Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 11.12.2020, Blaðsíða 58
Fjöllistakonan Margrét Erla Maack hefur þurft að hugsa í lausnum síðasta árið, enda hefur heimsfaraldurinn sett stórt strik í reikninginn hjá flestum skemmtikröftum. Hún hefur þó verið dugleg að nýta sér tæknina og fundið upp á ýmsu skemmtilegu til að af la tekna á þessum fordæmalausu tímum. Um helgina mun hún bjóða upp á inn- pökkun gegn vægu gjaldi á Bravó við Laugaveg, en hún hefur verið rómuð fyrir skemmtilega framsetn- ingu á pökkum í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar. „Ég er aðallega í því að bralla með dóttur minni fjórtán mánaða þessa dagana en núna undanfarinn mánuð hefur verið að glæðast í gigg- heiminum yfir fjarfundarbúnað. Ég er til dæmis að taka að mér pubquiz fyrir minni vinnustaði sem er mjög skemmtilegt, þar sem langf lestir hafa náð að tileinka sér þennan fjarfundarbúnað sem er í boði,“ segir Margrét. Hún hefur líka tekið fjarkennslu- tíma í Kramhúsinu. „Það koma ókeypis tímar reglu- lega í hópinn Fólkið í Kramhúsinu á Facebook, sem er öllum opinn. Síð- ustu helgi slógu Reykjavík Kabarett og Vínstúkan upp fjarskemmtunar- kabarett í beinni og fólk fékk send- an mat heim, sem gekk alveg ótrú- lega vel. Það var virkilega gaman að setja upp sýninguna með öðrum skemmtikröftum, en ekki alein fyrir framan tölvuskjáinn, það gaf okkur öllum ótrúlega mikið. Svo tek ég nokkrar jólavaktir í bestu búð í heimi, Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar, þessa aðventuna eins og fyrri ár, og fæ jólin alveg beint í æð þar.“ Margrét segir það hafa tekið smá tíma að komast upp á lagið með að skemmta í gegnum streymi. „Það er alveg smá skrýtið fyrst að vera með einhverja skemmtun og svo alveg „Bless takk fyrir mig“ og fólk er að hlæja og klappa. Loka síðan bara forriti og tölvunni og við tekur þögn. En þegar við vorum með fjarkabarettinn þá vorum við í sama rými og gátum fagnað og klappað, auk þess sem streymi- forritið sem við notuðum var með lifandi athugasemdum frá áhorf- endum sem var rosalega gaman.“ Algjör hugleiðsla Hvernig kom þessi hugmynd með innpökkunina til? „Veg na f jöldat ak markana í Herra fataverzluninni fékk ég aðeins færri vaktir en ég hefði viljað, og svo sá ég verkefnið Sköpum líf í lokun. Því ákvað ég að athuga hvort ekki væri hægt að smella upp lítilli inn- pökkunarverksmiðju nokkra daga. Þetta er algjör hugleiðsla fyrir mig, að dúlla mér í þessu. Svo ég er ekki bara að skapa mér vinnu, heldur er þetta líka bara góð tilbreyting.“ Margrét er alin upp með annan fótinn í barnafataverslun í Banka- stræti, svo innpökkun hefur alltaf legið vel fyrir allri fjölskyldunni. „Sem unglingur var ég komin í fína æfingu, sem datt svo niður en lifnaði aftur við í Herrafataverzlun- inni. Núna er ég komin í mjög góða æfingu sem hófst um miðjan nóv- ember.“ Hún segir sitt aðalsmerki í inn- pökkun vera skyrtupakkana. „Einhvern tímann var ég að pakka skyrtu í slíkan pakka en konan sem ég var að pakka inn fyrir varð smá reið. „Nú veit hann hvað þetta er!“ Þannig að ég þurfti að pakka honum inn aftur og öðru- vísi. Mér fannst það smá fyndið, en konan var sátt að lokum og piltur- inn fékk sína skyrtu í dulúðugum pakka sem gaf ekkert upp.“ Jólastemning Hvaða ráð hefur þú fyrir skemmti- lega innpökkun? „Besta ráðið er frá mömmu: Það þarf ekki að pakka öllu inn. Ef hluti af gjöfinni eru fagrir hanskar, húfa eða flott eldhúsáhald, er sniðugt að hafa það bara bert utan á pakkan- um. Ef pakkinn er rosalega klaufa- legur þá er um að gera að setja bara nógu stóra slaufu eða greni. Þegar við tökum upp pakkana hjá for- eldrum mínum setjum við allt sem er endurnýtanlegt í poka, borða, skraut og slíkt. Svo ég þurfti lítið að kaupa fyrir þetta verkefni. Ef þú ert að pakka nálægt jólum er gaman að setja eitthvað lifandi á pakkann, greni eða chilipipar.“ Finnst þér það gera mikið fyrir gjöfina að hún sé skemmtilega inn- pökkuð? „Stundum skipta umbúðirnar máli. Fallegur pakki er svona auka- gleði, svo ef þú ert með einhvern sparipakka, endilega komdu með hann til mín,“ segir hún og hlær. Margrét stefnir á að skapa alvöru jólastemningu á morgun. „Stemningin verður yndisleg, leyfi ég mér að segja. Þetta er auð- vitað ákveðin tilraun og fyrir þau sem halda að biðin verði löng þá get ég sagt að ég er mjög snögg að pakka inn. Nokkrar vinkonur ætla að líta við og grípa í límband líka á álags- tíma. Best að taka fram samt strax að barinn er að sjálfsögðu lokaður. Svo verður grímuskylda og spritt.“ Innpökkunin er liður í verkefn- inu Sköpum líf í lokun, sem hefur heldur betur glætt miðbæinn lífi og fjöri undanfarið. „Þetta er bara yndislegt. Um dag- inn í snjókomunni og kuldanum stóð Teitur Magnússon í glugga með tónleika, þetta er mjög skemmtilegt og falleg tilbreyting á eftirminni- legum tímum.“ Innpökkunin er í boði frá klukk- an 13.00 til 18.00 á morgun og á sunnudaginn. steingerdur@frettabladid.is Falleg innpökkun gerir góða gjöf betri Um helgina stendur Margrét Erla Maack fyrir innpökkun á Bravó á Laugavegi, en hún hefur verið rómuð fyrir hæfni í sína í að föndra flotta pakka. Viðburðurinn er liður í verkefninu Sköpum líf í lokun. Hún sýnir lesendum hvernig á að gera skemmtilegan skyrtupakka. Fjölskylda Margrétar rak barnafataverslun og lærði hún því snemma að pakka fallega inn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1. Leggið borðann á flatan pakkann úti við endann. Best er að gera þetta við mjúka pakka eða flata. Brjótið tvisvar svo borðinn sé innan í brotinu. 2. Klippið eins og einn þriðja inn á við báðum megin. Kraginn er þetta sem borðinn er innan í. Það má brjóta upp á axlirnar á pakkanum og líma ef fólk vill. 3. Snúið pakkanum við og myndið skyrtukragann. Hægt er að sjá hvernig gera skal þennan skemmtilega pakka á vef Fréttablaðsins í dag, en hann hefur slegið í gegn á TikTok. ÞETTA ER AUÐVITAÐ ÁKVEÐIN TILRAUN OG FYRIR ÞAU SEM HALDA AÐ BIÐIN VERÐI LÖNG ÞÁ GET ÉG SAGT AÐ ÉG ER MJÖG SNÖGG AÐ PAKKA INN. 1 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.