Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 42
Mikilvægt er að varðveita og rækta lengri lestur og þarf skólinn að hvetja nem- endur til að gefa sér tíma til að lesa skáldsögur á pappír. Stígðu inn í söguna með Storytel Reader lesbrettinu. Frí heimsending 18.900 kr. Með Storytel Reader og Storytel áskrift færðu ótakmarkaðan aðgang að öllu bókasafni Storytel. Skiptu á milli lesturs og hlustunar, þráðlaust með Bluetooth. Pan taðu Storytel Reader á storytel.com – eins mánaðar áskrif f ylg ir m eð Fólk nær ekki að lesa langan texta ef það nær ekki sambandi við hann. Það gerist frekar á skjáum en pappír. Skjálestur getur verið upp­hafið að frekari lestri og þá lestri pappírsbóka en kemur ekki í staðinn, segir Anne Mangen, norskur prófessor við lestrar­ stöðina í Háskólanum í Stafangri. „Fyrir styttri og einfaldari texta skiptir ekki máli hvort við lesum á pappír eða skjá. Pappír reynist betur þegar við lesum til að öðlast dýpri skilning og viljum muna það sem við lesum. Löngum lestri, eins og skáldsögu, getur verið erfitt að tengjast við á litlum skjá. Slíkur lestur stuðlar að lestrarfærni og þess vegna er það miður að lestur í skólum sé að færast mikið yfir á rafrænt form. Á sama tíma getur skjálestur verið góður við hlið lesturs á pappír þar sem hann er hagkvæmari. Það getur líka verið kostur að gera stækkað texta, breytt letri og bætt við lofti á milli lína. Stafrænir textar geta haft jákvæð áhrif á skilning og hvatn­ ingu þegar þeir eru hannaðir með lesandann í huga,“ segir Anne sem leitt hefur fjögurra ára evrópskt rannsóknarverkefni um áhrif stafræns lesturs á það hvernig við lesum. Yfir 200 vísindamenn tóku þátt í rannsókninni. Rann­ sakendur undruðust að sjá að nei­ kvæð áhrif lesturs af skjáum hefur aukist töluvert óháð aldurshópum. Sérstaklega hefur lestrarfærni versnað með tilkomu skjálesturs. Í Bandaríkjunum er farið að auð­ velda framsetningu efnis til að nemendur eigi auðveldara með að skilja það. Mikilvægt er að varðveita og rækta lengri lestur. Skólinn þarf að hvetja nemendur til að gefa sér tíma til að lesa skáld­ sögur á pappír. Lestur á pappír eykur skilning Bækur rata oft í kvikmyndir þar sem söguþráður er spunninn utan um bóka­ búðir, rithöfunda, bókasöfn, bókaútgefendur og bókaunnendur. Hér eru upptaldar nokkrar góðar: Shawshank Redemption (1994) Tim Robbins leikur fanga sem byggir upp bókasafn í fangelsinu á meðan hann afplánar. You've got mail (1998) Meg Ryan og Tom Hanks leika bókabúðareigendur sem fella hugi saman á netinu. Funny Face (1957) Audrey Hepurn leikur bókabúðar- eigenda sem verður fyrirsæta. The Shining (1980) Það getur tekið tryllt á taugarnar að vera rithöfundur, eins og Jack Nicholson sýnir eftirminnilega. "84 Charing Cross Road (1987) Antony Hopkins og Anne Ban croft í góðum vinskap rithöfundar í New York og bóksala í Lundúnum. Before Sunset (2004) Ethan Hawk tekur afleiðingum þess að skrifa bók um raunveru- lega atburði. Notting Hill (1999) Hollywood-stjarna á erindi í ferða- bókabúð í London og fellur fyrir eigandanum. Jane Austen Book Club (2007) Mynd um bókaklúbb sem tekur fyrir sex Jane Austen-bækur sem hafa sín áhrif krísur lesendanna. Phenomenon (1996) John Travolta leikur mann með heilaæxli sem fær óvænt gríðar- lega lestrarhæfileika. Bókabíó með fram jólabókalestrinum Tom Hanks og Meg Ryan í bíómynd með bókaívafi; You’ve got mail. 20 KYNNINGARBLAÐ 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RBÓKAJÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.