Harmonikublaðið - 01.12.2018, Qupperneq 4

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Qupperneq 4
Harmonikan hljómar í Dýrafirði Árið 1982 voru haldnir tónleikar í félagsheimilinu á Þingeyri með söng og hljóðfæraleik. Það var Tómas Jónsson skólastjóri sem stóð fyrir þessari samkomu og hafði hann fengið þá hugmynd að fá harmonikuspilara til að taka þátt í þessum hljómleikum. Það voru fimm karlar sem gáfu sig fram til þátttöku og tóku þeir til að æfa undir traustri stjórn Guðmundar Ingvarssonar þáverandi póstmeistara á Þingeyri, en hann hafði spilað fyrir dansi á Þingeyri og víðar í fjöldamörg ár, frábær harmonikuleikari og áhugamaður um músik, enda ættaður og kominn frá Mekka harmonikunnar á Islandi, Þingeyjarsýslu. I framhaldi af umræddum tónleikum, sem gerðu stormandi lukku, fóru þeir að æfa og fá fleiri nikkuspilara í hópinn, enda voru þeir til á Þingeyri og að ári liðnu voru þeir orðnir ellefu talsins og kölluðu sig Harmonikukarlana. Þeir héldu í fræga ferð með varðskipi til Bíldudals og héldu tónleika fyrir fullu húsi í félagsheimilinu þar, sem þóttu sérstakir þar sem aldrei höfðu sést fleiri harmonikuleikarar á sviði þar. Var þeim klappað lof í lófa og allir ánægðir með þessa skemmtilegu ferð. Þegar fram liðu stundir fækkaði í liði harmonikukarlanna og var þá leitað yfir Dýrafjörðinn í Mýrahrepp. Þaðan komu fyrst þrír spilarar og síðar bættist einn við. Ur liði Mýrhreppinga var ein kona, Lóa á Mýrum. Var nú hópurinn kallaður „Harmonikukarlarnir og Lóa“. Var nú tekið til æfinga af fullum krafti - undir stjórn okkar ágæta Guðmundar Ingvarssonar. Ennfremur var skipaður framkvæmdastjóri — heiðursmaðurinn Sigurður Fr. Jónsson, en hans hlutverk var að láta vita um æfingartíma og annað ekki síðra, hann sá um kaffiveitingar og einnig að opna æfmgahúsið og ganga frá — að loknum æfingum en æfingarnar voru lengst af í flugskýli á Þingeyrarflugvelli. Vann hann mikið og gott starf, sem aldrei klikkaði. Eitt embætti var í gangi sem Gunnar Bjarnason vinur okkar hafði en það var að skrá allar mætingar hjá okkur til æfinga og hefur það ábyggilega bætt mætingu hjá okkur sem alltaf var góð. Þegar Harmonikufélag Vestfjarða var stofnað gengu allir æfingafélagarnir í það og tóku virkan þátt í fjölbreyttri starfsemi þess, ferðalögum víða um landið, í öllum landsmótum og almennri félagsstarfsemi. Þegar landssambandið ákvað að halda árlegan harmonikudag fyrsta sunnudag í maí varð það að samkomulagi við Harmonikufélag Vestfjarða að við Dýrfirðingar sæjum um framkvæmd þessarar samkomu sem haldin var í félagsheimilinu á Þingeyri á hverju ári síðan. 4 Asvaldur Ingi Guðmumkson og SigurSur Fr. Jónsson. Tveir örfárra sem halda heiSri tvöfóldu harmonikunnar á lofti Harmonikukarlarnir og Lóa á œfingu i flugstöSinni á Þingeyri. Fremri röS fv. BernharSur GuSmundsson, Bergsveinn Gíslason, Elinborg Snorradóttir (Lóa á Mýrum), GuSmundur Ingvarsson, Ásvaldur Ingi GuSmundsson, Kristján Gunnarsson. Aftari röSfv. Gunnar SigurSsson, Gunnar Bjarnason, SigurSur Fr. Jónsson, Hreinn ÞórSarson, Líni Hannes SigurSsson, ÞórSur SigurSsson Ávallt hefur verið góð mæting á þessa samkomu, fólk kom víða að allt frá Súðavík til Arnarfjarðar. Dagskráin var þannig að formaður félagsins flutti hvatningarávarp. Þá voru hljómleikar sem Dýrafjarðarhópurinn sá um, en síðan komu fram snillingarnir frá ísafirði þeir Villi Valli, Baldur Geirmunds, Magnús Reynir og Hólmgeir Baldursson. Að lokum var stiginn dans sem þeir Isfirðingar léku fyrir. Ekki má gleyma að Kvenfélagið Von á Þingeyri sá alltaf um kaffiveitingar með sínum ágætu vöfflum og rjóma. Allar þessar samkomur tókust mjög vel og fólk ánægt og skemmti sér vel. Meira um Dýrafjarðarhópinn. Fyrir all- nokkrum árum komu í hópinn okkar tveir ágætis hljómlistarmenn þau Edda Arnholts söngkona frá Mýrum í Dýrafirði og Líni Hannes Sigurðsson, hljómborðsleikari á Þingeyri og þótti okkur þessi innkoma þeirra hressa upp á hljómsveitina, sem nú má kalla Harmonikukarlar, Lóa, Edda og Líni. Hér lýkur hugleiðingum mínum um liðna tíð, með von um að enn muni harmonikan hljóma í Dýrafirði og um land allt. Asvaldur Ingi Guðmundsson Myndir Kristjdn Guðmundsson

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.