekist að verja samfélagið með bólusetningum. Gætum vel að okkur á aðventunni og yfir jólin og höldum áfram að forgangsraða lífi og heilsu. Við munum klára þetta saman. Tímamót í baráttunni Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra Þær ofsafengnu sóttvarnaaðgerðir sem gripið var til vegna faraldursins verða greiddar dýrum dómum af skattgreiðendum næstu árin. Fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnar-innar ásamt fjárhagsáætlunum stærstu sveitarfélaganna undirstrika þennan veru- leika. Samkvæmt tillögum meirihlutans að fjárauka- lögum verður hallareksturinn 2021 mun meiri en áður var áætlað – hækkunin er um 55 milljarðar – og nema um 320 milljörðum, eða yfir tíu prósentum af lands- framleiðslu. Sveitarfélögin, sem standa fjárhagslega missterkt, munu sömuleiðis þurfa að skuldsetja sig mikið og Reykjavíkurborg boðar hreinar nýjar lántökur upp á meira en 70 milljarða næstu þrjú árin til að standa straum af auknum fjárfestingum. Erfitt er að sjá að reksturinn geti staðið undir þeim áformum miðað við vaxtakjörin sem borginni bjóðast nú á markaði. Stóra spurningin sem hið opinbera – ríkið og sveitar- félögin – stendur frammi fyrir er hvernig eigi að fjár- magna alla þessa skuldasöfnun á sem bestum kjörum. Ríkissjóður mun án ef sækja sér umtalsvert ódýrt lánsfé á erlendum mörkuðum, Seðlabankinn hefur boðað kaup á ríkisskuldabréfum fyrir allt að 150 milljarða og þá hljóta lífeyrissjóðirnir, sem langsamlega stærstu inn- lendu fjárfestarnir, að koma að þeirri fjármögnun með myndarlegum hætti. Staðan núna lýsir sér hins vegar sumpart í pattstöðu þar sem flestir þessir leikendur kjósa aðgerðaleysi á meðan stóra myndin liggur ekki fyrir. Afleiðingin er óvissa um hvernig staðið verði undir lánsfjárþörfinni með tilheyrandi hækkun langtíma- vaxta á markaði. Við svo búið má ekki mikið lengur standa. Sveitarfélögin, með Reykjavíkurborg í forystu, hafa biðlað til ríkissjóðs og Seðlabankans um beinan fjár- stuðning og niðurgreiðslu vaxta. Ólíklegt er að bankinn verði við þeirri ósk en seðlabankastjóri hefur verið skýr um að sú peningaprentun sem hann hefur boðað muni miða að kaupum á skuldabréfum ríkissjóðs. Það er skiljanlegt en ríkið er nú þegar að styðja sveitar- félögin fyrir háar fjárhæðir með auknum útgjöldum vegna atvinnuleysisbóta og hlutabótaleiðarinnar. Í stað þess að sveitarfélögin, einkum Reykjavíkurborg, boði stórfelldar fjárfestingar, sem kunna að vera góðra gjalda verðar við aðrar aðstæður en munu margar hverjar ólík- lega skila arði síðar til að greiða þær til baka, þá þurfa þau að gæta að því að skuldsetja sig ekki um of – að öðrum kosti munu þær aðeins framkalla hærri álögur á almenning og fyrirtæki. Það varð okkur til happs að vera með skuldlítinn ríkissjóð og sterka erlenda stöðu þjóðarbúsins þegar faraldurinn skall á. Það hefur gefið okkur færi á því að beita hagstjórnartækjunum, fjármálum hins opinbera og vöxtum Seðlabankans, af meiri krafti en áður án þess að þurfa að óttast mjög áhrifin á gengið og verðbólguna. Við skulum samt ekki blekkja okkur. Þessi gríðarlega skuldaaukning – meira en þúsund milljarðar í tilfelli ríkisins fram til ársins 2025 – er grafalvarleg og miklu skiptir að raunvextir haldist lágir eigi ríkissjóður og sveitarfélög að geta staðið undir vaxtakostnaðinum sem af henni hlýst. Takist það ekki mun koma að skuldadög- unum í formi hærri skatta og minni hagvaxtar. Skuldadagar  Gagnaleki   Samskiptaforritið Messenger á Facebook stöðvaðist í gær. Enginn vissi hvað makinn vildi fá í matinn eða hvort einhvern langaði í sund. Notast þurfti við frumstæðari samskipta- máta á borð við bréfdúfur, reykmerki, f löskuskeyti og SMS. Fór þá einhverja að gruna að gagnaleki væri á næsta leiti og einhverjir skuggabaldrar hefðu afritað allt baktal um vinnufélaga, súra brandara og trúnaðarupplýsingar sem gætu leynst í skilaboðum. Zuc- kerberg hefur til þessa haldið kjafti um allan sorann sem fólk þorir ekki að segja upphátt. Ef gagnaleki er staðreynd þá yrði það mátulegur endir á þessu furðulega ári að almannatenglar og krísustjórar stæðu uppi sem fullkomnir sigurvegarar. Stroganoff-pakki Vegna Messenger-vandamála vissi enginn af boðinu á fund Villa Naglbíts og ráðamanna þjóðarinnar um matvælastefnu Íslands til ársins 2030. Voru þar kynnt markmið og aðgerða- áætlun sem allir eiga að fylgja. Kemur engum á óvart að mat- seðill ríkisins er óbreyttur frá því í vor. Er þar að finna 250 grömm af haframjöli, 480 grömm niðursoðið grænmeti, hálfan pakka af smjörva, kvart- kíló af linsubaunum og einn fjórða af stroganoff-pakka. FYIT WWW.JÓLAGESTIR.IS Í BEINNI FRÁ BORGARLEIKHÚSINU LAUGARDAGINN 19. DESEMBER HEIMA Í STOFU HJÁ ÞÉR! ÖLL MIÐASALA Á EINUM STAÐ Á TIX.IS HORFÐU Á TÓNLEIKANA ÞAR SEM ÞÉR HENTAR PPV PPV STREYMI 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.