Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 34
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Sólarhjólið er eins og lífsins gangur og á því ferðast maður í gegnum tilveruna og mætir bæði börnum og fullorðnum, dýrum, furðuhlutum og kostu­ legum hugmyndum sem vekja forvitni manns og hafa sín áhrif. Sjálfur fer ég flestra minna ferða á hjóli, svo það er nærtækt, en í bókinni leik ég mér líka að því að skapa alls kyns hjól sem eru ekki enn þá til, svo sem sjóhjól, langhjól og leikjahjól,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur um nýju barnaljóðabókina sína, Sólarhjól. Bókina vann Aðalsteinn í sam­ starfi við Högna Sigurþórsson teiknara en þeir Högni sendu frá sér barnabókina Kvæðið um Krummaling sem hlaut af bragðs góðar viðtökur fyrir þremur árum. „Hugmyndin að Sólarhjólinu kviknaði fyrir um tveimur árum þegar við Högni sátum að spjalli og urðum sammála um að hjólið væri skemmtilegt viðfangsefni í barnabók. Ég lagði strax fyrstu drög að verkinu sem við höfum unnið að allar götur síðan en við Högni vinnum verkin okkar sjálf­ stætt og látum þau kallast á þannig að mynd og ljóð bæti hvort annað upp,“ útskýrir Aðalsteinn. Ljóðin í Sólarhjólinu eru sjálf­ stæð en tengjast þó innbyrðis og myndir Högna eru af ýmsu tagi og stílgerðum. „Sólarhjólið er ekki beinlínis saga heldur er farið vítt og breitt um heim hjólsins og hjólað fram­ hjá alls kyns fyrirbærum. Þetta eru háttbundin ljóð sem eru alls konar í laginu og bæði ljóð og myndir eru með fjölbreyttu sniði og stíl. Á Íslandi er rík hefð fyrir mynd­ skreyttum barnaljóðabókum og ég held það sé gott að blanda saman ljóðum og myndum fyrir börn því myndformið er ágengara, það grípur augað fyrst, situr eftir og kannski löngu síðar rifjast upp ljóð við það eitt að sjá myndina.“ Börn hafa gaman af ljóðum Bókin um Sólarhjólið er hugsuð fyrir unga lesendur og upp úr. „Þetta er góð bók til að lesa með börnum og góð bók fyrir yngri börn sem hafa yfirleitt mjög gaman af ljóðformi, rími og stuðlum. Það er mín reynsla. Þau læra fljótt heilu hendingarnar og fá þannig sjálf tilfinningu forminu. Hugmynd okkar Högna er að þau fái jafnframt breiða sýn á myndlist í gegnum bókina. Sólarhjólið ætti þannig séð að vera listupplifun fyrir börnin,“ segir Aðalsteinn um nýju barnaljóðabókina sem er alls ekki einsleit heldur margleit. „Þótt bókin sé sköpuð með unga lesendur í huga verður líka alltaf að vera eitthvað til staðar sem grípur eldri lesendur sem koma að verkinu með þeim ungu. Eitt­ hvað sem börn bera ekki endilega skynbragð á en hægt er að tala um saman og kemur skemmtilega á óvart. Það er ekki alltaf allt jafn einfalt og það virðist við fyrstu sýn og með kápumyndinni förum við líka óhefðbundna leið í barna­ bókarkápu, enda treystum við lesandanum til að vega og meta; að skoða og skilja.“ Berrössuð á tánum 25 ára Önnur heillandi barnabók sem kemur út fyrir jólin hjá Dimmu er 25 ára afmælisútgáfa af Berrössuð á tánum. Efnið kom upphaflega út á plötum með tónlist Aðalsteins í eftirminnilegum flutningi hans sjálfs og Önnu Pálínu Árnadóttur og var það fyrst f lutt á ótal tón­ leikum, en meðal eftirminnilegra persóna úr þeirri f lóru er til dæmis kötturinn Krúsilíus. „Þar er að finna góðkunningja margra barna sem nú eru orðin stór, eins og Argintætu, Bullu­ tröllin, Eldinn, Hákarlinn og fleiri persónur sem eru enn í fullu fjöri,“ segir Aðalsteinn. „Þegar rann upp fyrir mér að komin væru 25 ár síðan fyrsta efnið úr þeim sjóði birtist ákvað ég að Berrössuð á tánum ætti líka að koma út á bókarformi. Sigrún Eldjárn myndskreytti á sínum tíma tvo diska með þessu efni, og teiknaði mynd með hverju lagi og ljóði, en nú þegar allt er komið inn á rafrænar tónlistarveitur týnast bæði textar og myndir, sem mér fannst synd. Í nýju útgáfunni er örlítið af nýju efni líka og virki­ lega gaman að geta gefið hana út nú á afmælisárinu,“ segir Aðal­ steinn sem stofnaði bókaútgáfuna Dimmu árið 1992. „Ég er svo heppinn að vera minn eigin útgefandi. Ég fann það út fyrir löngu að það væri langbest að ég fengi að ráða yfir mér og mínu efni sjálfur. Ég er því stundum í hlutverki útgefandans og þarf að semja við höfundinn. En þeim tveim kemur ágætlega saman og rífast sjaldan, þótt þeir séu ekki alltaf alveg sammála,“ segir hann kankvís. Sjá allt um fjölbreytta útgáfu Dimmu á dimma.is Listaupplifun á furðuhjólum Í barnaljóðabókinni Sólarhjólinu öðlast lesendur spennandi listaupplifun og fara í skemmtilegt ferðalag á skringilegum hjólum sem enn eru ekki til og mæta þá furðuverum, dýrum og hlutum. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, rithöfundur og útgefandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 12 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RBÓKAJÓLKYNNINGARBLAÐ Aðdraganda Ísblárrar birtu má rekja til upphafs ársins 2018 þegar Ásta ákvað að byrja árið með því að semja eitt ljóð á dag. „Ég gerði það alveg í þrjá mánuði en fór þá aðeins að minnka það,“ útskýrir Ása. Ljóðin í bókinni eru flest ort um veturinn og vorið það ár og bera keim af árstíðinni. Bókinni skiptir Ásta upp í fjóra kafla eftir innihaldi ljóðanna. Fyrsti kafli bókarinnar, Djúpbláir skuggar, fjallar um veturinn og vorið en eins og fram kemur í ljóð­ unum eru myrkrið og ljósið aldrei langt undan. Annar kaflinn, Þú heyrir söng þinn nálgast, fjallar um drauma en Ásta útskýrir að þegar myrkrið er sem mest eru draumarnir dökkir. Síðasta ljóðið er um draum að vori þegar ljóðmælandinn vill ekki vakna upp af fallegum draumi ljóss­ ins og sólarinnar. Þriðji kaflinn, Stjörnuhrap, fjallar um sorgina, návist hennar og dauða ástvina og fjórði og síðasti kaflinn, Skuggar okkar þræða götuna, er til óræðrar persónu. „Kaflinn er til þín, hver sem þú ert, það er bara einhver þú en ekki nein ákveðin manneskja,“ útskýrir Ásta. Upphaflega ætlaði Ásta að hafa fimm kafla í bókinni en hún tók einn þeirra út þar sem ljóðin í honum voru sett upp ólíkt hinum. „Ljóðin sem ég skrifaði um sum­ arið eru ekki í bókinni en verða í þeirri næstu. Það eru prósaljóð sem fjalla um garðinn minn.“ Ásta útskýrir að þriðji kaflinn um sorgina og dauðann komi til vegna þess að hún hefur upplifað að missa bæði son sinn og bróður sinn. „Hún er eiginlega það sem stendur mér næst, þessi sorg sem er alltaf til staðar. Hún fer aldrei. Ég held að styrkleiki minn liggi í sorginni og angurværðinni. Mér finnst það oft vera bestu ljóðin mín, kannski af því þau koma mest frá hjartanu.“ Fyrsta ljóðabók Ástu, Sonur frá árinu 2013, fjallar einmitt um sonarmissinn, en Ásta segir það tvímælalaust hjálpa henni í sorginni að yrkja ljóð. „Þegar ég skrifaði fyrri bókina þá byrjaði ég stuttu eftir að sonur minn lést að skrifa miða með litlum ljóðum. Ég átti bunka af litlum gulum miðum. Ég fór svo að raða þeim saman og sá að ég gæti skrifað bók í hans minningu.“ Styrkleikinn liggur í sorginni Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir gaf út sína aðra ljóðabók, Ísbláa birtu, fyrr á árinu. Í ljóðunum fjallar Ásta um bæði gleðina og sorgina en hún segir sorgina alltaf standa henni nærri eftir sonarmissi. Ásta Björk Sveinbjörns- dóttir sendi frá sér ljóðabók fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ísblá birta er önnur ljóðabók Ástu. Ásta er 68 ára á gömul en hún útskrifaðist úr meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands núna í febrúar. Hún segir að þrátt fyrir að hafa ekki gefið bækur út fyrr hafi hún alla tíð skrifað mikið. „Þegar ég lærði íslensku þá tók ég ritlist með. Mér fannst það svo skemmtilegt að ég ákvað að þegar ég hætti að kenna myndi ég drífa mig í meistaranámið,“ útskýrir Ásta sem lét drauminn rætast eftir að hún lét af störfum. Ísblá birta er gefin út af fjöl­ skyldufyrirtækinu Blómatorginu á Birkimel. Barnabarn Ástu, Svein­ björn Rúnarsson, myndskreytti bókina og tengdadóttir hennar, Stefanía Ragnarsdóttir, setti hana upp fyrir prentun. Úr lokakafla Ísblárrar birtu 9 við Galtará klippti ég lokka þína batt spotta um minninguna læsti í öskju eigraði um í húminu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.