Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Kaffitár býður upp á hátíða-körfur af ýmsum stærðum og gerðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Fyrirtækið býður líka upp á sérstaka hátíðakaffi- blöndu fyrir jólin, auk bragðbætta Grýlukanilkaffisins sem nýtur alltaf mikilla vinsælda sem og fjölda annarra öðruvísi tegunda til hátíðabrigða. Hægt er að kaupa allar vörur Kaffitárs á vefverslun fyrirtækisins, verslun.kaffitar.is. „Ég held að samband Kaffitárs við kaffibændur sína gefi fyrir- tækinu sérstöðu. Við kaupum 80% af öllu okkar kaffi beint frá bónda sem við þekkjum og höfum heim- sótt. Það tryggir ekki bara að hann fái greitt sanngjarnt verð fyrir sína vöru heldur líka gæði,“ segir Sól- rún B. Guðmundsdóttir, sölustjóri hjá kaffideild ÓJK. „Það hefur orðið mikil vakning í kaffiheim- inum og fólk gerir sér grein fyrir því að ef þú sinnir ræktuninni vel færðu hærra verð fyrir vöruna. Allir bændur sem við skiptum við sýna mikla samfélagsábyrgð hvað varðar bæði umhverfi og starfsfólk og hafa ástríðu fyrir góðu kaffi, rétt eins og við, sem skilar sér í góðri vöru. Allt sem er gert með ástríðu skilar sér í gæðum og það á svo sannarlega við um kaffið okkar. Ricardo Rosales er til dæmis kaffibóndi sem við höfum þekkt í mörg ár,“ segir Sólrún. „Aðal- heiður Héðinsdóttir, sem stofnaði Kaffitár og sér enn um að kaupa allt kaffi, hefur oft heimsótt hann á Jesus Maria-búgarðinn í Níkaragva og hann hefur heimsótt okkur hingað tvisvar.“ Fjölbreyttar hátíðakörfur með íslensku góðgæti „Við byrjuðum að bjóða upp á gjafakörfur fyrir fyrirtæki og einstaklinga í september, enda er ósköp indælt að fá kaffipakka og súkkulaði sent heim til sín og þessar körfur verða áfram í boði á nýju ári. Mikið af fólki er að vinna heima hjá sér og þá vill kaffið renna vel niður, ég finn það hjá sjálfri mér og fólki í kringum mig að kaffidrykkjan hefur stóraukist í heimavinnu,“ segir Sólrún. „Sem stendur bjóðum við upp á sér- stakar hátíðakörfur og höfum lagt áherslu á að hafa íslenskt góðgæti í þeim. Við erum til dæmis með bolla frá KER, súkkulaði frá Sætt og Salt á Súðavík og servíettur frá Reykjavík Letterpress. Fólk á orðið svo mikið af öllu að það er alltaf gaman að gefa bara eitthvað sem er hægt að neyta og njóta. Körfurnar eru fáanlegar í öllum stærðum, gerðum og verðflokkum, þannig að allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi og við höfum líka unnið með fyrirtækjum sem vilja körfur og sníðum þá körfurn- ar að þörfum þeirra,“ segir Sólrún. „Mörg fyrirtæki hafa líka keypt af okkur kaffi og gjafakörfur og sent starfsfólki sínu sem er heima að vinna, enda hefur kaffineyslan stóraukist á mörgum heimilum í COVID. Í vor opnuðum við svo líka pop- up netverslun þar sem er hægt að fá kaffipakka og panta drykki og sækja þá og við vorum að bæta öllum jólavörunum þar inn og þar hefur verið sprenging í sölunni, sem kemur ekki á óvart miðað við núverandi vinsældir netversl- unar,“ segir Sólrún. „Fólk er bæði að kaupa jólagjafir og kaffi og svo vilja sumir ekki fara inn á kaffihús svo þeir panta drykki og fara með þá út í bíl.“ Mikið lagt í hátíðablönduna „Við bjóðum líka upp á sérstaka hátíðablöndu og það er alltaf lagt svaka púður í blönduna ár hvert. Sólrún segir að bæði starfs- fólk Kaffitárs og bændurnir sem fyrirtækið skiptir við hafi ástríðu fyrir góðu kaffi, sem skili sér í góðri vöru. Allt sem er gert með ástríðu skilar sér í gæðum og það má ganga að þessum gæðum vísum í kaffipökkum frá Kaffitár. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Kaffitár fær 80% af sínu kaffi beint frá kaffibændum eins og Ricardo Rosales. MYND/ AÐSEND Hátíðakörfurnar eru stútfullar af alls konar íslensku góðgæti. Þar er meðal annars hægt að finna bolla frá KER, súkkulaði frá Sætt og Salt á Súðavík og servíettur frá Reykjavík Letterpress, ásamt öðru. MYND/AÐSEND Körfurnar eru fáanlegar í öllum stærðum, gerðum og verðflokkum, þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og Kaffitár vinnur líka með fyrir- tækjum sem vilja körfur og sníður körfurnar að þörfum þeirra. MYND/AÐSEND Brennslumeistarar Kaffitárs leggja alltaf mjög mikla vinnu í að setja saman frábæra nýja hátíðablöndu á hverju einasta ári. Í ár saman- stendur hún af kaffi frá Gvatemala, krydduðu með Selebes, sem er kaffi frá Indónesíu. MYND/AÐSEND Grýlukanilkaffið er bragðbætt kaffi, en Kaffitár notar frábært kaffi frá Níkaragva í grunninn, þannig að það er alvöru gæðakaffi sem bragðinu er bætt út í. MYND/AÐSEND Mörg fyrirtæki hafa líka keypt af okkur kaffi og gjafa- körfur og sent starfsfólki sínu sem er heima að vinna, enda hefur kaffi- neyslan stóraukist á mörgum heimilum í COVID. Framhald af forsíðu ➛ Brennslumeistararnir starfa af miklum krafti við að finna frá- bærar blöndu sem passa í allar uppáhellingar- og baunavélar og eru góðar bæði sér, eftir mat og með góðu bakkelsi, sem nóg er af yfir jólin,“ segir Sólrún. „Í ár var valið kaffi frá Gvatemala, kryddað með Selebes, sem er kaffi frá Indó- nesíu. Hátíðablandan er nú fáanleg í búðum og í netversluninni okkar og það er um að gera að hafa hraðar hendur vilji fólk ná sér í poka áður en hún klárast. Svo erum við líka með Grýlu- kanilkaffið, sem er alltaf byrjað að spyrja um strax í september en fer í búðir í byrjun nóvember. Það er bragðbætt kaffi, en við notum frá- bært kaffi frá Níkaragva í grunn- inn, svo þetta er virkilega mikið gæðakaffi sem við bætum bragði út í,“ segir Sólrún. „Svo bjóðum við líka upp á fleiri bragðtegundir af bragðbættu kaffi allt árið, eins og karamellu-, kókos- og súkkulaði og möndlukaffi.“ Kaffiklúbbur og aðventuleikur á Facebook „Kaffitár er líka með sérstakan kaffiklúbb, sem virkar þannig að meðlimir fá einu sinni í mánuði tvo pakka frá brennslumeisturun- um okkar sem innihalda sérvalið kaffi sem við kaupum inn í litlu magni bara fyrir klúbbinn ásamt bréfi með upplýsingum um upp- runa þess, en það eru alls konar spennandi tegundir í boði,“ segir Sólrún. „Núna fyrir jólin er extra mikið af sparikaffi að koma inn frá El Salvador, Mexíkó og fleiri stöðum og þessar úrvals tegundir er líka að finna á kaffihúsunum okkar. Síðast en ekki síst erum við með aðventuleik á Facebook. Þar birtast ný tilboð á hverjum degi til jóla og tilboðin gilda líka í vef- versluninni,“ útskýrir Sólrún. Vefverslun Kaffitárs er að finna á vefslóðinni verslun.kaffitar.is. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.