Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 22
Jennifer Lopez upplýsir það í nýlegu viðtali við tímaritið InStyle þegar hún kynnti nýja húðvörulínu sína, JLo Beauty, að hún hafi aldrei látið sprauta sig með bótoxi eða öðrum slíkum efnum. Hún sé raunveruleg eins og hún er. Eftir því er tekið hversu fallega og hrukkulausa húð Jennifer hefur en hún varð 51 árs í sumar. Jennifer mætti í Zoom-viðtal í tilefni af nýju snyrtivörulínunni hjá vefritinu Page Six en öll helstu tískutímarit heimsins hafa verið að fjalla um hana. Nýju snyrtivörurnar koma á markað í janúar 2021. „Ég hef ekkert á móti bótoxi eða öðru því sem fólk kýs að prófa. Það er bara ekki fyrir mig. Ég er meira fyrir náttúrulega nálgun á húðvörum og forðast nálar,“ segir hún. Jennifer upplýsir í viðtalinu að fyrrverandi kærasti hennar hafi hvatt hana mjög til að prófa hrukkueyðandi sprautur. „Ég var í sambandi með honum um tvítugt. Við fórum bæði til húðlæknis á þessum tíma og minn benti mér á að nota góð hreinsiefni og sólar- vörn. „Ef þú passar upp á húðina mun hún haldast heilbrigð,“ sagði hann. Læknir kærastans sem hún heimsótti einnig hafði allt aðra skoðun og spurði hvort hún vildi ekki fylla upp í línu sem sæist í andlitinu. „Ég var bara 23 ára,“ segir Jennifer. „Ég veit ekki hvernig ég myndi líta út í dag ef ég hefði farið að þessum fyrirmælum og byrjað að fá mér bótox svona ung,“ segir hún. Jennifer segir að sitt helsta leyndarmál varðandi húðina sé að hún noti ólífuolíu. „Ég hef notað ólífuolíu lengi og hún virkar mjög vel. Einnig myndi ég hvetja alla til að nota sólarvörn daglega, allt frá unglingsárum. Sólarvörnin verndar húðina,“ segir söngkonan sem er að setja á markað sína eigin vörn, andlitsmaska, hreinsiefni, fæðubótarefni og f leira. Hún notar að sjálfsögðu ólífuolíu í vörur sínar. Hún segir ólífuolíuna hafa verið fegurðarráð frá ömmu sinni og móður fyrir heilbrigt og glansandi hár, húð og neglur. Söngkonan segist hafa hugsað um það í tuttugu ár að skapa sína eigin fegurðarlínu en ekki látið af því verða fyrr. Vörurnar eru í fallegum umbúðum og greinilega mikið í þær lagt. Jennifer leggur mikla áherslu á hollustu í fram- leiðslu sinni og segir að með því að nota sólarvörn undir förð- unarvörur sé kominn lykillinn að fallegri húð. Einnig nefnir hún daglega hreyfingu og heilbrigðar matarvenjur til að viðhalda ung- legri húð. Jennifer hefur komið víða við á ferli sínum. Hún hefur gefið út sjö hljómplötur og margoft komist með lög sína á vinsældalista auk þess að vinna til verðlauna á Bandarísku tónlistarverðlaun- unum. Ólífuolían gerir gæfumuninn Jennifer Lopez er sögð ein ríkasta stjarnan í Hollywood af suðuramerískum ættum. Hún er enda fjölhæf leik- og söngkona, dansari og hönnuður. Jennifer er að setja á markað nýja snyrtivörulínu. Það er ekki hægt að sjá að Jennifer Lopez sé 51 árs. Hún passar vel upp á líkamann og dansatriði hennar vekja athygi. Þessi mynd var tekin 22. nóv- ember í Los Angeles þegar Amerísku tónlistarverðlaunin voru kynnt. Jennifer Lopez segist aldrei hafa farið í bótoxfyllingu. Hún sé með svona góða húð og þakkar það ólífuolíu. Shakira og Jennifer Lopez á tónleikum í Miami á Flórída í febrúar á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Jay Lo hugsar vel um sig. Hún er ávallt súper flott og í toppformi. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þú færð jólagjöf prjónarans hjá Maro Hverfisgata 39 www.maro.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.