Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 4
Þekkirðu lyn þín? GLÆSIBÆ / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is VESTURLANDSVEGI / OPIÐ 10:00-22:00 alla daga Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is URÐARHVARFI / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös. Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is og þér líður betur Komdu eða pantaðu tíma í síma 517 5500 eða sendu póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Fáðu faglega aðstoð lyafræðings FJÖLMIÐLAR Eigið fé Torgs ehf. hefur verið aukið um 600 milljónir króna með útgáfu nýs hlutafjár. Tilgangur aukningarinnar er að greiða upp óhagstæð lán og mæta því tapi sem veirufaraldurinn hefur valdið á árinu. Félag í eigu Helga Magnússonar er kaupandinn. Félög Helga eiga nú um 90 prósent hlutafjár í Torgi. Aðrir hluthafar eru Saffron, Jón Þórisson og Guðmundur Örn Jóhannsson. Torg á og rekur Fréttablaðið, DV, sjónvarpsstöðina Hringbraut, nokkra vefmiðla og eigin prent- smiðju. – jþ Eigið fé Torgs aukið STJÓRNSÝSLA Félag fasteignasala hefur áhyggjur af því að fyrirhugað- ar breytingar á lögum um sölu fast- eigna og skipa geti leitt til fákeppni á fasteignamarkaði. Frumvarpið sem um ræðir er hluti af öðrum lið aðgerðaáætlunar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um ein- földun regluverks og byggir meðal annars á nýlegri skýrslu frá OECD um samkeppnismat á byggingar- iðnaði og ferðaþjónustu. Tillögurnar í skýrslunni hafa vakið nokkra athygli undanfarnar vikur en meðal annars lagði OECD til að lögvernduð starfsheiti, eins og bakarar og ljósmyndarar, verði lögð niður og hafa formenn meistara- félaga í handiðn keppst við að gagn- rýna það sjónarmið. Breytingarnar sem fasteignasalar hafa áhyggjur af snúast um að fellt verði niður það skilyrði að fasteigna- sali skuli með beinum hætti eiga meirihluta í fasteignasölum og er rökstuðningurinn sá að núgildandi ákvæði dragi úr samkeppni og fjár- festingu í greininni og að breyting- arnar geti stuðlað að lægra verði fyrir neytendur. Félag Fasteignasala telur að það mat sé ekki á rökum reist. „Þetta eignarhaldsákvæði var sett árið 2004 að vel athuguðu máli enda hafði frjálst eignarhald ekki reynst vel. Þessar breytingar voru til mikilla hagsbóta og hafa meðal annars stuðlað að auknu sjálfstæði og óhæði fasteignasala sem er afar mikilvægt,“ segir Kjartan Hallgeirs- son, formaður Félags fasteignasala. Í aðdraganda laga um sölu fasteigna árið 2015 hafi verið mikil umræða um ákvæðið en í kjölfar yfirgrips- mikillar skoðunar hafi stjórnvöld og Alþingi talið að ekki væri æski- legt að hrófla við ákvæðinu. „Í ljósi þeirrar umræðu erum við undrandi yfir þessari u-beygju í stefnu stjórn- valda,“ segir Kjartan. Vísað er til þess að sambærileg skilyrði um eignarhald þekkist ekki á fasteignasölum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Að mati Kjartans er þróunin í þessum löndum á undan- förnum árum víti til að varast. „Þróunin í þessum löndum hefur verið sú að fasteignasölur eru nú að stórum hluta í eigu fjármálastofn- ana. Það hefur leitt til fákeppni á þessum markaði og einnig er mikil hætta á margs konar hagsmuna- árekstrum í bankastarfseminni og fasteignasölurekstrinum, til dæmis þegar bankinn fjármagnar eða fjár- festir í fasteignaverkefnum,“ segir Kjartan. Hann telur því að tilgangur laga- frumvarpsins um aukna samkeppni haldi ekki vatni. Fáar starfsstéttir búi við viðlíka samkeppni og fast- eignasalar enda eru hér á landi starfræktar um 120 fasteignasölur og um 550 einstaklingar séu með réttindi til sölu fasteigna. Afleiðing af því sé sú að þóknanir hérlendis eru lægri en í nágrannalöndunum. „Okkar mat er því að þetta frum- varp sé vanráðið og að hér sé verið að leysa vandamál sem er ekki til staðar,“ segir Kjartan. bjornth@frettabladid.is Fasteignasalar undrandi á breyttri stefnu stjórnvalda Félag fasteignasala leggst gegn lagafrumvarpi þar sem fellt verður út það skilyrði að fasteignasali skuli með beinum hætti eiga meirihluta í fasteignasölu. Ákvæðið var sett í lög árið 2004 og hefur gefist vel að mati formanns Félags fasteignasala. Óvíða sé meiri samkeppni á fasteignasölumarkaði en á Íslandi. Mikil samkeppni er á fasteignasölumarkaði og þóknanir óvíða lægri en hérlendis FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala AUSTURLAND Fiskeldi Austfjarða hefur brugðist við mótmælum heimastjórnar Seyðisfjarðar með því að falla frá einni af fjórum fyrir- huguðum staðsetningum fyrir eld- iskvíar. Um var að ræða varastað- setningu við Háubakka. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður heimastjórnarinnar, sagðist fagna þessu samráði á fundi sveitarstjórnar Múlaþings í vikunni, þegar rætt var um laxeldi í Seyðisfirði. Heimastjórnin mót- mælti einni af fjórum fyrirhug- uðum staðsetningum kvíanna en hefur ekki sett sig upp á móti fisk- eldi almennt í firðinum þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa. Jódís Skúladóttir sveitarstjórnar- fulltrúi sagði afstöðu heimastjórn- arinnar ekki nógu afgerandi. Um væri að ræða mikið hagsmunamál sem stór hluti kjósenda á Seyðisfirði væri mótfallinn. Bæði Berglind Harpa og Elvar Snær Kristjánsson drógu í efa gildi undirskriftalistans, sem íbúar Seyðisfjarðar færðu bæjarstjóra í vikunni. Á listanum var 281 undir- skrift. Spurði Elvar bæjarstjórann hvort hann hefði sannreynt öll nöfnin á listanum. Jódís sagðist ekki skilja hvers vegna verið væri að draga undir- skriftalistann í efa. „Það kemur skýrt fram í skýrslunni að Háu- bakkar eru sístir og til vara. Að kasta því fram að hér sé verið að mæta einhverjum vilja íbúa er alveg galið,“ sagði Jódís. „Þau er ekki að mótmæla kvíum við Háu- bakka. Þau er að mótmæla fiskeldi á Seyðisfirði.“ Þóra Bergný Guðmundsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, segir bæjarbúa líta svo á að aldrei hafi átta að setja niður eldiskví innst í firðinum við Háubakka. „Það er bara taktík að nota þetta sem skiptimynt.“ – ilk, bdj Draga undirskriftalista í efa Staðsetningin sem um ræðir er við Háubakka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGRÚN REYKJAVÍK Breytingar á Óðin s torgi, sem lokið var við í sumar, kostuðu alls 60 milljónir að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Vig dís Hauks dóttir, oddviti Miðflokksins, bókaði á fundi borgarráðs í gær að kostnaðurinn við Óðinstorg væri 657 milljónir króna. Fjá r m á l a s v ið b or g a r i n n a r svaraði fyrirspurn Vigdísar í gær. Dagur segir að hún hafi lagt saman fram kvæmdir við torgið en einn- ig endur gerð Skóla vörðu stígs, Óðins götu, Spítala stígs, Týs götu, Loka stígs, Freyju torgs, Freyju- götu, Bjargar stígs og Óðins götu við Freyju torg. Þar af hafi Óðinstorg aðeins kostað 60 milljónir. – la Breytingarnar á torginu kostuðu alls 60 milljónir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri DÓMSMÁL Kona, sem starfsmaður Deloitte f letti upp í vanskilaskrá, segir það hafa verið gert til að valda henni tjóni. Persónuvernd tekur undir það með henni að uppflett- ingin hafi verið óheimil. Í umfjöllun Persónuverndar um kæru konunnar kemur fram að til- tekinn starfsmaður Deloitte hafi árið 2018 flett henni upp á vanskila- skrá Creditinfo og gefið það upp að uppflettingin væri vegna viðskipta. „Kvartandi kveðst aldrei hafa sóst eftir viðskiptum við Deloitte og því hafi henni brugðið þegar hún hafi orðið vör við umrædda uppf lett- ingu,“ segir í umfjöllun Persónu- verndar. Þá segir að konan hafi fengið þær skýringar að fyrirspurnir hennar hafi kallað á þjónustu Deloitte henni til handa og að í ljósi þess að um reikningsviðskipti yrði að ræða hafi henni verið flett upp í vanskila- skrá. Konan hafi þá bent á að hún hafi aldrei óskað eftir þjónustu eða reikningsviðskiptum við Deloitte. Fram kemur í umfjölluninni að konan hafi átt í deilum við tvo bræður sína vegna erfðamála. Á árinu 2013 hafi Deloitte gert erfða- fjárskýrslu um fyrirframgreiddan arf frá föður konunnar og bræðra hennar. Deloitte hafnaði ásökunum kon- unnar. „Miðað við umrædd sam- skipti hafi Deloitte verið í góðri trú um slíkt og hafi því haft lögvarða hagsmuni af því að kanna hvort sá aðili sem óskaði eftir þjónustu frá fyrirtækinu væri borgunarmaður fyrir þjónustunni,“ segir í umfjöll- un Persónuverndar um sjónarmið Deloitte. Persónuvernd segir ekki unnt að fallast á að uppflettingin hafi verið nauðsynleg. – gar Deloitte fletti konu upp í van skila skrá í heimildar leysi Konan segir að hún hafi aldrei óskað eftir þjónustu við Deloitte. Deloitte hafnaði ásök- unum konunnar. 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.