Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 13
Guðmundur Steingrímsson Í DAG FYRIR HREINAR OG FRÍSKAR TENNUR HUGSAÐU VEL UM TANNHEILSUNA Allt í lagi þá. Ég er ekki að fara að hitta vini mína í hinu árlega jólahlaðborði að þessu sinni. Stórfjölskyldan mun ekki skera laufabrauð saman eins og hún hefur gert í hundrað ár, plús mínus. Jólabjórsmökkun­ in uppi í sveit verður ekki haldin núna (uppi í sveit er Kópavogur). Varla verður heldur haldinn að þessu sinni hinn árlegi hittingur á upphafsdögum janúar til að fagna nýju ári með tilheyrandi skralli. Og það verður engin brenna á Ægisíðunni geri ég ráð fyrir. Sóttvarnareglurnar yfir jólin leggjast vafalítið misjafnlega í fólk. Sumir eru orðnir verulega langeygir eftir félagslegu sam­ neyti án takmarkana. Sumir eru einmana. Sumir finna engan mun. Aðrir eru að klikkast. Tveir söfnuðir bera sig illa, líkams­ ræktin og þjóðkirkjan, og maður hefur svo sem skilning á því, og þó. Er það ekki öllu mikilvægara að við reynum núna erjulaust að klára þetta verkefni saman, eins og allir þokkalegir landsliðsþjálf­ arar myndu orða það, setja undir okkur hausinn, láta reiðina — ef einhver er — ef la okkur og sigrast á þessu sjitti? Eitt er jú nefnilega æði ánægjulegt. Eftir holskef lu góðra tíðinda af bóluefnum getum við verið nokkuð viss um að endaspretturinn er hafinn. Þetta kórónuveirutímabil hefur verið furðulegt óvissuhlaup, án fyrir­ framgefinnar lengdar eða leiðar, en rétt í þessu vorum við sem sagt að hlaupa fram hjá skilti og á því stóð að nú væru aðeins nokkrir kílómetrar eftir að markinu. William Shakespeare er meira að segja kominn á leiðarenda, annar í bólusetningu í Bretlandi, og hversu viðeigandi er það? Lífið er leikrit eftir nafna hans. Lér kon­ ungur er viti sínu fjær fyrir vestan haf, með ys og þys út af engu. Að vera eða ekki vera. Á enda­ sprettinum reynir á karakter­ inn. Er orkan búin? Eru fæt­ urnir orðnir of stirðir til að halda áfram? Er pirringurinn yfirþyrm­ andi? Allir vita jú að í langhlaupi gildir að koma í mark með vissum glæsileika og þokka. Við viljum ekki vera eins og maðurinn í hálfmaraþoninu í Gautaborg um árið sem missti stjórn á hægðum þegar kílómetri var eftir með tilheyrandi óþrifnaði og þó hann hafi lent í þriðja sæti, þá var þetta samt ekki smart. Við viljum koma í mark kúl, róleg, yfirveguð, smá móð, bein í baki, búin að gera okkar besta og ákaf lega reiðubúin að takast á við næstu verkefni, eins og maður myndi orða það einlægur og sveittur við íþrótta­ fréttakonuna við marklínuna. Auðvitað er þetta krefjandi. Þetta er jú hlaup sem við skráðum okkur ekki í af fúsum og frjálsum vilja. Hún hófst bara þessi raun. Hundur át leðurblöku og sleikti í kjölfarið hönd á manni sem strauk henni um andlit sitt, eða eitthvað. Úr því varð veiru­ faraldur. Einn, tveir og byrja. Allir heim í náttfötin að búa til súrdeigsbrauð. Á þessum tíma­ punkti, þegar kófið er næstum því yfirstaðið, er ein tilfinning meira allsráðandi en aðrar, finnst mér, í mínu sálartetri: Ég er vankaður. Á einhvern yfirþyrmandi hátt finnst mér ég þurfa að melta hægt og rólega og spá í þetta ár. Þessi Endaspretturinn leðurblaka. Hver var þýðing henn­ ar? Hvað gerðist? Hvað breyttist? Hvernig verður veröldin? Hvert var hlaupið? Gleymdi ég einhvern tímann að mjúta mig á Zoom? Ég skil vel bremsuna sem sótt­ varnateymið vill hafa á okkur yfir hátíðirnar. Það yrði fárán­ legur óþarfi að f leiri yrðu veikir, að f leiri létust eða þyrftu að glíma við langvarandi eftirköst út af veirunni núna þegar glittir í marklínuna. Við viljum ekki að manneskja deyi rétt áður en hún átti að fá bóluefni. Við þurfum að halda þetta út. Ein leið til að halda þetta út er að taka þennan tíma sem eftir er af þessari furðulegu tíð og virkilega njóta hans og læra af honum. Hugsanlega eru það ákveðin forréttindi að fá að ganga í gegnum svona lagað, hversu ömurleg sem upplifunin hefur verið, og finna hliðar á sjálfum sér og samfélagi sínu sem maður vissi ekki að væru til. Þannig að: Áður en við sprautum okkur öll og förum í partí, að þá skulum við nota jólin til að staldra við. Getur verið að leðurblöku­ maðurinn í efra hafi sent okkur leðurblöku með veiruskilaboð um það, að komandi áratugir í sögu mannkynsins verði að ein­ kennast af róttæku endurmati á öllum okkar háttum og hefðum? Að öðrum kosti kippir náttúran undan okkur tilvistinni. Metn­ aðarfyllri loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar, kynnt í gær, eru stór skref í rétta átt, en meira þarf til. Í hönd fara ár gjörbreytinga. Tuttugututtugu var æfing. Gener­ alprufa. Öðruvísi jól gætu orðið okkur krefjandi og mikilvæg þjálfun í einmitt þessu: Að fatta hvernig öðruvísi þarf alls ekki að vera slæmt. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F Ö S T U D A G U R 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.