Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 44
Viktor Örn og Berglind komu fram í þættinum Matur og heimili á Hringbraut. Það var sannkölluð jólastemning yfir hátíðarkvöldverðinum sem þau framreiddu af hjartans lyst. Viktor Örn er einn metnaðarfyllsti íslenski matreiðslumaðurinn og hefur í gegnum árin prófað sig áfram með djarfar nýjungar. Viktor eldaði úrbeinaðan lambahrygg og brá út af klass- ískum jólahefðum og „færði nýja sælkerasteik upp á fat“. Lykilinn að velgengni í eldamennsku segir Viktor vera spennandi meðlæti þar sem brögðin fái að njóta sín með aðalréttinum. Viktor bauð upp á dýrindis kartöflumauk, hungangsgljáðar regnbogagul- rætur og rauðvínssósu með fyllta lambahryggnum. Jólatvist úr sjávarfangi Viktor Örn tók jafnframt snúning á forrétti sem tekur örskamma stund að framreiða. Er hér um að ræða tvist úr sjávarfangi, risarækj- um og hörpuskel með skemmti- legri útfærslu. „Framreiðsla réttanna skiptir líka miklu máli og ég legg mikið upp úr því að bera matinn fallega fram á borð, það gleður bæði auga og munn,“ segir landsliðskokkur- inn Viktor Örn. Piparmintan minnir á jólin Berglind veit fátt skemmtilegra en að bregða á leik í eldhúsinu og elskar að baka og útbúa ljúffenga eftirrétti sem bráðna í munni. Hún er þekkt fyrir bakstur sinn og ástríðuna í eldhúsinu. Berglind tók við keflinu þegar kom að eftir- réttinum. „Pavlovur eru áttunda undur veraldar, ég get svo svarið það. Einu sinni byrjað og þú getur ekki hætt. Pavlova er hvít og falleg eins og vetrarsnjórinn og það er eitt- hvað við piparmintu sem minnir mann á jólin. Því finnst mér þessi uppskrift vel við hæfi. Það besta við þessa uppskrift, fyrir utan bragðið, er að það má gera hana kvöldinu áður. Á aðfangadag er svo hægt að setja hana saman í róleg- heitunum. Það er eftirréttur að mínu skapi,“ segir Berglind sem er mjög slök þegar kemur að matar- hefðum um jólin og leggur meiri áherslu á að fólkið hennar og hún hafi það huggulegt um jólin. Hér deila þau með lesendum uppskriftunum af þriggja rétta hátíðakvöldverðinum. Pönnusteiktar risarækjur með mangó og sesam-majónesi Fyrir 3-4 Risarækjur og hörpudiskur 2-3 risarækjur á mann 2-3 hörpuskeljar á mann Sítróna Olía Salt og pipar Mangó salsa 1 stk. ferskt mangó skorið í litla teninga ½ chillipipar fínt saxaður 2-3 msk. ferskur kóríander eða graslaukur fínt saxaður 3-4 msk. mangó chutney úr krukku Hörpuskel og risarækja eru sett á sitt hvort grillspjótið. Olíu hellt yfir og kryddað til með salti. Hitið pönnuna vel og steikið spjótin. Best er að elda hörpuskelina 90% af eldunartímanum á annarri hliðinni og svo snúa rétt til að loka hinum megin, þá fáum við fallega gyllta steikingu á aðra hliðina. Risarækjurnar eru steiktar í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið. Takið svo spjótin af pönnunni og á bakka, kreistið smá sítrónu- safa yfir. Mangó salsa sett ofan á. Berið fram á fallegum disk og skreytið. Það passar mjög vel að hafa gott majónes eða aioli með. Pestó-fylltur lambahryggur með parmesan og hvítlauk 1 stk. lambahryggur ( úrbein- aður) 5-6 msk. pestó 50 g parmesan Olía Salt og pipar Fylling Basil pestó 200 g basil 1 hvítlauksrif 45 g ólífuolía 60 g kasjúhnetur eða furuhnetur 50 g eða eftir smekk af parmesan Hnetunum er velt upp úr olíu og léttristaðar í ofni á 180 í 6 mínútur. Sett í blandara eða matvinnslu- vél með basil, hvítlauk og olíu og maukað vel saman, rifnum par- mesan bætt við í lokin, kryddað til með salti og pipar. Hryggurinn fylltur og lokað. Leggið hrygginn með fituhliðina á brettið. Penslið með smá olíu, kryddið með salti og pipar, takið svo fínt rifjárn og rífið hvítlauks- geira yfir kjötið. Fyllið miðjuna á hryggnum af pestóinu. Rífið ferskan parmesan yfir. Rúllið svo upp hryggnum og bindið vel með bindigarni. Ofninn er hitaður í 220°C, þegar kjötið fer inn í ofninn má lækka niður í 150°C-160°C. Best er að nota hitamæli og elda hrygginn upp í 52°C og láta hann svo hvíla á bretti í 10-15 mínútur. Hunangsgljáðar gulrætur 10 stk. íslenskar regnbogagul- rætur 4 greinar rósmaríngreinar 4 msk. hunang 2 msk. olía Dill Salt og pipar Byrjið á því að hita ofninn í 180°C. Gulræturnar eru þvegnar vel og endar snyrtir, svo velt upp úr olíu og hunangi, kryddaðar með salti og pipar. Síðan eru þær settar á bakka og bakaðar í 30-40 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn, stráið svo fínt söxuðu dilli yfir þær. Kartöflumauk 500 g kartöflur (helst möndlu- kartöflur) 150 g niðursoðinn rjómi 100 g kalt smjör í teningum Sjóðið kartöflurnar, skrælið þær og þrýstið í gegnum sigti til að þær maukist. Blandið þeim við heitan niðursoðinn rjómann, hitið kartöflumaukið við miðlungs hita og hrærið stanslaust með sleif á meðan í 5-10 mínútur. Bætið svo smjörinu við og hrærið áfram þar til smjörið er uppleyst og blandað við kartöflu- maukið. Kryddið til með salti. Gott er að bæta nokkrum dropum af truffluolíu saman við til að fá gott bragð. Piparmintu-pavlova með hvítum súkkulaðirjóma Botnar (3 stykki í þremur stærðum) 150 g eggjahvítur, geymdar við stofuhita 300 g flórsykur 1 tsk. piparmintudropar Hvít súkkulaðimús 500 ml rjómi 300 g hvítir súkkulaðidropar Skraut 1 poki Bismark-brjóstsykur 50 g suðusúkkulaði Hindber eða önnur ber að eigin vali Pavlovu-marengsbotnarnir Setjið eggjahvíturnar í hreina og þurra hrærivélarskál. Hrærið á hæstu stillingu í 3-4 mínútur. Bætið flórsykri saman við smátt og smátt og hrærið áfram. Þegar allur flórsykurinn er kominn saman við hrærið í 5 mínútur til við- bótar. Bætið piparmintudropunum saman og á lægstu stillinguna. Hrærið í 30 sekúndur til viðbótar. Setjið smjörpappír á ofnplötur og gerið botnana þrjá. Setjið þrjár stórar skeiðar af marengsum fyrir neðsta botninn, tvær skeiðar fyrir miðju botninn og eina fyrir þá efstu. Deilið afganginum á milli og mótið marengsinn með sleikju. Látið inn í 100°C heitan ofn í 1 klukkustund og 30 mínútur. Opnið ekki ofninn á meðan marengsinn er að bakast. Þegar tíminn er liðinn slökkvið á ofninum og látið marengsinn vera í ofninum þar til ofninn er orðinn kaldur. Þetta er gott að gera kvöldinu áður. Hvít súkkulaðimús Setjið súkkulaðidropana í skál. Hitið rjómann að suðu í potti við vægan hita en látið ekki sjóða. Hellið yfir súkkulaðið og látið standa í 5-10 mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðið. Blandið vel saman, setjið filmu yfir skálina og látið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klst. eða yfir nótt. Takið þá úr kæli og þeytið í hrærivél á hæstu still- ingu þar til rjóminn er þeyttur. Setjið stærsta botninn á kökud- isk. Látið súkkulaðirjóma þar yfir. Endurtakið með hina botnana. Bræðið súkkulaðið yfir vatns- baði og kælið lítillega. Skreytið með muldum brjóstsykri, berjum, súkkulaðisósu. Svo er voðalega flott að sigta flórsykur yfir kökuna. Njótið vel og gleðileg jól. Fylltur lambahryggur og jólapavlova Jólin nálgast og tvíeykið Viktor Örn Andrésson landsliðskokkur og Berglind Guðmundsdóttir, matarbloggari hjá Gulur, rauður, grænn og salt, leika listir sínar og töfra fram hátíðarkvöldverð. Viktor Örn og Berglind komu fram með réttina sína á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Pönnusteiktar risarækjur með mangó og sesam-majónesi. Ómótstæðileg piparmintu-pavlova með hvítum súkkulaðirjóma. Matarást Sjafnar Sjöfn Þórðardóttir sjofn@torg.is Verslun Guðlaugs A Magnússonar Skólavörðustíg 10 101 Reykjavík sími 562 5222 www.gam.is Jólaskeiðin 2020 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.