Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.12.2020, Qupperneq 6
Við leigjum þetta svæði og getum ekki stutt slíkt athæfi. Björn Hembre, forstjóri Arnarlax Hafðu samband í síma 568 8000 eða pantaðu gjafakort á borgarleikhus.is Gefðu barninu Gosa um jólin GETUM BÆTT VIÐ OKKUR VERKEFNUM! Parketlögn Uppsetning á innréttingum Ísetning á hurðum og gluggum ásamt allri almennri smíðavinnu Gerum tilboð, þér að kostnaðarlausu. Ívar Guðmundsson – sími: 769 1049 Steve Roberts – sími: 772 2612 – steve@prverk.is UMHVERFISMÁL „Ég hef upplýsingar um hver gerði þetta en vil ekki dreifa þeim til fjölmiðla,“ segir Björn Hembre, forstjóri Arnarlax, um mikinn eld á geymslusvæði félagsins í Auða-Hrísdal, skammt utan við Bíldudal þar sem laxeldis- fyrirtækið hefur starfsstöð. Arnarlax geymir ýmsan búnað á leigulóð í Auða-Hrísdal. Svæðið blasir við þegar ekið er úr Bíldudal út í náttúruperluna Hvestudal og Selárdal þar sem safn og kirkja lista- mannsins Samúels Jónssonar eru. Mánudaginn 23. nóvember varð vegfarandi var við gríðarmikinn og kolsvartan reyk sem lagði af báli á geymslusvæðinu og tók myndina sem fylgir hér með fréttinni. Virðist sem meðal annars hafi verið kveikt í vörubrettum. „Málið tengist ekki Arnarlaxi sem voru mjög óhressir með að einhver færi með úrgang á geymslusvæði sem þeir nota. Talið er að þarna hafi rækjuútgerð brennt veiðarfærum, meira veit ég ekki,“ segir Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vest- fjarða, við Fréttablaðið. Að sögn Antons er veiðarfæraúr- gangur vandamál því hann til- heyri f lokki sem ekki fari gegnum Úrvinnslusjóð. Samtök útgerðar- manna séu með eigin endurvinnslu. Forstjóri Arnarlax staðfestir að starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki komið að því að brenna það sem kveikt var í á geymslusvæðinu. „Þetta var ekki gert af starfs- mönnum Arnarlax og það var ekki búnaður frá Arnalaxi sem var brenndur,“ segir Björn Hembre. „Við leigjum þetta svæði og getum ekki stutt slíkt athæfi. Svo ég er ekki ánægður,“ bætir hann við. Bál af þessu tagi er bannað að kveikja segir Anton. Hann kveðst ekki vita til þess að áður hafi úrgangur eða annað verið brennt á þessum stað. „Ég gekk um þetta svæði í sumar og hefði tekið eftir því ef þarna væru reglulegar brenn- ur,“ segir hann. Áðurnefndur vegfarandi, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir umrætt svæði vera mörgum heima- mönnum þyrnir í augum, því það sé eins og hálfgerður ruslahaugur. Anton segir að á svæðinu í Auða- Hrísdal sé fyrst og fremst að finna búnað í geymslu. Engar kvartanir hafa borist heilbrigðiseftirlitinu vegna svæðisins. „Það hefur enginn haft orð á þessu við okkur.“ gar@frettabladid.is Forstjóri Arnarlax óánægður með brennu á geymslusvæði Mikinn svartan reyk lagði frá báli á geymslusvæði Arnarlax utan við Bíldudal nýverið. Forstjórinn segir starfsmenn Arnarlax ekki hafa komið þar nærri. Hann viti hverjir hafi verið að verki en vilji ekki upp- lýsa það í fjölmiðlum. Heilbrigðisfulltrúi segir talið að um hafi verið að ræða veiðarfæri frá rækjuútgerð. Rækjuútgerð er talin hafa brennt veiðarfæri í Auða-Hrísdal. MYND/AÐSEND VIÐSKIPTI „Stöndum við ekki and- spænis þeirri spurningu að lýð- ræðinu á Íslandi standi ógn af auðræðinu?“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar en hann fékk svör við spurningum sínum um ríka Íslendinga eins og Fréttablaðið fjallaði um í gær. Þar kom fram að ríkustu fimm prósent íslenskra framteljenda áttu rúm 40 prósent alls fjár sem talið var fram til skatts á Íslandi í fyrra. Þau sem tilheyra ríkasta einu prósenti landsmanna áttu samtals 865 milljarða en það stappar nálægt heilum fjárlögum íslenska ríkisins og þeir sem tilheyra 0,1 prósenti ríkustu Íslendingana juku eign sína um 22 milljarða. Logi hefur lagt þessa fyrirspurn áður fram á Alþingi og segir að það sé gert til að fylgjast með þróun mála enda sýni svarið það sem hinn svokallaði Gini-stuðull sýni ekki. „Okkur er tamt að einblína á Gini- stuðulinn, sem mælir tekjuójöfnuð. Hann er í sjálfu sér með því betra sem þekkist í heiminum en það er eignaójöfnuðurinn sem er kannski meira vandamál og þetta dulda sem ég er að skoða.“ Hann segir að það sé mikilvægt að fylgjast með hvernig allir þessir fjármunir færist á milli því hættan sé sú að auðurinn færist á sífellt færri hendur. „Bara á síðasta ári jók 0,1 prósent ríkustu einstakl- ingana eign sína um 22 milljarða,“ bendir Logi á. Hann segir enn fremur að sama dag og svarið barst honum hafi ríkisstjórnin lagt fram tillögur um skattalækkanir sem eigi að koma þeim ofurríku til góða. „Það er búið að lækka bankaskattinn, það er verið lækka erfðafjárskattinn, það er verið að lækka fjármagnstekju- skattinn, við þekkjum söguna um veiðigjöldin og nú er verið að leggja fram í efnahags- og skattanefnd til- lögur sem mylja undir þennan hóp.“ Af svarinu sem tekur til tekna Íslendinga frá árinu 1998, sam- kvæmt framlögðum skattfram- tölum, má sjá að efnamestu Íslend- ingarnir hafa aukið auðlegð sína umtalsvert á síðustu tveimur ára- tugum en í svarinu kemur fram að eigið fé þeirra sem mest eiga hefur aukist hlutfallslega í samanburði við eignir allra landsmanna á þeim tíma. „Fimm prósent ríkra Íslendinga eiga 40 prósent af hreinni eign í landinu. Auðvitað sjáum við og vitum að það eru til risar sem hafa fengið að nýta sameiginlega eign þjóðarinnar fyrir litla peninga og í skjóli þess hafa þeir ekki aðeins safnað ofboðslegum auð heldur eru þeir nú farnir að hasla sér völl í öllu mögulegu hvort sem það er dag- vörumarkaður, dreifing, dagblöð, tryggingar eða orkuvinnsla. Þetta er bara hreinlega hættulegt og sam- félaginu stafar hætta af þessu,“ segir Logi. benediktboas@frettabladid.is Segir eignaójöfnuðinn meira vandamál Ríkasta 0,1 prósentið bætti við sig eignum upp á 22 milljarða á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Bara á síðasta ári jók 0,1 prósent ríkustu einstaklinganna eign sína um 22 milljarða. Logi Einarsson COVID-19 Í gær tóku gildi breytingar í sóttvarnareglum sem fela meðal annars í sér að heimilt var að opna sundlaugar á ný eftir tveggja mán- aða lokun. Þá mega veitingastaðir hafa opið til klukkan 22 og leyfilegt er að taka á móti fimmtán manns í hverju rými. Enn er í gildi tíu manna samkomubann, tveggja metra fjar- lægðartakmörk og grímuskylda. Í gær voru 183 einstaklingar í ein- angrun með COVID-19 hér á landi og 249 manns voru í sóttkví. Sólar- hringinn á undan greindust fjórir einstaklingar með sjúkdóminn, þrír þeirra voru í sóttkví við greiningu. 32 einstaklingar voru inniliggjandi á sjúkrahúsi með COVID-19 í gær og fækkaði þeim um einn milli daga. Þrír voru á gjörgæsludeild, allir í öndunarvél. Frá því að sjúkdómurinn var fyrst greindur hér á landi í lok febrúar hafa hér á landi verið staðfest 5.524 tilfelli. Yfir 45 þúsund hafa lokið sóttkví og tæplega 223 þúsund sýni hafa verið tekin. 311 einstaklingar hafa verið lagðir inn á sjúkrahús, þar af 51 á gjörgæslu. Þær breytingar á sóttvarna- reglum sem tóku gildi í gær gilda til 12. janúar en á upplýsingafundi almannavarna í gær sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mögulega yrði reglugerðin endur- skoðuð á tímabilinu. Þá sagði hann faraldurinn vera á góðri niðurleið. – bdj Faraldurinn á góðri niðurleið Enn er í gildi tíu manna samkomubann 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.